Eining - 01.10.1957, Síða 7

Eining - 01.10.1957, Síða 7
EINING 7 inga. Bætt lífskjör eru þannig engin trygging fyrir betra sið- gæði og sannri menningu. Norski ritstjórinn minnir á, að ekki þurfi þeir í Noregi eða nágrannalöndunum að kippa sér upp við þessa skýrslu frá Englandi, sitt af hverju svipuðu gerist einnig hjá þeim, nefnir Svíþjóð sem dæmi. Hvað svo um okkur Islendinga. Eru ekki iðulega greinar í blöðum okkar um innbrotsþjófnað unglinga, skemmdir á strætisvögnum, biðskýlum og ýmsum eignum manna? Hlust- ið á leiki barna hér og þar, argið og gargið og óhemjuskap- inn. Varla minnist eg þess að hafa heyrt annað eins erlendis. Af ýmsu þessu hafa blöðin okkar gefið ljótar myndir. Hverj- um er svo um að kenna? Hverjir ala upp slík börn og ungl- inga ? Það eru fyrst og fremst þrír aðiljar: heimilið, skólinn og tíðarandinn, og ekki er sá síðasti beztur. Megnið af kvik- myndunum ræktar aðeins kynferðisóra og glæpi. Kvikmynda- húsin eru nú musteri fólksins, ekki sízt unglinganna. Þau eru niðurdrep allri göfugri menningu. Þar við bætist svo siðspill- andi ritmokstur, áfengis- og tóbaksala og fleira. Skólar eru víða lítið annað en fræðslustofnanir, orka litlu um uppeldið, og heimilin víða ýmist kærulaus eða getulítil, eða hvort- tveggja. Börnin nema nú ekki víða heilög fræði við móður- kné. Þau sofna ekki með bænarorð á vörum og út frá sign- ingu móðurinnar. Unglingarnir leggja af stað út í lífið með lítið haldgott veganesti og litla kjölfestu .Engan þarf því að undra þótt margur unglingurinn kollsigli sig á hinum úfna sjó upplausnartímabilsins. Við uppskerum í þessu eins og við sáum. P. s. Allir erum víð fæddir algáðir Einar Björnsson, fyrrv. þingtemplar í Reykjavík, flutti eftir- farandi ávarp sem einn dagskrárlið á sumarfagnaðar sam- komu stúkunnar Víkings sl. vor. Það er fú orð í fullri mein- ingu, og þótti ritstjóra blaðsins viðeigandi að birta það. - P.S. in ClC^Cl Cýi Þegar konungurinn ríkir með réttlœti og höfðingjarn- ir stjórna með réttvísi, þá verður hver þeirra sem hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúrum, sem vatnslækir í öræfum, sem slcuggi af stórum hamri í vatnslausu landi. Þá eru augu hinna sjáandi eigi afturlukt og þá hlusta eyru þeirra, sem heyrandi eru. Hjörtu hinna gálausu læra hyggindi og tunga hinna mállausu talar liðugt og skýrt. Þá er heimskinginn eigi framar kallaður göfug- menni og hinn undirförli eigi sagður veglyndur. — Jesaja 32, 1—5. Réttlátir leiðtogar eru þannig hverri þjóð allra meina bót. Þeim er líkt við skjól fyrir hretum og stormum, við svalalind í öræfum, við hlíf fyrir ofhita og sólar- bruna. Þá er mönnum óhætt að ganga með opin augu, þurfa ekki að loka augum sínum fyrir spillingu í lífi þjóðarinnar. Þá þurfa menn ekki heldur að varast að tala og láta álit sitt í ljós. Þeir eru þá frjálsir menn, er búa við réttláta og farsæla stjórn. Og þá er staðreynd- um ekki snúið öfugt: heimskinginn kallaður göfugmenni né svindlarinn heldriinaður. — Þá læra lijörtu hinna gálausu hyggindi. Hin uppvaxandi kynslóð gefur þá gaum fögru fordæmi leiðtoganna. Þetta er allt í sam- ræmi við hið sígilda vizkuorð, sem ætti að vera letrað yfir dyrum allra stjórnarvalda, húskóla, löggjafarþinga og menntastofnana: EéttlætiS upphefur lýðinn, en syndin (rangsleiinin) er þjóSarina skömm“. Erindi og fyrirlestrar sem dagskrár- liður á mannfundum, þykir nú orðið lít- ill fengur, sérstaklega þó ef um vanda- mál mannlegs lífs er fjallað. Um slíkt vilja menn sem minnst heyra, hvað þá að taka þátt í umræðum um alvörumál- in. Vissulega eru það margvísleg vanda- mál, sem að okkur steðja um þessar mundir og sýnizt vafalaust mörgum sitt hvað um það, hvar skórinn kreppir fast- ast að. Við, sem skipum okkur undir merki bindindishreyfingarinnar, teljum áfeng- ismálin eitt af höfuðvandamálum þjóð- arinnar í dag og að gæfa hennar og gengi sé m. a. bundin heppilegri og varanlegri lausn þess. Hinns vegar er ekki að leyna, að starf og stefna bind- indishreyfingarinnar á ekki því fylgi að fagna eða skilningi hjá þjóðinni, sem vænta mætti af menntaðri og framsæk- inni þjóð. Sannar þetta hin mikla áfeng- isneyzla og fjársóun í því sambandi. Nú búizt þið, góðir hálsar, sjálfsagt við að eg ætli að flytja hér magn- þrungna bindindisprédikun með tilheyr- andi lýsingu á margs konar böli og mannlegum þjáningum. Nei, verið hvergi smeikir. Ég ætla aðeins að leyfa mér, að minna ykkur á það eitt, og á það er nauðsynlegt að minna við og við, það er þetta: að hið áfengislausa ástand er hið eðlilega. Danska skáldið Harald Bergsted sagði eitt sinn : ,,Við erum öll fædd algáð“. Vissulega hefur hann rétt fyrir sér, eða er ekki svo ? Vill nokkur neita þessu ? Kýrin í haganum, villimaðurinn í pálma- kofanum og barnið í vöggunni — öll eru þau algáð, og séu þau með réttu ráði, snúa þau sér undan með undrun og fyrirlitningu, ef að þeim er réttur áfengur drykkur. Vatn og mjólk voru hinir uppruna- legu svaladrykkir, í upphafi var aðeins vatn og mjólk. Það er hin svo nefnda menning, sem skapað hefur drykkjusið- ina. — Nútíma iðnvæðing og auðvald, sem gert hafa hóflausa áfengisfram- Ieiðslu auðvelda, og tillitslaus gróðafíkn framleiðendanna, — það eru þessi fyr- irbæri, sem gert hafa áfengisbölið að miklu vandamáli, einu mesta félagslegu vandamáli nútímans. Ef reisa ætti nýtt þjóðfélag, myndi áfengið verða haft þar utan dyra, það er að segja, ef sæmilega skynugir ná- ungar væru að verki. Enginn endurbóta- maður, enginn heilskyggn sköpuður myndi af ásettu ráði og viljandi sleppa slöngunni inn í paradís. I hinu gamla þjóðfélagi er aðstaðan öll flóknari, þar sem höggormurinn er þar fyrir og með gull í halanum, og heila hersingu að baki sér, en viðurkenn- ingar, jafnvel skilnings, er að öllum jafn- aði ekki vant. Það er fyrst þá, er hug- myndin á að gerast raunhæf og nýtast í hinu starfandi og stritandi lífi, að sann- leikur hinna fornu orða er í fullu gildi: ,,hið góða, sem eg vil, geri eg ekki, en hið vonda, sem eg vil ekki, það geri eg“. Hver neitar því, að nautn áfengis sé ekki hin mesta hætta, bæði einstakling- um og þjóðfélaginu í heild, að það sé hin síkvika uppspretta glæpa, fátæktar, sjúkdóma, neyðar og úrkynjunar ? Hverjum er ekki ljóst, að hver og einn dagur á sína harmasögu og raunabögu í sambandi við þenna viðsjála drykk ? Hver er sá, er hefur ekki veitt því athygli að þjóðfélag 20. aldarinnar er sem dansgólf með fallhlerum með vissu millibili, sem opnar sig einn eftir annan og gleypa af samborgurum okkar og kunningjum þenna í dag og hinn á morg- unn. En dansinn dunar eftir sem áður. Hið gamla skipulag er byggt á aldagöml- um venjum og erfðum, sem erfitt er að fá breytt. Frá örófi alda hafa hinir fátæku í andanum hellt sig fulla til þess að kæfa minnimáttarkenndina, til þess að kom- ast í ,,stemmningu“ eins og það er fag- urlega orðað. Allt frá dögum Óðins hafa

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.