Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 2

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 2
230 IÞROTTABLAÐIÐ .ll. Fimleikafó'rin JS28 til jBlnglands cg Frakklands. Frá sýningum í. R.-stúlltna á Englandi og Sitotlandi. Leikfimissýningar í. R. utanlands. Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu sendi íþróttafélag ReYhjavíhur leikfimisflokka utan undir stjórn Björns Jahobssonar leikfimiskennara. Fóru tveir flokkar, konur og karlar, til Noregs og Sví- þjóðar (Gautaborgar) í fyrra sumar, en kvenna- flokkur til Calais í Frakklandi í sumar. Kom flokk- urinn við í Englandi og Skotlandi og sýndi bæði í Aberdeen og London. Hér birtast nú myndir úr þessari síðari ferð svo og erlend ummæli, er snerta báðar ferðirnar. Sænsk og íslensk leikfimi. Svíar hafa lengi verið miklir íþróltamenn, og leikfimi þeirra er víða kunn. Þeir hafa þótt nokk- uð fastheldnir við fornar venjur og eru ekki vanir að hlaupa eftir hvers konar nýungum, sem berast frá öðrum löndum. lþróttamaðurinn Ling, sem bæði var skáld og lærdómsmaður, hefir verið kallaður »faðir sænskrar leikfimi«. Við hann eru kendar hinar svo kölluðu »Lingvikur«, en það eru íþróttamót, sem haldin hafa verið árlega um tíu ára skeið í Gautaborg. I fyrra var sérstaklega mikil viðhöfn á Ling-mót- inu þar, með því að þá voru 150 ár liðin frá fæð-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.