Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 235 kvæmdum, hvað sem öðrum leið eða heildinni. Sam- kynning, samslarf og samtök hefir í reyndinni verið óþekt. Með líkamsment og íþróttum fylgir það, að menn ganga léttar og fegurr en ella, menn bera sig betur, lyfta höfðinu hærra og fá því meiri birtu í augun og víðara útsýni. Þetta verður ekki að eins í Iíkamlegum skilningi heldur og engu síður í and- legum. Fullkomin almenn líkamsmentun er því fyrsta og besta ráðið við hinum fyrnefndu svo kölluðu þjóðlöstum. Vmsir góðir hugsjónamenn hafa þegar riðið á vaðið til að reyna að bæta dálítið úr þessu og hefir ögn orðið ágengt, en að eins sér það og finst á einstöku örfáum mönnum. En nú fyrst eru að byrja að rísa skólar, sem Ieggja aðaláhersluna á líkamsmentina. Og einn meðal hinna fyrstu er Iþróttaskóli Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Fyrir nokkrum árum sigldi bláfátækur en áhuga- samur íþróttamaður utan. Hann hafði úr sárlitlu að spila og leitaði því þangað, sem honum var bent af einhverjum kunningja sínum á að hann mundi geta fengið tiltölulega mesta tilsögn á sem skemstum tíma og fyrir hvað minst gjald. Hann lenti á Iþrótta-lýðháskólanum danska í Ollerup á Fjóni, hjá Níelsi Bukh. En Bukhs sterka hlið er sú, að geta vakið sterka áhugaöldu í huga flestra nemenda sinna, og þessari gáfu sinni beitir hann óspart til að vekja þá og stæla til starfs. Þessi íþróttamaður fékk því í Ollerup góða álagningu á glóð þá, er hann átti sjálfur fyrir. Og er hann kom heim aftur stofnaði hann fyrsta sérstaka lík- amsmentaskólann hér á landi: Mullersskólann í Reykjavík. Maðurinn er nefnil. ]ón Þorsteinsson frá Hofstöðum. Skömmu síðar varð hann svo til þess, sem aðal- framkvæmdamaður, ásamt öðrum, að koma af stað GUmuförunum, fyrst til Noregs og svo til Dan- merkur. I ferðum þeim tók þátf, og hefir vist verið framarlega í þeinr framkvæmdum, Sigurður Qreipsson í Haukadal, þáverandi glímukonungur Islands. í síðari ferðinni kyntist Sigurður Níelsi Ðukh og skóla hans. Varð það til þess að Sigurður fór ufan strax haustið eftir og gekk veturinn. næsta á skóla Bukhs í Ollerup, með þeim einbeitta ásetn- ■ngi að koma sem fljótast upp skóla hér heima fyrir landa sína og láta þá njóta góðs af áhuga- eldi þeim, sem brann í hans eigin huga, svo að aukin líkamsrækt mætti breiðast víðar út um bygðir gamla Fróns. Og Sigurður lét ekki sitja við hugsunina og áætlunina. Hann var ekki fyr kominn heim í fyrra vor, en hann tók að undirbúa skóla sinn og reisa hús fyrir hann. Og nú er hann risinn, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan, og er búinn að starfa eitt ár. Húsið stendur á suðurhallandi söndunum fyrir neðan gamla Gepsi og félaga hans. Allir eru þeir hverir vel heitir, en þó hættir að gjósa að sinni nema Smiður. Húsið er alt upphitað með vatni úr hverunum, og auk þess er allur matur soðinn við hveravafnið og er til þess sérstakur umbúnaður. Suður af húsinu er blóma- og trjá-garður, sem vafalaust verður fallegur með tímanum, en niður af honum er sundlaugin, sem á myndinni sést, og austur af henni nýbygð fénaðarhús, hlaða og geymsluhús, og sést á þau á myndinni. íþróttaskólinn í Haukadal byrjaði þar.nig í fyrra haust með námsskeiði fyrir fullorðna pilta, er stóð frá 1. nóvember til 15. febrúar. Voru 12 piltar á því, 17 ára og eldri. Annað námsskeið stóð frá 1. mars til 15. apríl og var fyrir unglinga 14 ára og uppeftir. Nú er annað skólaárið nýbyrjað og eru 20 piltar á því (fleiri getur Sigurður ekki tekið á meðan hann getur ekki bætt við sig húsakynnuni, hefir hann þó aukið við nemendaherbergin síðan í fyrra). Unglinganámskeiðið í ár, 1. mars til 15. apríl, var ekki fullskipað, er ég talaði við Sigurð síðast, en verður þó vafalaust. Betra er því að flýta til Sig- urðar umsóknum um það, og endilega fyrir áramót. Auk allskonar líkamsmenta og íþrótta er kent á skólanum: íslenska, reikningur, heilsufræði og saga, danska þeim, er vilja, o. fl. Kenslugjald fyrir skólann er 70 kr. í eldri deild, en 30 kr. í yngri. Fæði, þjónusta Ijós, hiti og ræst- ing er 1,80 kr. á dag fyrir hvern mann. Kostar því skólinn í alt, fyrir utan föt og bækur, um 265 kr. fyrir eldri, en 112 kr. fyrir yngri nemendurna. Um leið og ég óska Sigurði til heilla og ham- ingju með íþróttaskólann sinn í Haukadal óska ég landi og þjóð hins sama. Vona ég að margir íleiri líkamsmentaskólar rísi hér á landi og helst

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.