Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 243 3. Menard, Frakkland, 1,91 — 4. Toribio, Filipseyjum, 1,91 — 5. Osborne, Bandaríkjunum, 1,91 — 6. Kimura, ]apan, 1,88 — Næst voru 4 með sömu hæð, 1,88 m., en Kim- ura stökk þá af sér við umstökk. I 10 km. hlaupinu var röðin þessi: 1. Nurmi, Finnland á 30 mín. 18,8 sek. 2. Rittola, Finnland - 30 — 19,4 — 3. Wide, Svíþjóð - 31 — 4 — 4. Lindgren, Svíþjóð - 31 — 26 — 5. Muggridge, England - 31 — 31,6 — 6. Magnusson, Svíþjóð - 31 — 37,2 — 800 metra hlaupið þótti mjög spennandi. Lowe náði íorustunni strax eftir viðbraðið, senr allir tóku eins og væri þetta stutt spretthlaup, næstur honum varð negrinn Edwards. En þegar við lok fyrstu beygju setti Hahn sig fram fyrir þá báða og varð þá röðin þessi: Hahn, Lowe, Edwards, Sera Mar- tin, Engelhardt, Watson og Bylehn. Þessi röð hélst að mestu þar til þriðjungur var eftir af síð- ari hrig. Þá rann Edwards fram með Lowe og virtist ætla að loka hann úti. En Lowe tók þá slíkt viðbragð að hann rann á örfáum metrum fram fyrir þá báða Edw. og. Hahn, og hélt þeim spretti út að marki. Varð hann 8 metra á undan þeim næsta. A eftir honum keptu nú Hahn, Edw., Mar- tin og Engelh. En alt í einu rann Bylehn fram úr þeim öllum og það svo rækilega að hann var viss með annað sætið. Þetta virtist hafa svo lamandi áhrif á þá Hahn og Martin, sem vissastir höfðu verið taldir, að þeir mistu bæði Engelh. og Edw. fram fyrir sig. Varð röðin því þess: á 1 mín. 51,8 sek. 1. Lowe, England 2. Bylehn, Svíþjóð - 1 — 3. Engelhard, Þýskaland - 1 — 4. Edwards, Canada - 1 — 5. Hahn, Ðandaríkjunum - 1 — 6. Sera Martin, Frakkland - 1 — Langstökkið fór þannig: 1. Edward B. Hamm, Bandaríkjunum, (Olympískt met. Var rétt áður en hann fór að heiman búinn að setja nýtt heimsmet með 7,90 m. stökki.) 2. Cator, Haiti, 3. Bates, Bandaríkjunum, Meier, Þýskaland, 52,8 53.2 54 54,1 54.3 7,73 m. 7,58 7,40 7,39 5. Köckermann, Þýskaland, 7,35 — 6. De Boer, Holland, 7,32 - Fyrri heimsmethafinn, Hubbard, varð einn af þremur í 11. sæti með 7,11 m. 1500 metra hlaupið þótti ekki mjög spennandi í upphafi og hægt hlaupið til að byrja með. Þótfi Ladoumegue líklegastur til að vinna, þar sem eng- inn af þessum frægu hlaupurum tók þátt í því, eins og Nurmi, Rittola, Wide, Peltzereða Sera Martin. Finnarnir tveir, sem þarna voru, voru ókunnir. Þjóðverjarnir tveir leiddu hlaupið fyrst l’/2 hring. Þá komst Finninn Purje fram fyrir þá og jók hraðann í hlaupinu að mun. Þegar 2 hringar voru búnir var röðin: Purje, Krause, Wickmann, Ellis, en þá hljóp Ladoumegue fram fyrir Ellis. Er 300 metr. voru eftir (á næst síðustu beinu línunni) rann Lad. alt fram að hlið Purje og varð nú kapp milli þeirra hvor fyrri yrði í síðustu beyju. Hafði Lad. það og hafði fengið gott forhlaup þegar kom á lokasprettsbrautina. En þá kom Larva á flug- spretti fram úr öllum hinum og rann einnig frarn fyrir hann þegar 30 metr. voru eftir. Og á þess- um sama tíma sakkaði Krause aftur úr. Urslitin urðu því þessi: 1. Larva, Finnland 3 mín. 53,2 sek. 2. Ladoumegne, Frakkland 7 m. á eftir, 3. Purje, Finnland, 6—7 m. þar á eftir. Svo 4. Wichmann, Þýskaland, 5. Ellis, England, 6. Paul Martin, Sviss. Spjótkastið, betri hendi, var mjög spennándi. Þar mættust margir frægir kappar, þar á meðal Penttila og Lindström, sem báðir höfðu sett heims- met hvor fram af öðrum. En öllum getur fatast og löngum má góðs vænta. Fyrstur kastaði þarna ungur Svíi, áður lítt þektur, Lundkvist að nafni, og kastaði 66,60 metra. Náði enginn annar svo góðu kasti og hann ekki heldur síðar. Penttila kastaði í annari umferð aðeins 63,20 m. og Lindström í 3. umferð aðeins 59,20 m. Úrslitin urðu: 1. Lundkvist, Svíþjóð, 66,60 m. 2. Szepes, Ungverjaland, 65,26 - 3. Sunde, Noregi, 63,97 - 4. Liettu, Finnland, 63,86 - 5. Schlockat, Þýskaland, 63,40 - 6. Penttila, Finnland, 63,20 -

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.