Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
233
framkvæmdar án undirleiks eða fyrirskipana með
orðum, en alt fór frarn með óskeikulli nákvæmni
og fegursfu reglu. Síðan gekk fiokkurinn í hring
á leiksviðinu og kvaddi með fánakveðju, — og
voru það virðuleg leikslok á þessari glæsilegu
leikfimissýningu.
Þögn sú, sem ríkti í salnum, á meðan á sýn-
ingunni stóð, bar vott um þá miklu athygli, sem
áheyrendur sýndu íþróttum þessa þaulæfða flokks,
en lófatakið, sem kom á eftir, bar vott um viður-
kenning þeirra, sem á horfðu.
Fundarstjórinn þakkaði síðan flokkinum og kenn-
aranum og lét í ljós ánægju yfir því, að hafa átt
kost á að sjá sýninguna og njóta hinnar ágætu
leikfimi flokksins. Mr. Nicholson, formaður breska
íþróttasambandsins, tók í sama streng, og síðan
var þjóðsöngur Breta leikinn, og lauk svo þessari
ágætu sýningu.
Síðan hafði íþróttasambandið boð, og þar flutti
Tryggvi Magnússon ræðu, og þakkaði fyrir hönd
fiokksins og kennarans fyrir hinar ágætu viðtökur,
og þá sæmd, sem þeim hefði verið sýnd við þetta
tækifæri. (Vísir, 19. september 1928).
Ferð um Vestur-og Norðurland.
Síðastliðið sumar sendi stjórn í. S. I. Jón íþrótta-
kennara Þorsteinsson frá Hofstöðum í ferðalag
um Vesturland og Norðurland, til þess að ná fundi
íþróttafjelaga í þeim héruðum. Fór hann af stað
20. júlí og ferðaðist um Vesturland og Norður-
land, alt að Skinnastað í Axarfirði. Þar sneri hann
við og korn aftur til Reykjavíkur 24. ágúst. Á
þessu ferðalagi hafði Jón tal af formönnum eða
öðrum stjórnendum 65 félaga. En félög, sem hann
náði ekki til sjálfur, fékk hann aðra áhugasama
nienn til þess að hitta og skýra nákvæmlega frá
erindum sínum. Mörg af þessum félögum eru enn
þá fyrir utan íþróttasambandið.
Erindi Jóns var í fyrsta lagi það, að kynnast
íþróttastarfsemi í þeim héruðum, sem hann fór um.
Hann spurðist fyrir um starfsháttu félaganna, gaf
þeim góðar leiðbeiningar og hvatti til starfa. Hann
skoraði og á félögin að ganga í íþróttasambandið,
þau sem eru enn fyrir utan það. Þá vann hann að
útbreiðslu fþróttablaðsins, útvegaði nýja útsölumenn
að blaðinu og bréfamerkjum sambandsins, innheimti
skatt hjá nokkrum félögum og aflaði stjórninni
víða fulltrúa. Skýrði frá fyrirhuguðu íþróttanáms-
skeiði (sem fórst fyrir vegna þess hve fáar um-
sóknir komu í tæka fíð) og ræddi um undirbúning
íþróttamótanna 1930. Einkum hvatti hann til að
halda kappglímur í öllum sýslum, til þess að velja
menn á Íslandsglímuna 1929 og 1930. Sagði frá
störfum íþróttasambandsins og fyrirætlunum þess
og hvatti til samheldni og samvinnu í íþróttamálum.
Það er von stjórnar sambandsins, að þessi ferð
muni bera mikinn árangur. Er alveg nauðsynlegt
að senda mann um Vestíirði, Suður- og Austur-
land í sömu erindum þegar á næsta ári. Ef vel
ætti að vera, þyrfti stjórnin að hafa sendimann á
ferðinni á hverju ári, sem ferðaðist um alt land á
hverjum 2 sumrum. Því verður vonandi komið á,
áður en líður á löngu.
Stjórn Iþróttasambandsins kann Jóni Þorsteins-
syni bestu þakkir fyrir þann áhuga og ósérplægni,
sem hann hefir jafnan sýnt í störfum fyrir stjórn-
ina. Sérstaklega vill stjórnin þakka honum þessa
ferð, sem hann réðist í án þess að taka kaup
fyrir og hefir leyst svo af hendi, að Iþróttasam-
bandinu hefir orðið til mikils gagns og sóma.
Tennisleikar, millilanda, fóru fram sunnud.
20. maí: I París á nýja leikvanginum þar kvenna-
keppni milli Englands og Frakklands. Sigruðu
ensku stúlkurnar með 9:3. Og í Stockhólmi karla-
keppni? milli Svía og Czeckoslovaka. Unnu
Czeckar með 5:0
Knattspyrna er nú strykuð út af Olympíu-
leikskrá framvegis, segir »Idrettsliv«. Kvað fram-
kvæmdanefndin hafa samþykt það með 12:8 at-
kvæðum. Áður var búið að stryka tennis út. Var
hann því ekki á þessum leikum í Amsterdam.
Þá er það líka komið á dagskrá framkvæmda-
nefndarinnar að láta aðalleikana ekki standa lengur
en 14 daga alls.