Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
239
þol. Þannig varð hún fyrst þeirra 3. stúlkna, er
fyrstar kepptu um sundþrautarnierki í. S. I. sum-
arið 1925.
Sunnudaginn 22. júlí í sumar mönnuðu Hvann-
eyringar bát með 10 manns og héldu norður yfir
Fjörðinn. Meðal þeirra, sem í bátnum voru má
nefna elstu dætur Halldórs skólastjóra ivær, Jakob
Jónsson leikfimiskennara (frá Ollerup) svo og Onnu
Gunnarsdóttur. Förin var gerð þess vegna að Anna
ætlaði að reyna að synda yfir fjörðinn til baka.
Suður og niður frá bænum Bóndhól í Borgar-
hreppi er lítið hólmyndað nes, sem Kónshóll heitir.
Þaðan lagðist Anna til sunds í jökulvatnsblandaðan
fjörðinn kl. 10 og 4 mín. um morguninn. Veðrið
var gott og sæmilegur hiti í vatninu á yfirborðinu:
13° við Kóngshól, 13,5° á miðjum firði og 14°
við landtökustaðinn. Stefna var tekin beint á
Hvanneyrarbæinn. En svo reyndist mikill útstraum-
ur í firðinum að Anna náði ekki landi fyr en úti
við Ásgarðshöfða og varð þó að synda skáhalt upp
og austur með landi til þess að verða innan við
hann. Þá var kl 11 og 25 mín. Bein lína yfir
fjörðinn þarna er 2,6 til 2,7 km., en sundið hefir
verið mun lengra, eitthvað yfir 3 km. Og þetta
synti Anna á 1 klt. og 21 mín. hvíldar- og nær-
ingar-laust, með að meðaltali 29 sundtökum á
mínútu (fæst 26, flest 30). Tíminn var tekinn á 5
skeiðklukkur.
Hér fylgir mynd af Önnu, af Hvanneyri og af
Borgarfirðinum, og er á fjarðarmyndina markaðar
línurnar: beina stefnan frá Kóngshól á Hvanneyr-
arbæinn og sú lína sem Anna mun hafa hérum-
bil synt.
Anna er, eins og áður er getið, harðdugleg
stúlka og áhugasöm. Hefir hún iðkað leikfimi —
í í. R. á meðan hún var þar félagi — og svo
Mullersæfingar auk sundsins. Nú er hún félagi í
K. R. (síðan vorið 1926).
íþróttablaðið óskar henni heilla og hamingju
bæði með þetta sundafrek sitt og þau önnur, er á
eftir kunna að fara, svo og með búnaðarnám sitt.
Töluvert af íþróttamyndum frá síðustu
Olympíuleikum og frásagnir um einstaka, merka
eða athyglisverða viðburði þar, vonar íþróttablaðið
að geta flutt á næstunni.
Noregsför I. R. 1927.
Gaman frásaga eftir „Trygga litla“.
— Dagbók —
Sunnudaginn 15. maí.
Kl. 8 áttum við að leggja af stað til Drammen,
en rélt um það leyti sem lestin á að leggja af stað,
vantar aðeins 15 stykki. Með aukabílum og hrað-
boðum tókst að koma öllum í lestin og er svo
ekið af stað.
Drammen er bær með ca. 27 þúsund íbúum.
Veðrið er fagurt eins og fyrri daginn. Það er
glaða sólskin. Þangað komum við kl. 9!/2 og tók
söngflokkur bæjarins á móti okkur með því að
syngja »Yderst mod norden«. Gottskalk Jonsson
bauð okkur velkomin með ágætri ræðu. 15 bílar
eru við hendina. Upp í þá förum við og ökum af
stað ásamt 60 Norðmönnum, sem tóku þátt í för-
inni. Þar á meðal var Gottskalk Jonsson, borgar-
stjóri Klingenberg og margir aðrir háttsettir embætt-
ismenn. I 2 tíma ókum við um nágrenni Drammen.
Síðan farið inn á Sanatorium Konnerud Kollen,
sem er ca. 7 km. frá bænum. Þar var borðað og
rak hver ræðan aðra. Fyrst talaði formaður
Drammens Turnforening, hr. Hagen, sem bauð
okkur velkomin. Þá Gottskalk Jonsson fyrir minni
fánans, sern hann sagðist hafa þá ánægju að sjá í
fyrsfa sinn í Drammen. Þvínæst talaði borgarstjórinn
fyrir minni bókmentanna og íslensku tungunnar,
og svo ótal fleiri ræðumenn. Var svo ekið til bæj-
arins aftur. Hvar sem við ókum um, stóðu börn
og gamalmenni meðfram veginum með fána í
höndunum, veifuðu og hrópuðu til okkar. Hverju
einasta mannsbarni í bænum var kunnugt um
komu okkar. Var allur bærinn fánum skreyttur.
Kl. 6 síðdegis hófst skrúðgangan. Fyrst gekk
lúðraflokkur herliðsins í bænum, þá fararstjórinn
milli tveggja íturvaxinna kvenn-fimleikakennara frá
Osló Turnforening, þá fjórir leikfimisflokkar, allir í
leikfimisfötum. Við erum 20, 26 úr kvenflokki
Drammens Turnforening og 20 karlmenn frá sama
félagi. Það var 10 mínútna gangur gegnum bæinn
út á sýningarsvæðið, og alla leiðina var þéttskipað
fólki. Er óhætt að fullyrða að 10 þúsund manns