Íþróttablaðið - 01.11.1928, Síða 1

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Síða 1
Iþróttablaðið Gefið út af Iþróttasambandi Islands. (Áður „Práttur" stofnaður af í. R.) III. árgangur. Nóvember—Desember 1928. 11 — 12. tölublað. Þingvallaglíman 1930. Þótt dagskrá Alþingishátíðarinnar 1930 hafi ekki verið birt enn þá, eru allir, sem á hana minnast, á einu máli um það, að þar hljóti að fara fram íslensk glíma og að sú glíma eigi að vera skipuð fleiri og betri glímumönnum en nokk- ur önnur glíma, sem háð hefir verið, úrvali allra slímumanna landsins. Glímumenn fá þar betra tækifæri en nokkurn tíma fyr, til þess að kynna fflímuna erlendum gestum og afla henni fylgis og vinsælda. En jafnframt hvílir á þeim þung ábyrð, að það tækifæri sé notað svo vel, að ekki verði betur. Þeir verða að sýna gestum landsins þjóðar- íþróttina af svo mikilli list og snilli, að allir hrífist af léttleik hennar og fegurð, allir sannfærist um íþróttagildi hennar. Til þess, að glíman geti farið þannig fram, þarf langan og samviskusamlegan undirbúning. Það þarf að hefjast handa þegar í stað. Það er auðvitað, að glímumenn í Þingvalla- glímunni verða að koma sem víðast að. Væri sjálfsagt að hver sýsla og kaupstaður ætti þar fulltrúa. En það er hvorttveggja að tala glímu- manna má ekki fara fram úr ákveðnu hámarki og einungis úrvalsmönnum verður fallið að koma þarna fram fyrir hönd íþróttamanna vorra. Það er því nauðsynlegt, að stjórn íþróttasambands íslands geti áður fengið nokkura vitneskju um, hve mörg- um og vel hætum glímumönnum verður á að skipa. Á Íslandsglímunni 1929 verður ágætt tækifæri td að kanna liðið. Það er því hugmynd sam- bandsstjórnarinnar, að allar sýslur og kaupstaðir á landinu sendi menn, 1 eða 2, á þá glímu, svo að nokkur samanburður fáist á glímumönnum. Að lokinni þeirri glímu er fyrirhugað að halda stutt námskeið, þar sem glímumennirnir fengju leið- beiningar og tilsögn eldri og reyndari glímumanna og betra tækifæri til æfinga heldur en heima hjá sér. Námskeiðið yrði ókeypis fyrir þátttakendur, og enn fremur mun sambandsstjórnin gera sér far um að útvega þeim ókeypis vist á meðan. Það er vafalaust, að margir Reykvíkingar tnundu vilja hýsa glímumann úr átthögum sínum um hálfs- mánaðartíma, en stjórnin þyrfti að fá að vita með nokkuð löngum fyrirvara, á hve mörgum glímu- tnönnum hún má eiga vott og nöfn þcirra. Væri og mjög heppilegt, ef henni væri bent á menn, sem líklegir þættu til þess að vilja taka við glímu- mönnunum. Glímumenn þurfa að taka til æfinga nú þegar og æfa kappsamlega í allan vetur. Væri æskilegt, að háðar væru kappglímur í hverri sýslu að vori, til þess að velja menn á Íslandsglímuna, og aftur vorið 1930, áður en endanlega verður kosið í Þingvallaglímuna. Þetta gæti orðið upphaf árlegrar kappglímu í hverri sýslu og kaupstað, og mundi það stórum auka áhuga manna á glímunni og skapa fleiri góða glímumenn heldur en verið hafa nú um hríð. Stjórn íþróttasambandsins hefur nokkuð leitað fyrir um undirtektír manna um þessar kappglímur innan sýslu og fengið ágætar undirtektir margra áhugasömustu íþróitamanna úti um land. fiefir hún góðar vonir um, að þessar kappglímur geti komist á víðast hvar. Stjórnin heitir því á öll íþróttafélög og glímuvini að leggjast nú á eitt og vinna af kappi að undirbúningi Þingvallaglím- unnar 1930, svo að hún geti frarið fram á þann veg, að hún verði land og þjóð til sóma. 25. oktðber 1928. Stjórn íþróttasambands íslands.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.