Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 6
234
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
'eÍpsson, Iþrottasfcólnrn oa sund-
'ortungur, ^
Witicuf,
í íslenskum sögum er einhvers allra fyrsta skóla j
hér á landi getið / Haukadal. Það er strax eftir j
að kristni var lögtekin hér og farið var að hugsa
til að menta innlenda presta, trúboða þjóðarinnar.
Lengi fram eftir öldum héldu síðan prestaskól-
arnir áfram að vera eiginlega einu miðstöðvarnar
þar sem nokkuð var gert að íþróttaiðkun, sem þó
með tímanum varð nær því eingöngu ísl. glíma.
Nú er hér nýhafið annað trúboð, trúboð, sem
reynsla sjálfra okkar og allra þjóða hefir sýnt, að
er alstaðar og alt af »eitf hið allra nauðsynleg-
asta«, boðskapurinn: »ræktið og fegrið líkama
yðar og barna yðar og þá mun annað gott á eftir
fara« (sbr. »Hjálpaðu þér sjálfur og þá mun guð
hjálpa þéH«)
Með andlegri og líkamlegri hnignun þjóðarinnar
þvarr líkamsmentin, en jafnskjótt og fyrstu vöku-
menn hennar íttu við henni til andlegrar og stjórn-
arfarslegrar vöknunar, tóku þeir að hugleiða hvernig
á því stæði að hún væri svo þunglamaleg, svo
dauðans lengi að átta sig, svo hætt við feilspor-
um og svo ósamtaka. En við þessu hafa menn
ekki enn fundið nein ráð, ekki fundið hver orsök-
in var, orðið að láta reka á reiðanum og sagt að
við þessu væri ekkert að gera, það væri þjóðar-
eiginleiki, þjóðarmeinsemd.
Þó er ekki svo. Þetta er veiki í þjóðarlíkaman-
um, sem stafar af margra áratuga vöntun á líkam-
legu uppeldi.
Meðal allra siðaðra þjóða hefir frá ómuna tíð
verið haldið uppi stöðugri kenslu í þessu efni fyrir
alla fullhrausta karla, til þess að þær væru færari
um að undiroka aðrar þjóðir eða verjast áníðslu
þeirra. Það var óumflýjanleg hernaðarnauðsyn að
karlmennirnir lærðu nauðsynlegustu líkamshirðing-
arreglur, lærðu að ganga rétt og sem léttilegast,
lærðu að bera sig eins og menn, en ekki apar
eða önnur dýr, og lærðu að vera sfundvísir og
samtaka. Og þótt kvenfólkið — venjulega meiri
hlufi þjóðanna — sæti heima og fengi ekki þessa
mentun, þá smituðust þær að meira og minna leyti.
Svo þegar skólaleikfimin kom til sögunnar, var
jarðvegurinn undirbúinn og þessir eiginleikar lík-
amsmenfunarinnar: að bera sig vel, að ganga létt.
að vera samtaka og stundvís, voru orðnir þjóð-
lægir. Það þurfti ekki að skerpa þá frekar, að
eins að halda þeim við og fága þá, sem alt annað.
Hér hefir frá fornu fari reynt mest á einstakl-
ingsgetuna. Hún hefir verið ræktuð lið fram af
lið og sérgæðingshátturinn. Um samtök og sam-
vinnu var ekkert hirt. Því hefir stundvísi verið al-
veg óþörf og týnst. „Eg sjálfur“, „mín þægindi“
og „þetta þykir mér gott“, það er sá hugsunar-
háttur, sem mest hefir borið á í verkum og fram-