Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 4
232 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ komið úrval leikfimisflokka frá öllum Norður- löndum. (Vísir, 28. júní 1928). Leikfimiskerfi Björns Jakobssonar. Breskt íþróttarit, Physical Education, flytur rit- gerð um leikfimiskerfi Björns jakobssonar og komu kvennaflokks Í. R. til Lundúna í sumar. Þar er fyrst skýrt frá því, að flokkurinn hafi komið frá Calais til Lundúna og K. F. U. M. þar í borginni hafi hjálpað til að koma á fót leiksýn- JR- &f-t!tlkurnzir 'íGalaiS ingu flokksins, sem boðað hafði verið til með mjög stuttum fyrirvara, en þó hafi 120 fulltrúar leikfimisfélaga komið víðsvegar að, til þess að horfa á flokkinn. Aður en sýningin hófst, var þjóðsöngur Islands leikinn, en síðan flutti Mr. M. F. Cahill svo lát- andi ræðu: »Eg hygg, að þetta sé í fyrsta sinni, sem flokkur íslenskra leikfimiskvenna heimsækir land vort, og er oss bæði ljúft og skylt að nota þetta tækifæri til að bjóða flokkinn hjartanlega velkominn og votta honum alla vinsemd. Með því að stofnað var í mesta skyndi og fyrirvaralítið til þessarar sýningar, hefur oss ekki tekist að fá hingað sendiherra Danmerkur. En hinsvegar eru hér fulltrúar frá kenslumálaráðuneyti hans hátignar (Breta konungs), frá borgarráði Lundúnaborgar, meðlimir frá leikfimisskólum kvenna í Chelsea, Dartford og frá Queen Alexrandra’s House, einnig frá Amateur Gymnastic Association og margir kennarar og nemendur, sem leggja stund á leik- fimi, og eru sumir þeirra komnir hingað um lang- an veg. I stutlu máli má segja, að hér sé saman- komnir fulltrúar allra, sem hug hafa á líkamsíþróttum, bæði áhugamenn og aivinnumenn, bæði opinberir starfsmenn og aðrir, til þess að sýna hinum ís- lensku gestum sameiginlega sóma. Þeir, sem íþróttir stunda, vita ekki af hégómlegum ríg, heldur eru þeir hafnir yfir allan þjóðaríg og sameina allar þjóðir, sem íþróttir iðka, í voldugan félagsskap. Og það er oss sérstök ánægja, að með því að heiðra hina íslensku gesti, getum vjer jafnframt sýnt dönsku þjóðinni nokkurn virðingarvott, en íþróttir standa í mikilli þakkarskuld við þá þjóð, bæði hér og í öðrum löndum.1) Því er það, að vér komum hér saman í dag. Þeir af oss, sem sáu leikfimi þessa flokks í Calais, hlakka til að sjá æfingar þeirra öðru sinni, en þeir, sem ekki komu þangað, eiga nú mikla skemtun í vændum. Kerfi það, sem sýnt verður, hefir hr. Björn Jakobsson búið til, en hann er kennari þessa flokks, og hefir aflað sér mikillar þekkingar í öðrum löndum eg telur þetta kerfi mjög vel fallið til æfinga handa kvenfólki. Vér getum vitanlega ekki fyllilega metið kerfið effir þessa stuttu sýningu, sem hér fer fram, og þess vegna þykir mér væntum að geta skýrt frá því að hr. Björn jakobsson ætlar síðar að birta nákvæma lýsingu á því, svo að vér getum því betur kynnst því, og vér munum gefa gaum að bók hans, þegar hún kemur út. En hver skoðana- munur, sem verða kann um þetta kerfi, þá erum vér öll einhuga um að fagna þessum íslensku gest- um vorum hjartanlega, og veit ég, að ég tala þar ekki að eins fyrir munn þeirra, sem hér eru, held- ur og fyrir munn allrar þjóðarinnar*. Sýningin hófst á nokkurum mjög yndislegum, óþvinguðum æfingum, afbragðsvel samstiltum, og leiknum af óskeikulli nákvæmni, án hljóðfærasláttar eða fyrirskipana. Því næst voru sýndar jafnvægis- æfingar á slá, gengu stúlkurnar fyrst einar, en síðan tvær og tvær. jafnvægisæfingarnar voru frá- bærlega vel af hendi leystar. Síðan var stokkið yfir hest, og fór það ágæflega fram. Sýningunni lauk með nokkrum frjálsmannlegum æfingum, sem einnig voru prýðilega samstiltar og 1) Hér mun átl sérstaklega við I. P. Muller, sem um margrá ára skeið hefir átt heima og starfað í London, svo og Bukh og Bertram, sem bæði eru kunn í Englandi og hafa eignast þar marga áhangendur og aðdáendur. St. Bj.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.