Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 2
2 EINING um ekki gert neitt meira barni til bjarg- ar, þá látum við það í hennar umsjá, og hennar bjargráð heppnast alltaf.“ Smám saman fór mönnum að verða það ljóst, að það var skorturinn á ást- ríki, vöntun hjartahlýjunnar og innileik móðurtilfinninganna, sem var orsök hins hryggilega barnadauða á ungbarna sjúkradeildum og stofnunum. Um 1920 mælti dr. J. Brennemann svo fyrir, að á spítala hans í Chicago skyldi hvei’t ung- barn tekið upp nokkrum sinnum á dag og því látin í té móðurleg blíða og gleðj- andi atlot. Talmud-spakmæli segir, að þar sem Guð hafi ekki getað verið alls staðar, hafi hann skapað mæður. (Eða stað- gengla mæðra, því að sérhver mann- vera, sem látið getur barni ástríki í té, getur fullnægt hlutverki hinnar raun- verulegu móður). Það er fullvíst, að ekkert skaðlegra getur hent ungbarn en að fara á mis við móðurlegt ástríki. Margvísleg rannsókn hinna síðari ára- tuga hefur staðfest þetta, hve skaðleg- ur er skorturinn á móðurlegri umönn- un og ástríki. Dr. René Spitz í New York fylgdist með tveimur hliðstæðum barnastofnunum, sem aðskildu sig þó í aðeins einu. Á annarri stofnuninni voru mæðurnar látnar annast um ungbörnin. Á hinni stofnuninni voru önnum kafn- ar hjúkrunarkonur látnar sjá um börn- in eftir að þau voru þriggja mánaða, og sá hver hjúkrunarkona um 8 til 12 börn. Árangurinn af þessum mismun stofn- ananna kom í ljós á margan hátt. Þetta var unnt að sýna með vissum mæling- um á þroskastigi barnsins — „Develop- mental Quota,“ líkamsþroska, skilnings- þroska, minnisþroska, aðlöðunarhæfni, athafnagetu og gáfnafari. Á fyrri stofnuninni, þar sem mæðurnar sjálf- ar voru að verki óx þroskastig barns- ins fljótt úr 101,5 í 105. Á hinni stofn- uninni, þar sem þroskastigið var fyrst mælt 124, fór það fljótt niður í 72 og eftir tvö ár niður í 45! Það var stað- reynd, segir dr. Spitz, að á þessum tveim árum ástríkishungurs lærði ekk- ert barnanna að tala, ganga eða mata sig sjálft. Rannsókn á 289 börnum um fimm ára tímabil, sem hafði verið komið fyrir á þessum stofnunum um eins árs skeið eða meira, leiddi í ljós, að ekkert barnanna dó á stofnuninni, þar sem mæðurnar önnuðust börnin, en á hinni stofnuninni dóu 37 af hundraði á þeim tveim árum, sem rannsóknin þar stóð yfir. Skortur á ástríki og góðu atlæti get- ur valdið líkamlegum vanþroska og kyrkingu. Læknarnir Ralph Fried og M. F. Mayer kynntu sér þetta á hæli mun- aðarlausra barna í Cleveland, sem Gyð- ingar hafa þar. Þeir urðu þar varir við mjög átakanlegar vaxtar- og þroska- truflanir meðal hinna munaðarlausu, tilfinningasljóu og ástríkissneiddu barna, sem farið höfðu á mis við nægi- lega foreldra umönnun og ástríki. Þetta vanrækta tilfinningalíf getur staðið tilfinnanlega í vegi vaxtar og líkamsþroska, en miklu tilfinnanlegri eru áhrifin þó á mótun persónuleikans og allrar hegðunar. Glæpa- og afbrota- hneigð, tauga- og geðtruflanir, aðlöð- unarskortur og margvísleg óheppileg hegðun. á að langmestu leyti rætur að rekja til óræktar og vanmótunar til- finningalífsins á bernsku árunum og skorts á nægilegu ástríki. I bókinni The Unwanted Child — Óvelkomna barnið — segir dr. Adrian Vander Veer, að „í næstum öllum myndum taugatruflana og hegðunar- vandamála barna sé orsakanna að leita til umhyggjuleysis foreldranna.“ Barnið sníður sína heimsmyndaðmiklu leyti í samræmi við sambúð sína við móðurina. I hlutfalli við það, hve elsku- spör eða ástrík móðirin er, finnst barn- inu heimurinn elskulegur eða hið gagn- stæða. Frá fæðingu er barnið búið nægi- legum hæfileikum til ástríkisþroska og jafnvægis mannlegs lífs, og af því að vera elskað lærir það að elska. Sé það ekki elskað, tekst því ekki heldur að elska. Slík börn alast þá þannig upp, að þeim veitir mjög örðugt að gera sér ljóst mikilvægi ástríkis, og þannig er inngangur þeirra í allt félagslíf og sam- búð manna mjög innantómur. Komið með gallharðan glæpamann, afbrotaungling, geðtruflunarfórnar- lamb eða „kaldan náunga“, sem svo kallast, og þar mun vera um að ræða mann, sem ákaft hefur leitast við að finna einhvers staðar þá hlýju og sam- úð og athygli, sem hann hefur farið á mis við, en þarfnast svo tilfinnanlega. Frekjuleg framkoma er í raun og veru, ef rétt skilin, ekkert annað en niður- bælt ástríki, ýmist tilraun til að fram- kalla samúð eða tilraun til að ná sér niðri á mannfélagi, sem hefur afrækt hann, vonsvikið hann, sniðgengið hann og gert hann ómannúðlegan. Bezta leiö- in til að meðhöndla uppreisnarsöm börn er því ekki sú, að beita þau strangari aga, heldur hin, að láta þeim í té ástríki. Og þetta gildir ekki aðeins varðandi börn, heldur einnig fólk á öllum aldri. Kærleikurinn á sköpunarmátt og auðgar mjög líf bæði veitandans og þiggjandans. Hann er hið eina í veröld- inni, sem enginn getur gefið neinum af of mikið. Ekkert getur komið í stað þeirrar ögunar, göfgunar og festu, sem ómenguð mannelskan býr yfir. Hún get- ur aldrei tálmað, skaðað né spillt, held- ur aðeins orðið til góðs. Vísindamenn nútímans eru að upp- götva það, að lifa eins og lífið og kær- leikurinn séu eitt, sé ómissandi, sökum þess, að það er sú lífstjáning, sem með- fætt manneðli krefst. Þessi sannindi eru engin nýjung. En það sem nýtt er við þetta, er það, að nútímamaðurinn á að uppgötva vísindalega þann sannleika, sem fólginn er í fjallræðunni og hinni gullnu reglu. Ekkert er mannlegri veru, né mannkyninu í heild, þessu mikilvæg- ara. * -K * Lögmál hinna réttlátu Fyrir nokkru hlustaði ég á tal manna um einkennileg málaferli. Þá minntist ég þess, sem skrifað er um Abraham Lincoln. Á þeim árum, er hann stundaði lögfræði, kom til hans maður nokkur og bað hann að sækja fyrir sig 600 dollara í hendur ekkju, sem hann þóttist eiga hjá þessa peninga. Þegar Lincoln hafði hlustað á sögu mannsins um þetta, sagði hann hægt og rólega: Þótt ég vilji ekki taka þetta verk að mér, getur þú sjálfsagt heimtað þessa peninga af ekkjunni, samkvæmt hinum skráðu landslögum, en til er annað mik- ilvægara lögmál og ég ráðlegg þér að lúta því lögmáli og láta ekkjuna í friði. Þessu lögmáli lúta göfuglyndir og sannréttlátir menn, en margir sjá allt í gegnum krónu eða dollar og gleyma þá hinu æðsta boðorði réttlætisins. Pétur Sigurðsson. X- >f >- Godtemplarbladet er málgagn Stórstúku Noregs. Ritstjóri þess er Einar Döhl, rithöfundur. í ritstjórn- argrein hlaðsins 6. febrúar 1963 er fyrst vikið að því, að árum saman hafi það orðið að venju að tala um 40,000 áfengissjúklinga í Noregi. Svo er þar vitnað í blaðið Alko- holikeren, sem telur nokkurn veginn full- víst, að áfengissjúklingarnir í landinu séu um 100,000, þar af 20.000 konur. Af þess- um bundrað þúsundum muni um sjö hundr- uð vera tæringarveikir. Á bverju ári bætasl við, segir blaðið, fjögur þúsund ný lilfelli, ofdrykkjumenn, sem leita til áfengisvarna- nefndanna eða eru skrásettir þar. Getur nú nokkurt fullvita mannfélag hald- ið áfram að rækta sjúkdóma og ólýsanlegt böl á þenna bátt, með áfengissölunni? Af einhverju öðru en viti og skynsemi stjórn- ast slíkt mannfélag.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.