Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 4

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 4
4 EINING Gísli Sigurgeirsson 70 ára Ritstjóri Einingar hefur orðið var við það nú um skeið, að vinir lians og samfcrða- menn eldast engu síður en hann. Þeir hafa nú nokkrir verið sem óðast að fika sig upp í hin efri þrep aldursstigans. Einn þeirra er Gísli Sigurgeirsson í Hafnarfirði. Sá mað- urinn, sem einna mest samstarf hefur átt við hann, bæði á sviði bindindis og kirkju- mála, og kynnst honum og hans ágæta heimili öðrum fremur, séra Kristinn Stef- ánsson, skrifaði prýðiiega grein í Morgun- l)laðið 1. marz sl. um Gísla sjötíu ára. Þar sem mér var ljóst, að ekkert betra gat ég boðið honum, fékk ég leyfi séra Kristins til að birta hér í blaðinu grein hans, og læt mér því nægja, að flytja Gísla og fjölskyldu hans alúðar lieillaóskir og beztu þakkir fyrir áratuga vináttu og sam- starf. Fer þá hér á eftir grein séra Krist- ins Stefánssonar: 8ÍMINN líður. Fyrir 39 árum lágu leiðir okkar Gísla Sigurgeirssonar fyrst saman á fund í góðtemplararegl- unni. Um nánari kynni varð þó frekar lítið um skeið. En tvo síðustu áratug- ina hefur samstarf okkar verið mjög náið, svo náið, að ég hef stundum kallað heimili hans mitt annað heimili, og fer fjarri því að það sé nokkurt öfugmæli. Mjög væri því freistandi að skrifa ítarlega um þennan ágæta vin minn á þessum tímamótum í lífi hans, þegar það er orðin tízka í landi voru, og lög þó, að heimilt sé að taka starfið frá mönnum á þeim aldri — leggja þá til hliðar. En í stað þess verður þetta að- eins stutt afmæliskveðja. Gísli er borinn og barnfæddur Hafn- firðingur, fæddur 1. marz 1893, og hef- ur alið þar allan aldur sinn. Foreldrar hans voru merkishjónin Sigurgeir Gíslason, verkstjóri, og síðar sparisjóðsgjaldkeri, mikil bindindis- hetja og kirkjuvinur, og Marín Jóns- dóttir, yndisleg kona og móðir. Veit ég, að Gísli telur það verið hafa mikla ham- ingju lífs síns að alast upp á fyrirmynd- arheimili, þar sem fagrar dyggðir mót- uðu allan heimilisbrag og sáð var heil- brigðum frækornum í ungar sálir. Og eplið féll heldur ekki langt frá eikinni. Gísli fetaði trúlega í fótspor föður síns. Hann gekk ungur í Flens- borgarskólann og lauk þaðan prófi. — Á sumrum stundaði hann vegavinnu víða um land hjá föður sínum og var síðan sjálfur lengi verkstjóri. En nú um tvo áratugi hefur hann verið starfs- maður á skrifstofu Hafnarfjarðarbæj- ar og er nú jafnframt heilbrigðisfull- trúi bæjarins. Vel ætla ég að Gísli hafi rækt skyldustörfin, því að bæði er hann verkmaður og myndvirkur og snyrti- mennskan honum í blóð borin. Hitt er mér þó kunnara, að hann á ýmis hugðarmál, sem hann hefur lagt mikla alúð við og fórnað miklu starfi, enda unnið ómælt gagn. Ber þar hæst tvær hugsjónir, hugsjón kristinnar trú- ar og bindindishugsjónin, en hann ann báðum heilshugar. Gísli gekk barn að aldri í stúkuna Morgunstjörnuna í Hafnarfirði og hef- ur lengi verið einn af aðal forystumönn- um hennar, og um áratugi í framvarð- arsveit íslenzkra templara. Hann átti sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands meira en tvo áratugi, og ávallt reiðubúinn til að þoka fram merki regl- unnar og bindindismálsins, ef færi gafst. Vel kann hann til verka í félagsmála- baráttunni, fróður um þá hluti, vel máli farinn og ósérhlífinn, einlægur og brennandi í andanum. Sannarlega hefur hann ávaxtað trúlega arfinn úr for- eldragarði. Samstarf okkar Gísla er orðið nokk- uð mikið í góðtemplarareglunni, og þar kynntist ég fyrst áhuga hans og starfs- hæfni. En samstarf okkar hefur þó ekki ver- ið síður náið í Fríkirkjusöfnuðinum í Hafnarfirði nú hátt á annan áratug. Allan þann tíma, og lengur þó, hefur Gísli verið í stjórn safnaðarins, alltaf staðið á söngpalli og oftsinnis annazt orgelleik við guðsþjónustur, er á milli hefur borið. En Gísli ann mjög hinni svásu list söngsins eins og fagurri hljómlist yfirleitt. Ég get ekki lokið þessari afmælis- grein án þess að minnast heimilis af- mælisbarnsins og þakka fyrir mig liðna tíð, en líkt hið sama veit ég, að margir vildu nú gera. Á heimili hjónanna Gísla Sigurgeirssonar og frú Jensínu Egils- dóttur að Strandgötu 19, ríkir jafnan glaðværð og þar er gestrisni og rausn svo mikil og einlæg, að öllum hlýtur að líða þar vel. En húsbóndinn á þar ekki einn hlut að máli. Þáttur húsfreyjunn- ar er þar sízt minni. Gísli Sigurgeirsson skildi það þegar í æsku, og öll reynsla hans hefur stað- fest það, að „ . . . allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk.“ Sá, sem lifir og starfar í þeirri trú, hefur ekki til ónýtis lifað. Ég óska afmælisbarninu, fjölskyldu hans og ástvinum, heilla og blessun á þessum merkisdegi og um ókomin ár. Kristinn Stefánsson. -k -)< -x J4,;(í inn i un Alsæll hér, eg einskis spyr. Opnar standa himins dyr. öll í birtu eilífðar unaðsveröld ljómar þar. Allt er burt, sem blindar sál, blekkingar og fánýtt prjál. Veröld Guðs er himinhá, hafið bjart og fjöllin blá, iðjagræn er grund og hlíð, geislum hellir sólin blíð yfir jörð og moldarmor, mannsins gyllir sérhvert spor. Vítt til allra átta sér, allt er stórt og dýrðlegt hér. Þegar skyggir ekkert á, undrið mikla guðsbörn sjá. Öll sú dýrð um eitt ber vott: Allt er verk Guðs „harla gott.“ Pétur Sigurðsson. Hœtta velgengninnar. Happasælu hyggindin höndla flest hið góða, en varasama velgengnin veldur falli þjóða.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.