Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.04.1963, Blaðsíða 3
EINI NG 3 Ritstjörn blaðsiðunnar: Guðmundur Þórarinsson og Einar Hanncsson. ^s'dul’in íögcjœzícL Alkunna er, hve skemmtanahald hér á landi er allt of víða með þeim hætti, að til stórskammar er. Drykkjuskapur og annar ósómi, sem oftast fylgir í kjöl- far óreglu, er látin viðgangast. Ekki þarf að taka það fram, þegar svo er ástatt, hve mikil hætta þegnum þjóð- félagsins, ekki sízt þeim ungu, er búin af þessu ófremdarástandi. Mörgum er það löngu ljóst, að tiltölu- lega auðvelt er að koma í veg fyrir að þessir hlutir gerizt eða afmá spellin, ef vilji væri fyrir hendi hjá þeim, sem fara með þessi mál og gildir það bæði um þá, sem standa fyrir samkomuhald- inu og opinbera aðila, svo sem lögreglu- yfirvöld. Það er þess vegna krafa ÍUT til op- inberra aðila, að þeir láti fylgjast betur með dansleikjum og útisamkomum, en gert hefur verið, og halda uppi fullri löggæzlu, og gæta þess í hvívetna að skemmtanir fari fram með fullu vel- sæmi. — Þá skorar ÍUT á sömu aðila, að þeir komi í framkvæmd þeirri skyldu, að ungt fólk beri nafnskírteini, svo auðvelt sé að ganga úr skugga um aldur þess, þegar þörf krefur. )t )f >t Daníelsher heimsækir Vík í Keflavík Stúkurnar Daníelsher og Vík hafa árlega um mörg undanfarin ár skipst á heimsókn- um. Þriðjudaginn 12. febrúar sl. fór 47 manna hópur Daníelshers-félaga í heimsókn til Víkur, sem fagnaði þeim hið bezta. Stúk- urnar höfðu saman ágætan fund með góð- um atriðum. ■— Ánægjulegt var að sjá að fyrir Keflvíkingum voru sóknarprestur og forystumenn kennara. Veitingar voru hinar rausnarlegustu og siðan stiginn dans af miklu fjöri. -— Báðar stúkurnar eiga margt ungra félaga innan sinna vébanda. Virðast þær hafa fullan hug og skilning á, að miða starf sitt við hæfi ungs fólks. Ánægjulegt var að sjá hve unga fólkið skemmti sér vel og prúðmannlega. Eru ekki einmitt slíkar heimsóknir kjörnar til að laða að bind- indishreyfingunni. Slíkar samkomur sýna einkar vel þann reginmun, sem er á siðlegum skemmtunum og hinum, þar sem áfengið flæðir um allt og ruddaskapur og alls konar siðleysi vex og dafnar til mikils háska og vansa fyrir þjóð vora. — Óhætt er að fullyrða að heimsóknir þessara stúkna eru þeim báðum til gagns og gleði á margan hátt. í IJ T 5 ára Hinn 24. þessa mánaðar verða fimm ár liðin frá því að sambandið íslenzkir ung- templarar var stofnað. ÍUT var stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1958. Um stofnun þess má m. a. finna eftirfarandi upplýsing- ar í blaði samtakanna, Sumarmálum, er út kom það sama ár. Suinardaguriiin fyrsti hefur lengi verið tákn gróðurs og gjafa, og er sérstæður liátíðisdagur í þjóðlífi ís- lendinga. Undir fánum hlýddi fólkiS (við Gt-liúsið) á hvatningarorð séra Árelíusar Níelsson- ar, en gekk síðan í virðulegri skrúðfylkingu til Dómkirkjunnar, eldra fólkið með ein- kenni sín, ungmenni með fána. Dómkirkjan hinn virðulegasti helgidómur borgarinn- ar breiddi bókstaflega faðminn móti hópn- um, sem mátti sannarlega kalla gróanda þjóðlífsins þessa stund. Fánaberar, piltar og stúlkur, tóku sér stöðu öðrumegin í kór- dyrum, altarið og kórinn blómum skreytt myndaði fallegan bakgrunn við hátíðleg andlit og liljóðar bænir. / helgu skrauti frá skauli morgun- rofians kemur dögg æskulýös þíns til þín (Sálmur 110) var inntakið í predikun séra Árelíusar. Benti hann á, hvernig hjartahreinleiki unga fólksins ætti að endurspegla dýrð Guðs líkt og gróðurdöggin glitrar í fegurð himins- ins meðan hún veitir öllu þrótt til vaxtar og lífs í samstarfi við sólskinið. „Pannig ætti starf íslenzkra ungtemplara að vera“, sagði hann. Guðsþjónustunni var útvarpað og kirkjan full af fólki, þar á meðal biskup íslands, og flestir forystumenn í röðum góðtemplara. Siguröur Jörgensson formaður undirbúningsnefndar setti síð- an þingið og bað stórtemplar Benedikt S. Bjarklind að taka við fundarstjórn, en hann skipaði þá Porvarð Örnólfsson og Guðmund Þórarinsson ritara. Sambandsþinginu lauk með því, að hinn nýkjörni formaður ís- lenzkra ungtemplara, séra Árelíus Níelsson, flutti lokaorð og þakkir til ailra, sem hlut áttu að þessari ánægjulegu sambandsstofn- un, sem allir báðu lengi lifa.“ ->f- IJngfrúin ætti að vita Kærleikurinn var umræðuefnið í skólan- um. Kennarinn — ungfrú — spurði börnin hvort þau vissu, hvað væri kærleikur. Jón litli svaraði: — Pað er að kela. — Hvað er það? spurði kennarinn, að kela? Ó, það ætti ungfrúin að vita bezt sjólf, svaraði Jón litli. -X— Latur maður Hann Bjössi er só latasti maður, sem ég hef kynnst. — Er það hái maðurinn? — Það veit ég ekki, ég hef aldrei séð hann standandi á fótunum. Fundur stúkunnar Daníelsher í Hafnarfirði. Stúkan Vik í Keflavík er þar í heimsókn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.