Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 2

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 2
2 SI N I N G %U\I J. JOHIVSEIV „Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast". St. G. St. Satt er þetta alltaf um hina sterku og traustu menn. — Ekki grunaði okk- ur, vini hans, er við sendum Árna J. Johnsen heillaóskir okkar á sjötugsaf- mæli hans 13. október 1962, að þessi sterki maður félli svo fljótt, en nú er hann skyndilega horfinn úr hópnum og genginn til feðra sinna. Við kveðj- um þar minnisstæðan samferðamann, og við bindindismenn munum sakna þess að sjá hann ekki framar á þing- um okkar og fundum. Bindindisstarfið var eitt af hans helztu áhugamálum og því vildi hann allt gagn vinna og spar- aði þar ekki krafta sína. Þeir menn verða okkur jafnan kærir, sem rétta fram hlýja og sterka hönd til vináttu og samstarfs. f nóvemberhefti blaðsins 1962 er all- ítarleg grein um Árna J. Johnsen sjö- tugan, og þar sem svo stutt er síðan, verður það mál ekki endurtekið hér. Þar er rakin ætt hans að nokkru leyti, æviferill og athafnalíf. Handtök hans voru víða sterk og góð. Við samherj- ar hans í bindindisstarfinu þökkum góða liðveizlu hans, og við vottum hans nánustu syrgjendum innilega samúð okkar, söknum vinar og samherja og blessum minningu hans. Pétur Sigurðsson. Á TTRÆÐ Guðrún Sigurðardóttir ESKIFIRÐI Þetta merkisafmæli átti frú Guðrún 7. apríl sl. Blaðið er því nokkuð seint á sér með heillaóskirnar til hennar, en þær á hún þó vel skilið og það, að mynd hennar geymist í Einingu. Þegar ég á árunum laust eftir 1930 lifði eitt af mínum skemmtilegu ævintýrum og setti næstum allt á annan endann í Eski- firði með nokkrum fyrirlestrum og stofn- aði þar stúku með 70—80 félögum, þá var frú Guðrún þar framarlega í hinni áhuga- sömu fylkingu. Aldrei mun ég gleyma þeim móttökum, sem ég fékk hjá blessuðu fólk- inu í Eskifirði, en ofurlítinn skugga ber þar þó á, því að oft hef ég haldið síðan, að það hafi orðið fyrir vonbrigðum með mig. Ég er með þeim ósköpum fæddur, að ég hef það til að hneyksla fólk, segja eitt- hvað í ræðum mínum, sem því fellur illa, og þá dregur ský fyrir sólu. En eitt er víst, að valinn hópur var það samt, sem hélt tryggð við málefnið, og meðal þeirra var frú Guðrún, sterk, heil og ósvikin, eins og við önnur góð málefni, kirkju og krist- indóm og fleiri, sem hún hefur unnað og aldrei brugðist. Meðal snjöllustu samherjanna í Eskifirði voru þá menn eins og Ólafur H. Sveinsson, sem seinna tók þó að sér að úthluta áfeng- inu, og svo hann Árni minn Helgason, sím- stjóri í Stykkishólmi, sem alls staðar er fjörgjafi félagsmála. Hann var enn kunn- ugri frú Guðrúnu Sigurðardóttur, en ég og hann sveikst ekki heldur um að minn- ast hennar á áttræðisafmælinu, og gjarn- an vildi ég hafa ráð á að birta hér alla grein hans, eins og hún er í Morgunblað- inu, en til viðbótar því, sem þegar er sagt, yrði það of langt mál, en hér eru smá glefsur: „Og eitt er víst: Hún Guðrún á Bakka stóð fyrir sínu. Dugnaður hennar að hverju sem hún gekk, var slíkur, að það var sannkallað dauðyfli, sem ekki fór af stað. Léttleikinn, fjörið og ákveðnin var slík, að menn tóku eftir því. Guðrún þekkti það vel að ekki svarar kostnaði að geyma til morguns það sem hægt er að gera í dag. Þess vegna urðu dagstörfin kannske nokk- uð löng og ekki alltaf lagzt til hvíldar mjög snemma, og stundum hafði maður það helzt á tilfinningunni að Guðrún yrði aldrei þreytt. Hve mörg skyldu þau vera, hlut- verkin, sem hún Guðrún er búin að leika á sviðinu heima á Eskifirði, og hversu mörg eru ekki þau gerfi, sem hún hefur komið fram í til að skemmta fólkinu. Hana munaði svo lítið um að bregða sér úr gervi huggulegrar ungmeyjar í Grasa- Guddu, og allt lék í höndunum á henni. Þá spillti söngröddin ekki meðan hún var í fullum blóma .... í Góðtemplarareglunni vann hún mikið og gott starf. Hún var lengi æðstitemplar stúkunnar Björk í Eskifirði, og hélt vel á því starfi. Röggsöm og réttlát stýrði hún fundi og undir hennar stjórn mun merki Reglunnar í Eskifirði hafa gnæft hæst, enda áhuginn þar hreinn og tær. Frá því starfi á ég mínar helgustu minningar úr heimahögunum, og mun seinna gera þeim minningum betri skil. Eskifjarðarkirkja naut og starfskrafta hennar allt frá því að hún kom til Eski- fjarðar um aldamótin, og nýtur þeirra enn, þó í öðrum mæli sé. Um 60 ára skeið var hún einn aðal söngkraftur við allar guðsþjónustur og helgiathafnir, og aldrei hef ég heyrt að hana hafi vantað, er hringt var til tíða. Hennar ágæta söngrödd hljóm- aði um kirkjuna og lyfti hugum til hæða. Guðrún gerði meira fyrir kirkjuna. Hún var í fylkingarbrjósti að stofnun félags- ins Geislinn, sem hafði það veglega hlut- verk, að prýða kirkjuna og umhverfi henn- ar, og viðhalda kirkjugarðinum. Og kirkju- garðurinn er þannig, að hann vekur athygli vegfarenda er þeir aka til Eskifjarðar, og eins ef þeir koma á skipi. En garðurinn umhverfis húsið hennar Guðrúnar er ef til vill sterkasta vitnið um handbrögð hennar. Hann segir á und- urfagran hátt sögu, sem ekki verður nokk- urn tíma betur sögð. Þar speglast lífsrót Guðrúnar skærast. Mörgu mætti hér við bæta, en það skal ekki gjört. Og þó — ég kemst ekki hjá að minnast þess í fari Guðrúnar, sem ef til vill gerir hana veg- legri í mínum huga, en það er fórnfúst starf fyrir börnin, sem hún átti lengi þátt í með sunnudagaskólanum heima, og svo í starfi hennar í barnastúkunni Bjarkar- rós, þegar hennar liðsinnis var leitað. Hún vissi alltaf hvað bezt var að tala um við börnin og þau skildu hana svo vel.“ Við þenna fagra og góða vitnisburð Árna Helgasonar, bæti ég svo aðeins beztu kveðjum mínum, heillaóskum og þakklæti fyrir hin góðu kynni og fyrir gott og vel unnið starf. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.