Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 12
12 EINING Vingjarnleg orð „Þú ert umhyggj usöm og elskuverð kona. Ekki veit ég, hvernig ég kæm- ist af án þín“, sagði hann morgun einn um leið og hann fór til vinnu sinnar. Hún gleymdi striti því og erfiði, sem ávallt fylgir innanhússstörfum og söng meðan hún var að laga til í húsinu eftir morgunverðinn, og meðan hún sópaði tröppurnar söng hún svo hátt, að ná- grannakona hennar heyrði það og fór einnig að syngja. Þetta heyrði slátraradrengurinn, sem gekk framhjá og einnig hann fór að syngja. Þannig barst gleðin frá hjarta til hjarta einungis af því, að maðurinn hafði talað hlýleg orð til konu sinnar. Hlýleg orð eru eins og litlir útsendir englar. Vingjarnlegt orð getur rofið skýin, sem hjúpa hjartað og greitt ljósgeisl- anum veg þangað inn. Vingjarnlegt handtak getur frelsað sál frá örvæntingu. Góður lyfseðill Sjúklingur mikilsmetins læknis, sem nú er látinn, segir eftirfarandi frásögu um hann: „Dag nokkurn, þegar mér fannst ég vera mjög lítilf jörleg, heim- sótti ég hann. Ég var orðin slæm á taug- um, vegna of mikils erfiðis að undan- förnu. Þegar ég hafði sagt honum frá erfiðleikum mínum og þjáningum og hann hafði spurt mig nokkurra spurn- inga, sem ég hafði svarað, sagði hann vinsamlega, en þó með djúpri alvöru: „Frú, þér eigið að lesa í Biblíunni!“ „Hvað segið þér, herra læknir?“ hróp- aði ég undrandi. „Já, frú mín góð, farið þér heim til yðar og lesið í Biblíunni yðar í einn klukkutíma daglega“, endurtók þessi mikli maður vinsamlega en ákveðið, „og komið svo aftur eftir mánaðar- tíma“. Ég varð mjög gröm í fyrstu. En svo fór ég að hugsa að ég gæti þó reynt þetta. Þetta var óneitanlega ódýrt meðal. Ég hafði lesið í Biblíunni þegar ég var unglingur, en veraldlegar áhyggjur og sorgir höfðu valdið því, að ég lagði Vingjarnlegt bros getur stöðvað tárið í auganu. Send slíka engla út frá þér. Ef vinnukonan leysir verk sitt vel af hendi, þá segðu að það sé vel gert. Ef barnið er duglegt í skólanum, þá hikaðu ekki við að viðurkenna það í orði. Það hvetur til enn meiri ástund- unar. Hafi ræða prestsins verið góð, máttu gjarnan segja honum það. Hann verður ekki dramblátur af því. Lát það ekki bíða, unz móðir þín er lögst í gröfina, að þakka henni það, sem hún hefur verið þér. Segðu henni það nú, meðan hún lifir. Þegar hún er dáin, þarfnast hún ekki framar upp- örfandi orða þinna. Hvers vegna er það miklu erfiðara að tala viðurkenningarorð til hinna lif- andi, en að tala um þá dána. Áhrif vin- gjarnlegra orða eru ekki léttvæg. Þvert á móti, þau eru eins og dúfan hans Nóa, þau munu koma aftur að kvöldi og færa með sér ný olíuviðarblöð. Endursagt úr „Frækorni". Ekki hafði ég lesið þessa litlu grein: Vingjarnleg orö, þegar ég á yngri ár- um mínum skráði eftirfarandi ljóð. Stráðu blómum á veg þeirra sem lifa. Stráðu blómum á braut hvers, sem þjáist af þraut, jafnvel þótt ekki krafan sé troðin og full. Það er hjartanu kært, allt sem frið getur fært, þó að fái ekki ölmusu — silfur og gull. Aðeins bros, sem er milt, getur fögnuði fyllt hjarta ferðlúins, þurfandi beiningamanns. Það er geisli, sem nær frá því hjarta, sem hlær, inn í hálfdimmt og kuldalegt sálardjúp hans. Aðeins orð, sem er hlýtt, getur gremjuna þítt, sem að grær þar, er samúð og vinsemd ei fæst, verið sætleikur sál, hjartnæmt huggandi mál, eins og himindögg þeim, sem er örvilnan næst. Aðeins handtak, sem ber eitthvað hlýlegt með sér, getur heillað þá sálu, er vináttu kýs, yljað huga og önd, skapað bræðralags-bönd, einnig brætt allan vonleysis kulda og ís. Aðeins örlítið ljóð vekur öfluga þjóð, verður ylríkur geisli á þjóðlífsins braut, hefur lífgandi mátt til að lyfta því hátt yfir lamandi hugleysi, kvíða og þraut. Ef þú átt eitthvað til, sem að Ijós, líf og yl getur leitt inn í hjarta þíns samferðamanns, skaltu fórna því meir, því, er maðurinn deyr, verða margir, sem blómskreyta kistuna hans. Pétur Sigurðsson. hana til hliðar og ég hafði hvorki lesið Guðs Orð né beðið í mörg ár. Þegar ég fór að hugsa um þetta, fékk ég samvizkubit og ég ákvað því að fara eftir ráðleggingu læknisins og gjörði það einnig dyggilega. Þegar mánuðurinn var liðinn, var ég aftur á biðstofu læknisins. Hann tók brosandi á móti mér og sagði: „Ég sé að þér eruð hlýðinn sjúklingur! Finnst yður nú að þér þurfið á öðru lyfi að halda?“ „Nei, herra læknir", svaraði ég, „nú finnst mér að ég sé eins og önnur manneskja. En hvernig vissuð þér að ég þurfti einmitt á þessu að halda?“ Þá tók læknirinn í hönd mína og leiddi mig til skrifborðsins þar sem opin Biblía lá og sagði með djúpri al- vöru: „Frú, ef ég léti hjá líða að lesa í þessari bók, þó ekki væri nema einn dag, þá mundi ég glata hinni eiginlegu uppsprettu krafta minna og elju. Ég framkvæmi aldrei uppskurð, nema ég lesi fyrst í Biblíunni minni. Ég sá að þér þörfnuðust ekki lyfja, heldur utan- aðkomandi uppsprettu kraftarins. Og þess vegna gaf ég yður þann lyfseðil, sem hefur verið mér sjálfum til hjálp- ar og ég vissi að mundi hjálpa yður“. „Samt sem áður verð ég að játa, herra læknir, að ég var ekki fús til þess í fyrstu, að nota hinn óvænta lyfseðil yðar“, sagði ég. „Það eru ekki margir sem eru fúsir til þess að notfæra sér hann“, sagði þessi eðallyndi maður. „En það eru mörg tilfelli í starfi mínu, sem ekkert mundi koma að betra haldi, en ef ég gæti fengið sjúklinga mína til þess að fylgja þessu ráði“. Herópið. □ Hreiður keppinautar guðs Einhver hefur sagt, að þegar Guð hjó manninum aldingarð, liófst djöfullinn handa að reisa borg. Borgir af vissri stærð, eru sannarlega skemmtilegir menningarreitir, en fæstar horgir hafa verið lausar við illkynjuð graftrarkýli. í þeim finnast venjulega hin verstu glæpamannabæli. í New York-borg eru framin 10 morð á viku, 508 morð árið 1962. Þar af voru 131 kona, yfir 30 giftar. Flest eru morðin framin á laugardögum. 31 maður myrti konur sínar og 10 konur myrtu menn sína. Lögreglunni tekst að upp- lýsa yfir 90 af hundraði morðanna. Flest eru morðin framin í reiðiköstum og æs- ingarástandi. — Spámenn ísraels töluðu um liina „blóðseku“ borg og Jesús grét yfir Jerúsalem. Myndi hann gráta yfir horgum þessarar aldar, og myndu spámenn kalla þær „blóðsekar" horgir?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.