Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 6
6 EINING Hinn ungi afbrotalýður Umrœðuefni ríkisstjórna og á alpjóðavettvangi ., A f ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Þetta hefur jafnan þótt sí- gild setning og er hún oft á vörum manna. Hið sama er að segja um þessa: „Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera“. Afbrota- og glæpafaraldur meðal ungu kynslóðarinnar er orðið alvarlegt vandamál margra þjóða. Ríkisstjórnir láta það til sín taka, og svo er einnig um Sameinuðu þjóðirnar. Hvers vegna hegða æskumenn sér svo illa? Upp úr hvaða jarðvegi eru þeir runnir? Hvaða uppeldi hafa þeir fengið? Hvaða leiðsögn hafa foreldrar, skólar og bókmenntir veitt ? Hefur upp- skeran á þessu sviði ekki orðið sam- kvæmt því, sem til var sáð? Þekkist ekki menning eldri kynslóðarinnar af ávöxtum hennar — ungu kynslóðinni? „Sá hefur meiri synd, sem ofurseldi mig þér“, sagði meistarinn. Æskumenn eru sekir, en meiri er þó sekt þeirrar kynslóðar, sem ofurseldi æskulýðinn siðferðilega sjúku aldarfari. En hvað skal svo til ráða? Tekst að uppræta illgresið? Tekst að snúa ung- um afbrotamönnum inn á veg dyggða og löghlýðni? Hvaða kraftar eru þess megnugir ? Enginn vandi er að spyrja þannig, mikill vandi að svara, og sennilega rétt- ast að svara ekki, heldur leggja þessar alvarlegu spurningar upp í hug hvers manns, honum til alvarlegra hugleið- inga. Tvisvar hafa verið haldnar ráðstefn- ur á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að ræða glæpavandamálið. Fyrri ráðstefnan var í Genf árið 1955. Hin seinni í London í ágúst 1960. Þar komu saman réttarsérfræðingar, lögreglu- þjónar og löggæzlumenn, fangaverðir, lögfræðingar, dómarar, starfsmenn fé- lagsmálaþjónustu frá 50 löndum. Eitt af aðalumræðuefnunum voru afbrot og glæpir ungmenna víðs vegar um heim. Hvernig þessu sé háttað og hvers kon- ar ráðstafanir þjóðir geri til þess að verjast þessum ófögnuði. Fréttir hefur undirritaður ekki feng- ið af þessu þingi, en ætlunarverk þess nægir til að sýna umfang og alvöru vandamálsins. Þá skýrðu blaðafregnir frá því haustið 1960, að afbrotafarald- ur ungmenna yrði til umræðu og með- ferðar í þremur ráðuneytum norsku rík- isstjórnarinnar, og norsk blöð birtu furðulegar fréttir um ástandið í ýmsum löndum. I geysiáberandi yfirskrift voru þessar setningar í sænsku dagblaði: „Ein milljón barna fyrir dómstólana. Sænskt vandamál: Kynferóisafbrot, áfengi, eiturvörur“. Færi fram eins og nú horfir í Banda- ríkjunum, mundi ein milljón barna koma þar fyrir rétt árið 1965. I einu blaðinu segir, að glæpir og afbrot ung- menna hafi mjög aukizt í mörgum löndum árin 1958 og 1959. Aðeins í New York borg hafi morðum og ásett- um manndárpum af völdum ungmenna á aldrinum 16—20 ára fjölgað um 36,7 af hundraði á þessum árum. Og árið 1958 voru 32,1 af hundraði slíkra glæpa í London framin af börnum og ungl- ingum á aldrinum 8—20 ára. f Svíþjóð hafa kynferðisafbrot og þjófnaður ver- ið sex sinnum fleiri meðal ungmenna en fullorðinna síðustu árin. Nefnd eru nokkur fjarlæg lönd, svo sem Indland, Burma, Pakistan, Vietnam, Filippseyj- ar, Nigería, Eþiópía, þá Mið-Ameríka og Afríka sunnan Sahara, sem öll stríði við þetta sama vandamál. Betra er ástandið sagt í Frakklandi, Spáni, ftalíu, Argentínu, Sviss, Belgíu og Canada. f Bankok, höfuðstað Thailands, fjölg- aði afbrotum og glæpum um 230% á fáum árum úr 42.276 í 139.618. I Japan fjölgaði afbrotum ungmenna um 20 af hundraði á árunum 1950—1957, í Kóreu 1956 og 1957 um 42 af hundraði. Rannsókn meðal háskólastúdenta bæði í Osló og Uppsölum varðandi alls konar minniháttar afbrot, svo sem ölv- un við akstur, smáþjófnað, ósiðsemi og fleira, leiddi í ljós heldur leiðinlega út- komu. Ekki er langt síðan að birtur var í blaðinu Einingu alllangur og ískyggi- legur listi um afbrot ungmenna. Næst- um allt var það tekið úr fréttum ís- lenzkra dagblaða allra síðustu árin, og lítið hefur skipt um til batnaðar síðan. Sumarið 1960 birti Tíminn frétt með svofelldri yfirskrift: „Jj6 innbrot á 7 mánuðum“. Aðallega voru þarna þrír ungir menn að verki, tveir tvítugir og einn 23 ára. „Stolnar fjárupphæðir voru samtals næstum 100 þúsund krón- ur“. „Fimm piltar stela 30 þús. kr.“ var sagt í Morgunblaðinu 16. ágúst 1960. Piltarnir voru á aldrinum 15—18 ára. Er hér ekki þörf á að lengja þenna lista. Það er sama sagan og annarra þjóða, vandamál almennings, ríkis- stjórna og alþjóðasamtaka. Mjög oft er áfengisneyzla samfara þessum afbrotum. Sænska fræði- og vísindaritið Alkoholfrágan flytur all- ýtarlega ritgerð um rannsókn, sem kennaraskólakennarinn Stig Bernes framkvæmdi í Kalmar í Svíþjóð, til þess að komast að raun um, hver væru kynni æskumanna, og þá sérstaklega námsfólks, af áfengisneyzlu. Bæði barnaverndarnefnd og skólastjórnin Vígður biríd.in.clism.arLnaskó[i í Danmörku Einn merkasti viðburður í sögu bindindismanna í Danmörku er sá, að 25. maí sl. var vígður þar glæsilegur skóli bindindismanna, búinn miklum og góðum húsakosti, og hefur skólanum verið valinn sérlega fallegur staður í miðju Jótlandi. Bindindisheit er ekki sett sem skilyrði námsdvalar í skólanum, en þar á æskulýður, hvaðan sem er á Norður- löndum og jafnvel víðar að, að geta notið góðrar fræðslu um bindindi og áfengismál. Skólastjórinn, Verner Jensen og frú hans er valið fólk á bezta aldri, veraldarvant, velmenntað og þjálfað í margvíslegum fé- lagsstörfum og menningarmálum. Frá þessu og skólanum var sagt nokk- uð ítarlega í maíblaði Einingar 1962 og verður því ekki endurtekið hér. Áreiðanlega er Einingu óhætt að færa dönskum bindindismönnum alúðar heillaóskir frá samherjum þeirra í íslandi, í sambandi við vígslu þessa skóla. Vonandi eiga íslenzk ungmenni eftir að kynnast honum. Ritstjóri blaðsins hefur átt marga ánægjustund meðal bindindismanna í Danmörku, bæði á bindindisþingum og endranær, og færir þeim beztu heillaóskir. „. _ Fetur bigurosson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.