Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Eining - 01.06.1963, Blaðsíða 15
EINING 15 skatt svo ríflega, að hefja mætti all- ,,umfangsmiklar“ aðgerðir, þótt ekki væri nema að launa nokkra rnenn til bindindisstarfsemi í landinu. Vitað er, að ýmislegt er unnt að gera til að efla slíkt félagslíf, ef fáanlegt væri fjár- magn og til starfsins dugandi menn. Enginn vafi er á, að þeir eru til. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, mælir í svari sínu m.a. svofelldum orð- um: „Auðvitað á ekki að gera annað en stöðva þetta. Ef einhver efast um, að það sé hægt, jafngildir það því að hin- ir fullorðnu viðurkenni, að þeir hafi ekki í fullu té við ungviðið. Og sé svo skulum við ekkert tala eða hugsa um uppeldismál framar, heldur láta ung- lingana sjálfráða." Og svo spyr sál- fræðingurinn: „Hverjir eru það ann- ars, sem selja unglingunum áfengi? Hverjir drekka jafnvel með þeim? Hverjir halda sveitaböllin alræmdu? Hverjir reka sjoppurnar frægu? Hverj- ir skammta þeim fjárráð? Og hverjir ganga á undan með fordæmi? Er það ekki fullorðið fólk?“ Þessi orð sálfræðingsins mætti fólk hugleiða. Samt er það svo, því rniður, að allmargir unglingar lenda á glap- stigum, þótt fordæmið heimafyrir hafi verið gott, en fleiri eru hinir, sem van- izt hafa slæmu fordæmi. Þá er það svar unga mannsins, menntaskólanemans, Rögnvaldar Hann- essonar. Úr svari hans eru hér aðeins örfá orð: „íslendingum virðist ganga erfiðlega að ala börnin upp í þéttbýli enda öðru vanir. Og hvað um skólana? Þeirþurfa að vera annað og meira en ópersónu- legir steinkumbaldar, þar sem lögð er stund á líflausan utanbókar lærdóm, blinda hlýðni og þrælsótta við kennara. Skóli á að vera uppeldisstofnun, sem hjálpar einstaklingi að finna sjálfan sig og þroska hæfileika sína, og um- fram allt á skólinn að vekja áhuga manna á námi og starfi, því að án á- huga kemst eng- inn langt. Skólinn verður einnig að hpálpa einstakl- ingnum að finna sér umbyggileg áhugamál, inn- ræta hinum virð- ingu fyrir sjálf- um sér sem vits- munaveru og þjóðfélagsþegns, ábyrgum gagn- vart sjálfum sér og öðrum.“ Vel má yfir- stjóm fræðslu- mála í landinu hugleiða þessi orð unga manns- ins.: „Skóli á að vera uppeldis- stofnun.“ Skólar hafa sjálfsagt margt sér til afsökunar, og áreiðanlega leit- ast margur góður skólastjóri og kenn- ari við að veita ungum nemendum sín- holl uppeldisleg áhrif. Ekki má van- meta né vanþakka það, en því þá ekki að fara að ráðum þriðja sálfræðings- ins Ólafs Gunnarssonar? „Allt mann- gildisuppeldi þjóðarinnar þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar. „Þetta er fyrsta tillaga hans til úrbóta, 4. og 5. tillaga hans er svo þessi: „Blöð og útvarp þurfa að skapa slíkt almenningsálit, að það sé vansæmandi að drekka frá sér allt vit og brjóta lög, jafnvel þótt í smáu sé. — Undan- bragðalaust lögreglu eftirlit og þung viðurlög fyrir að selja ungmennum á- fengi eða eiturlyf.“ Þetta er sú leiðin, að taka manninn frá flöskunni. Hinn sálfræðingurinn, Sigurjón Björnsson, segir, að sjálfsagt hefði verið að „smala öllum drukknum unglingum í Þjórsárdalnum saman í rútubíl og aka þeim heim í rúmið sitt.“ Þetta er einnig að taka manninn frá flöskunni, en þjóðum hefur löngum lánast það illa, en fáir minnast á að taka flöskuna frá manninum — byrgja bunninn. Kennarinn, Erlendur Jónsson, víkur í svari sínu að mjög veigamiklu atriði Hann segir m.a.o.: „Við hljótum því að spyrja — hvar er upphaf þeirrar hálu brautar? Ég fyrir mitt leyti er ekki í vafa um að þar eiga reykingar mikla sök, meiri en flesta grunar. Unglingur, sem byrjar að reykja um eða innan við fermingu og nýtur sljós hlutleysis foreldra sinna til að ástunda þann óvana inni á heim- ili þeirra, á ekki nema skamma leið að flöskunni. Hvað er hægt að gera? er spurt. Svarið verður aðeins á einn veg: Hinir fullorðnu verða að ganga á und- an með góðu fordæmi. Ef þeir treysta sér ekki til þess, verða umvandanir þeirra ekki aðeins gagnslausar, heldur beinlínis hlægilegar.“ Já, skerum fyrir ræturnar, og ein þeirra er vissulega sú sem kennarinn nefnir — reykingarnar." Pétur Sic/urðsson. Árangursríkt starf Frh. af bls. 3. lýðssamtökunum. Hið sama má segja um ýmis samtök kvenna, svo sem húsmæðrafélög. Þá má geta þess, að sænska samvinnusambandið hefur samþykkt að verzla ekki með vörur frá S.-Afríku í verzlunum sínum. Einnig hafa mörg verzlunarfélög og einstaklingar þeirrar stéttar gert hið sama. Um 150 ríkisdagsmenn hafa fyrir nokkru undir- ritað skjal þar sem fordæmdur er kynþáttaaðskilnaðurinn í S.-Afríku og lýst er yfir stuðningi við þau öfl í S.-Afríku, sem berjast fyrir því, að teknir verði upp lýðræðislegri hætt- ir þar. Að lokum er æskulýðssamtökunum vottaður stuðn- ingur í starfi þeirra gegn kynþáttakúguninni í S.-Afríku. Á ráðstefnunni voru flutt nokkur erindi, sem fjölluðu um baráttu Afríkumanna fyrir frelsi og lýðræði, aðskilnað kynþátta og kynþáttafræði. Meðal fyrirlesara var ungur blökkumaður frá S.-Afríku, Billy Modisi að nafni, er nú stundar nám í Lundi. Auk erindanna voru sýndar litskugga- myndir og kvikmyndir efninu viðkomandi. Umræður urðu um efni ráðstefnunnar og tóku flestir þátttakenda til máls, en þeir hafa langflestir starfað í nefndum sem unnið hafa málinu gagn. Skiptust þátttakendur á skoðunum og ræddu um framhald aðgerðanna, hvernig bezt yrði að haga vinnu- brögðum. Var þátttakendum skipt niður í starfshópa, er unnu úr því efni, sem fram kom á ráðstefnunni. E. H.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.