Eining - 01.06.1965, Side 6
6
EINING
Hverni
brennivínið varð til
Bóndi nokkur gekk eitt sinn út á akur-
inn að plægja. Hann hafði ekki borðað
morgunverð, aðeins tekið með sér nokkrar
brauðsneiðar í nesti. Þegar hann var kom-
inn út á akurinn, fór hann úr yfirhöfninni
og lagði hana undir runna. Brauðsneiðarn-
ar setti hann undir yfirhöfnina.
Síðan hóf bóndinn starf sitt. Þegar hann
hafði unnið alllanga stund, var hesturinn
orðinn þreyttur og hann sjálfur svangur.
Hann spennti þá hestinn frá og kom hon-
um á beit. Því næst gekk hann að yfirhöfn-
inni sinni, þar sem nestið var, sem átti að
verða miðdegisverður hans.
En þegar hann tók upp yfirhöfnina, sá
hann, að brauðið var horfið. Hann leitaði
töluvert lengi, sneri yfirhöfninni við og
hristi hana, en brauðsneiðarnar fann hann
hvergi. Bóndinn varð afar undrandi. En
hvað þetta var einkennilegt! Hann hafði
ekki séð neinn, en samt hlaut einhver að
hafa stolið nestinu hans.
Sannleikurinn var sá, að púki nokkur,
sem sendur hafði verið til mannheima af
sjálfum myrkrahöfðingjanum, hafði stolið
brauðinu, meðan bóndinn var að plægja.
Síðan faldi hann sig bak við runna, til þess
að geta fylgzt með viðbrögðum bóndans
og hlustað á hrakyrði hans út af óhappi
þessu.
Að sjálfsögðu þótti bónda leitt, að brauð-
inu skyldi hafa verið stolið frá honum.
Engu að síður tók hann því með jafnaðar-
geði og sagði við sjálfan sig:
„O, jamm og jæja! Aldrei mun svo fara,
að ég sálist af sulti. Sá, sem tekið hefur
brauðsneiðarnar hefur vafalaust þurft á
þeim að halda, — ég vona bara, að honum
verði þær að góðu!“
Og bóndinn gekk að brunninum, teygaði
svalandi vatnið og hvíldi sig um stund. Því
næst sótti hann hestinn, spennti hann fyrir
plóginn og hóf starf sitt á ný.
Púkinn varð mjög undrandi yfir því, að
honum skyldi ekki hafa tekizt að fá bónd-
ann til að reiðast og segja eitthvað ljótt.
Hann flýtti sér eins og mest hann mátti
niður í undirheima til myrkrahöfðingjans
og skýrði honum frá því, að hann hefði
tekið brauðsneiðarnar af bóndanum. En í
stað þess að reiðast og hafa í heitingum,
hefði bóndinn aðeins sagt: „Verði þér að
góðu.“
Myrkrahöfðinginn varð mjög reiður.
„Hafi bóndinn orðið þér yfirsterkari,“
æpti hann öskuvondur, ,,er það engum öðr-
um að kenna en þér sjálfum. Þú hefur farið
að eins og flón. Það yrði þokkalegt, eða
hitt þó heldur, ef bændurnir og konur þeirra
vendu sig á slíka siði, — þá yrði alveg úti
um okkur! Þetta er mjög tilfinnanlegt, skal
ég segja þér. Ég læt ekki bóndann losna á
svo auðveldan hátt. Farðu tafarlaust og
sýndu svart á hvítu, að þú verðskuldir
traust hans. Og hafirðu ekki sigrað hann
á þremur árum, baða ég þig í vígðu vatni.“
En púkinn óttaðist ekkert meira en vatn-
ið vígða. Hann flýtti sér því eins og hann
gat upp til jarðarinnar og braut heilann
um það, hvernig bezt yrði að leysa verk-
efni sitt. Að lokum datt honum snjallræði
í hug. Hann dulbjó sig, eins og hann væri
viðfelldinn og heiðarlegur maður, og réð
sig í vist hjá bóndanum fátæka.
Þetta sumar var fjarska þurrviðrasamt,
og vinnumaðurinn kenndi bóndanum að sá
korni sínu í raka jörð. Akrar nágrannanna
skrælnuðu allir í sólarhitanum, en hjá bónd-
anum fátæka óx kornið svo vel, að unun
var á að horfa. Bóndinn átti nægar birgðir
af korni, þangað til hann fékk nýja upp-
skeru, og þá var enn töluvert eftir.
Næsta sumar kenndi vinnumaðurinn
bóndanum að sá korni á sillum klettanna.
Og þetta sumar varð votviðrasamt. Hjá
nágrönnunum sliguðust kornstönglarnir
niður af þunga regnsins og báru engan
ávöxt. En á klettasillum fjallsins þroskað-
ist kornið frábærlega vel. Og uppskera
bóndans varð svo mikil, að hann vissi ekk-
ert, hvað hann átti að gera við allt þetta
korn.
Þá kenndi vinnumaðurinn bóndanum að
brugga brennivín úr korninu. Og bóndinn
var námfús. Hann nam af kostgæfni hið
nýja verk, og svo tók hann að drekka vínið
og veita öðrum.
Að þessu loknu fór púkinn aftur til hús-
bónda síns, myrkrahöfðingjans mikla, og
hrósaði sér af því, að nú hefði hann áreið-
anlega unnið fyrir mat sínum. Myrkrahöfð-
inginn vildi sjálfur sannfærast um, hvort
hann hefði satt að mæla. Hann fór því til
bóndans, og hittist þá þannig á, að bóndi
hafði boðið til sín ríkasta fólkinu í þorpinu
og veitir því hinn nýja drykk, vínið. Kona
bóndans ber sjálf vínið á borð fyrir gesti
sína. Og þegar hún er að skenkja í glösin,
skeður það óhapp eitt sinn, að hún veltir
einu um. Bóndinn verður reiður og ávítar
konu sína harðlega.
„Hvað er að sjá þetta, skellinaðran þín?“
hvæsir hann reiðilega. „Heldurðu kannske,
að þessi dýrmæti drykkur sé eitthvert
skolp, fyrst þú hellir honum svona út um
allt gólf?“
Púkinn hnippir í myrkrahöfðingjann og
hvíslar að honum: „Taktu eftir, að nú seg-
ir hann ekki: Verði þér að góðu!“
Bóndinn heldur áfram að blóta og segir
margt ljótt, og nú hellir hann sjálfur vín-
inu í glös gestanna. Fátækur bóndi, sem
ekki er boðinn til veizlunnar, kemur frá
vinnu sinni, lítur inn, heilsar og fær sér
sæti. Hann er fjarska þreyttur. Og þegar
hann sér, að bændurnir eru að staupa sig,
langar hann líka í sopa. En hann situr
lengi hljóður, án þess að nokkur veiti hon-
um athygli. Að lokum kemur gestgjafinn
til hans og þusar þvoglulega:
„Fjandinn hafi það, — ég hef engin vín-
föng til að veita ykkur öllum!“
Þetta geðjaðist myrkrahöfðingjanum
líka mjög vel. En púkinn hvíslaði hreyk-
inn:
„Bíddu bara rólegur stundarkorn. Þá
færðu áreiðanlega að sjá sitt hvað fleira,
sem þér geðjast enn betur að.“
Og svo var drykkjunni haldið áfram.
Gestirnir urðu örir af áhrifum vínsins og
smjöðruðu óspart hver fyrir öðrum. —
Myrkrahöfðinginn hlustar hrifinn og hvísl-
ar að púkanum:
„Geti þessi drykkur gert þá að fölskum
fúlmennum, svo að þeir svíki hver annan
sitt á hvað, þá verða þeir innan skamms
allir á valdi okkar.“
„Bíddu enn rólegur um stund,“ svaraði
púkinn. „Leyfðu þeim að ljúka úr öðru
glasi. Nú eru þeir falskir sem refir og sitja
hver um annan, en brátt muntu sjá, að
þeir verða æðisgengnir sem úlfar.“
Og bændurnir drekka annað glas. Sam-
ræður þeirra verða háværari og klúryrtari.
í stað þess að smjaðra heyrast nú reiði-
legar raddir og ósvífnar ásakanir. Og inn-
an skamms dynja löðrungarnir sitt á hvað
og afl látið ráða úrslitum. Gestgjafinn á
þarna einnig hlut að máli og hlýtur hrak-
lega meðferð.
Myrkahöfðinginn horfir á aðfarirnar með
augljósri velþóknun. „Prýðilegt! Ágætt!“
tautar hann.
„Bíddu enn stundarkorn," segir púkinn,
þá mun þér líka þetta ennþá betur. Leyfðu
þeim að ljúka úr þriðja glasinu. Nú eru
þeir æðisgengnir sem úlfar, en innan
skamms verða þeir eins og svín.“
Bændurnir drekka þriðja glasið. Þeir
verða viðkvæmir, sumir gráta og segja frá
áhyggjum sínum og einkamálum, aðrir
hafa hátt og guma af eigin ágæti, en eng-
inn gerir sér grein fyrir, að nokkur heyri
það, sem þeir segja. Og nú halda gestirnir
heim á leið, ýmist einn, tveir eða þrír sam-
an. Þeir detta allir, þegar þeir koma út.
Gestgjafinn ætlar að fylgja þeim á leið, en
fellur á höfuðið í forarpoll, byltist þar um,
útataður frá hvirfli til ilja, kemst ekki á
fætur og liggur svo þar eins og glórulaus
göltur. Myrkrahöfðinginn varð ánægðari en
orð fá lýst.
„Ágætt! Ágætt!“ sagði hann. „Þetta var
frábær drykkur, sem þér hefur dottið í hug
að brugga. Þú hefur vissulega unnið fyrir
brauði þínu. — En segðu mér nú, hvernig
þér tókst að sjóða hann saman? Fyrst hef-
urðu vafalaust tekið blóð refsins í blöndu
þína. Þess vegna hefur bóndinn orðið kænn
sem refur. Þvi næst hefurðu bætt við úlfs-
blcði, og þá hefur hann orðið æðisgenginn
sem úlfur. Loks hefurðu svo bætt svíns-
blóði í brugg þitt, og þá hefur hann orðið
eins og svín.“
„Nei,“ svaraði púkinn, „þannig bruggaði
ég ekki blöndu mína. Ég vísaði honum að-
eins veginn, — kenndi honum að brugga
og drekka brennivín. Og um leið og hann
breytti þannig dýrmætum gjöfum Guðs í
áfenga drykki og drakk þá, streymdi blóð
refsins, úlfsins og svínsins óhindrað um
æðar hans. Og ef hann nú aðeins neytir
áfengis að staðaldri, verður hann alltaf
eins og skepna.“
Myrkrahöfðinginn hrósaði púkanum á
hvert reipi og veitti honum æðstu viður-
kenningu sina.
Sigurður Gunnarsson
íslenzkaði.
* -K *