Eining - 01.06.1965, Page 7
EINING
7
Steindór Björnsson frá Gröf
Áttatíu ára 3. maí 1965
Hugsjón stór og hreystimennska
háan tryggðu aldur þér,
þér, sem ávallt unnað hefur
öllu því, sem göfugt er,
ötull stundað íþrótt marga,
iðkað fagurt snilldarverk.
Því er sál þín ung sem áður,
einnig höndin traust og sterk.
Víða hönd að verki lagðir,
var þó sjaldan spurt um laun.
Þér var ljúft að þjóna, fórna,
þrautgóður í hverri raun
vígðist ungur hugsjón hárri,
hátt var markið snemma sett:
aldrei af þeim vegi víkja,
velja aðeins satt og rétt.
Áttræðan þig ungan hylla
allir þínir samstarfsmenn.
Víst er gott að vita slíka,
víða finnast kappar enn. —
Hafðu þakkir okkar allra,
enn skal keppa fram á veg.
Hossi þér til hundrað ára
heilladísin ástúðleg.
Þegar Steindór Björnsson varð 75
ára, gerði Eining honum nokkur skil, en
vissulega átti hann það skilið að fá góð-
ar kveðjur frá mörgum á áttatíu ára
afmælinu, því að víða hefur hann rétt
fram fórnfúsa og styrka hönd til lið-
veizlu góðum málum í ýmsum félögum
og einnig einstaklingum. Bai'nakennari
var hann fyrr á árum, leikfimikennari
um 20 ár, áhugamaður íþróttamála um
áratugi, mörg ár gæzlumaður unglinga-
starfs Stórstúku Islands, gæzlumaður
barnastúkna um 30 ára skeið, um tíma
aðstoðarritari stórstúkunnai', og 66 ár
mun hann nú vera búinn að vera í Reglu
góðtemplara. Öllum sínum störfum í
þessum félagsskap hefur hann sinnt af
mestu árvekni og brennandi áhuga, því
að Steindór Björnsson er ekki hálfvolg-
ur maður í lífsskoðun sinni og fylgi við
bindindishugsjónina. Hann er heill og
traustur hvar sem hann er. Það er ekk-
ert smáræði, sem Steindór er búinn að
fórna áhugamálum sínum. Hann er
listamaður, skrautritari, skrifar t.d.
nótur flestum eða öllum mönnum betur,
og hefur þetta blað sannarlega notið
góðs af þeim hæfileika hans, það er
vissulega í skuld við hann fyrir marg-
víslega liðveizlu.
Hér er nú mjög fljótt yfir sögu farið,
en lesa má þó margt á milli línanna.
Steindór er fæddur að Hvanneyri í
Borgarfirði, en kennir sig við Gröf,
seinna Grafarholt, en þar ólst hann upp
hjá foreldrum sínum til 18 ára. Nokkur
ár stundaði hann nám í Latínuskólan-
um í Reykjavík, einnig var hann við
nám í lýðháskóla í Danmörku, en hóf
svo starfsferil sinn, fyrst við barna-
kennslu, eins og áður er getið. — Efnis-
vörður landssímans var Steindór 38 ár.
Kona Steindórs var Guðrún Guðna-
dóttir frá Keldum í Mosfellssveit. Þau
giftust 1911. Börn þeirra urðu 9, af
þeim eru 7 á lífi. Barnabörnin eru 24 og
barnabarnabörnin 13.
Steindór Björnsson.
I afmælisveizlunni að Rauðalæk 8 í
Reykjavík, hjá bömum sínum, tengda-
börnum og öðru venzlafólki, fagnaði
hinn áttræði röskleikamaður gestum
sínum glaður og reifur og sýndi hvorki
þreytu né ellimörk. Þar áttu gestir góða
stund við alúð og mikla gestrisni. Mörg
erum við, sem óskum nú Steindóri allra
heilla og blessunar Guðs á fögru ævi-
kvöldi.
Pétur Sigurðsson.
Dagar víns og rósa
Langt er síðan ég hef gengið í bíó og
lengra verður sennilega þar til ég fer
næst. I kvikmyndum er margt óeðlilegt.
Fólkið verður oft eins og tröll, og hrað-
inn ei' allt of mikill.
Fyrir áskorun kunningja míns fór ég
að sjá myndina Dagar víns og rósa.
Blöðin hafa farið um hana lofsorðum og
á hún það að vissu leyti skilið. Hún er
allt of löng, óþarflega löng. Sumir kafl-
arnir eru of ofsalegir. Sé sanngjarnt að
kasta hnútum að bindindismönnum og
kalla kröfu þeirra um algert bindindi
öfgar og ofstæki, þá er í þessari ný-
tízkubindindisboðun ekki minna of-
stæki. Samt skil ég ekki, hvers vegna
unglingum innan 16 ára aldurs er bann-
aður aðgangur.
Myndin er mjög sterk viðvörun við
áfengisneyzlu, sem er aðeins ein af
skaðnautnunum, en svo hefst sýningin
á mjög ginnandi og glæsilegri sígarettu-
auglýsingu. Það er blátt áfram móðgun
við bíógesti að ætla þeim að sitja 15-20
mínútur að horfa á auglýsingadrasl.
Næst kom svo sýning á kappreiðum,
sem er að hálfu leyti falleg, en annars
andstyggileg, knýja skepnur áfram unz
þær hníga máttvana eða dauðar.
Sígarettuauglýsingin minnti enn einu
sinni á, hvílíkur djöfull í mannfélagi
peningavaldið er. Nú, þegar vísindamenn
víðs vegar um heim, eru að reyna að
sannfæra menn um, hve óhollar reyk-
ingar séu og mönnum þannig voði búinn,
þá kemur á loft hnefi þessa voða valds
— peningsins, tóbakssölu-auðvaldið og
hamast við að auglýsa sígarettur. Hér
endurtekur sig sagan frá bannárunum.
Þetta er orsökin til þess að allur þorri
manna hefur látið hendur síga og er
orðinn sinnulaus um bindindismál. Fólk-
inu finnst baráttan vonlaus, það sér
enga leið til sigurs. Auðvaldspúkinn fer
um alla jörð óbeizlaður, ríkisstjómir
liafa á honum engan hemil, þetta ættu
þær að gera sér ljóst. Og þetta verðum
við allir að láta okkur skiljast, hver
erkióvinurinn er, og haga baráttu okk-
ar á viðeigandi hátt.
Pétur Sigurðsson.
Fyrirlitin ]pá,
h.eimsfræg nú
Morgunblaðið minnist 11. apríl sl. á
Gettysborgarávarp Lincolns, sem flutt var
árið 1863, og birtir hinn heimsfræga kafla
á frummálinu og einnig í íslenzkri þýðingu.
Verður ekki annað séð en að þýðingin sé
dágóð. Hins er svo vert að minnast, að
þegar Lincoln flutti þetta ávarp, var þar
annar maður, sem flutti tveggja stunda
ræðu og hrósuðu stórblöðin henni mjög,
en sögðu um leið, að aumara hefði ekki
verið unnt að bjóða mönnum, en það sem
forsetinn sagði.
Þannig er nútíðin oft glámskyggn á það
sem fram fer, og níðir oft það sem vel er
gert, þótt það síðar hljóti aðdáun flestra
eða allra manna.