Eining - 01.06.1965, Side 12

Eining - 01.06.1965, Side 12
12 EINING Svarti listmn Fróðleikur er jafnan talinn eftirsóknar- verður, en ekki er hann allur fallegur. Mannkynssagan er fróðleg, en yfirleitt er hún ljót, þótt þar skiptist á skin og skúrir, en svörtu blettirnir eru hrollvekjandi. Það er ekkert skemmtilegt að birta svart- an lista, en eigum við að gleyma því, sem laga þarf. Hér verða taldar nokkrar fréttir, aðal- lega úr einu blaði, Morgunblaðinu, og aðal- lega varðandi eitt ár — 1964. 5. jan. 1964: „Fleygði blysi inn í sölu- tum.“ Þetta gerði 14 ára drengur. Flytja varð tvær slasaðar afgreiðslustúlkur í slysavarðstofuna. 7. jan. 1964. Sex 15 ára piltar hér í borg hafa meðgengið að vera valdir að tíu inn- brotum.“ Stálu einu sinni 2.700 kr. 7. jan. 1964: „10 og 11 ára drengir teknir við innbrot,“ og auðvitað þjófnað. 12. jan. 1964: „Pilturinn stóð í björtu báli. Kviknaði í vínbelg, sem hann hafði innan klæða. 23. jan. 1964: „Piltar ráðast á sjúkra- bifreið." 23. jan. 1964: „Lögreglan varð að beita kylfum á áflogahana." 24. jan. 1964: „Innbrot í pósthús." Átti að ná í áfengi, sem þar var geymt. 13. marz 1964: „Telpur uppvísar að pen- ingaþjófnuðum.“ (skrítið að hafa þjófnað í fleirtölu). „Fimm telpur stálu nær 20 þús. krónum." 28. apríl 1964: „Bíl stolið og hann ger- eyðilagður.“ 29. apríl 1964: „Tveir menn játa líkams- árás og rán — undir áhrifum áfengis." 3. maí 1964: „16 ára stúlku nauðgað í kirkjugarðinum." Árásarmaðurinn drukk- inn. Stúlkan var að koma af dansleik og með henni ungur piltur, en hann var sleg- inn niður. 3. maí 1964: „Sjómaður drukknar í Vest- mannaeyjahöfn." Frásögnin bendir til þess að hann hafi verið drukinn. 9. maí 1964. Telpa bíður bana í Eyjum og önnur slasast. Bíl var ekið upp á gang- stéttina." Talið að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. 13. maí 1964: „Hrottaleg líkamsárás á unga stúlku í gærkveldi. Liggur dauðvona í sjúkrahúsi.“ — „Pilturinn var undir á- hrifum áfengis.“ 15. maí 1964: „Stálu bíl og brutust inn. Voru báðir drukknir og með þýfið í bíln- um, er lögreglan handtók þá.“ 16. maí 1964: „Enn á ný hefur ölvaður ökumaður valdið banaslysi." Greinarhöf- undur er harðorður og krefst „Þynging refsinga. — Stórhækkun sekta.“ 5. júní 1964: „Ökuníðingur handjárnað- ur. Lögreglan í Reykjavik lenti í eltinga- leik við drukkinn ökuníðing í fyrrinótt." Hér var um að ræða ungan pilt. 17. júní 1964: „Aðeins ein kona í bíln- um var ódrukkin. — Eigandi bílsins var í honum, réttindalaus og ölvaður.“ Þremur var stungið í steininn. 26. júní 1964: „Lögreglan bjargar konu úr höfninni. — Konan var miður sín af áfengisneyzlu." 1. júlí 1964: „Óspektir og innbrot í Eyj- um. — Helztu viðburðir í Eyjum um helg- ina voru 7 innbrot, eltingaleikur við drukk- inn ökumann og skotæfingar fjögurra drengja á aldrinum 14—16 ára við Friðar- höfn. Einn drengjanna, 15 ára að aldri, varð uppvís að þátttöku í innbroti skömmu eftir að hann var látinn laus úr yfirheyrslu vegna skotmennskunnar. — Voru þeir allir (piltarnir) undir áhrifum áfengis.“ 24. júlí 1964: „Óeirðimar á Seyðisfirði." Hér er ljót frásögn. Tvo Norðmenn varð að flytja í sjúkrahús eftir áflogin, og svo er sagt: „Innan um voru kolvitlausir íslend- ingar, sem slógust og reyndu að stofna til illinda.“ 1. sept. 1964: „Ölvaður maður ekur á ljósastaur og slasast. í sama blaði segir: „Sex teknir vegna ölvunar við akstur.“ 10. sept. 1964: „Réttindalaus drukkinn ökumaður fær 2ja mánaða fangelsi." 15. sept. 1964: „Stálu uppskeru barnanna í skólagörðunum í Laugardal." 15. sept. 1964: „20 þúsund króna þjófn- aður.“ 20. sept. 1964: „Óhemju ölvun var í Rvík í fyrrinótt, 58 settir inn.“ 27. sept. 1964: „Mikil ölvun á almanna- færi.“ 29. sept. 1964: „Innbrotafaraldur nú um helgina." 1. okt. 1964: „Ölvaður háseti særir stýrimann.“ 15. okt. 1964: „Strákar rændu peninga- buddu af 8 ára telpu. — Allmjög ber nú á þjófnaði barna.“ Strákarnir voru 10—12 ára, en í buddu telpunnar voru þúsund krónur. 15. okt. 1964: „Tveir menn óku út af vegi og meiddust," „báðir undir áhrifum áfengis." 15. okt. 1964: „Ók dauðadrukkinn á lög- reglubíl. — Reyndist ökumaður svo drukk- inn, að hann vissi lítið hvað hann gerði.“ 4. nóv. 1964: „Rannsóknarlögreglan upp- lýsir 10 innbrot. — Þýfið metið á 56 þús- und krónur. Innbrotin frömdu 4 menn, inn- an við og um tvitugt að aldri.“ 6. nóv. 1964: „Drukinn og réttindalaus á stolnum bíl.“ 24. nóv. 1964: „Um 600 áfengisflöskur fundust í togurum." 28. nóv. 1964: „Kveðst ekkert muna um kirkjuinnbrotið." — Var sá klár í kollin- um? 1. des. 1964: „Ók á ljósastaur og bifreið, ökuréttindalaus og drukkinn." 24. des. 1964: „Miklu stolið úr ólæstum bílum.“ — Er vert að vera að ala upp þjófa með því að gefa þeim góð tækifæri? 29. des. 1964: „Stórþjófnaður á jólanótt. Verðmæti um 100 þús. kr.“ Allar þessar fréttir flutti Morgunblaðið. Hér er svo að- eins ein úr Tímanum 8. des. 1964: „Ávís- anaþjófar langt innan við fermingu." í þessum blaðaúrklippum eru svo tvær stórar og áberandi myndir, teknar í Fálk- anum 19. febr. 1961 og 12. febr. 1961. Fyrst er fagnandi hópur, sem skyndilega hefur hagnast vel, og þá er nú ekki sparað að láta vínglösin sjást greinilega, þó að þurfi að smeygja þeim sums staðar fram á milli mannanna. Á hinni myndinni er Mikojan, varafor- seti Sovétríkjanna, staddur á Keflavíkur- flugvelli á leið til Kúbu, og þá þarf nú að láta glösin og flöskurnar sjást og fer ekk- ert lítið fyrir þeim. Já, þannig eru heilindin: fordæma óreglu unglinganna, en sýna svo sem oftast og víðast höfðingjana og heldri-menn fagn- andi með áfengisglös í höndum sér. Þetta er samræmið í menningu þjóða. Og svo halda flumrarar, sem lítið gera úr starfi okkar bindindismanna, að leysa megi á- fengisbölið með fræðslu í skólum, meðan áberandi drykkjuveizlur eru iðkaðar í heimahúsum, veizlum og við alls konar tækifæri, og áfengisjötunum svo fjölgað. Nei, svarti listinn vitnar gegn menningu okkar. Hún er gloppótt og yfirborðsleg. Skortir það sem gefur kjölfestuna í lífi þjóða og ræktar manndóm og heiðarleika. Veitið athygli, hve mikinn þátt áfengis- neyzlan á í öllu því, sem talið er hér upp í svarta listanum. Félagslíf okkar og margt fleira myndi mjög breytast til batnaðar, ef við gætum gert áfengispúkann land- rækan. Alltaf leggst átvarpinu e/íí/ivað til Áður hef eg látið þess getið, að yfirleitt hlusti eg ekki á útvarpsleikrit, gerði þó til- raun en gafst upp. Einstöku sinnum hefur þó freistingin komið yfir mig og eg hlustað á kafla úr einhverju leikriti, sem gerði mig forvitinn, en jafnan fór á einn veg. Svo rann upp þriðjudagskvöldið 27. apríl sl., tilkynnt var leikrit um Bólu-Hjálmar, og nú stóðst eg ekki freistinguna. Ég hlust- aði góða stund, en lokaði svo tækinu og sagði við sjálfan mig: Alltaf leggst útvarp- inu eitthvað til. Höfundur leikritsins hef- ur verið skilningsglöggur á kröfu aldar- farsins, eins og ýmsir fleiri rithöfundar, skáld, málarar og kunnáttumenn, hvað helzt ætti að bjóða, sem bragð væri að, en ekki langar mig í framhaldið. Bólu-Hjálmar hefur verið góðkunningi minn síðan eg var unglingur. Oft hef eg gengið til fundar við hann og unað því vel, kann ýmislegt eftir skáldið, en varla mun hann hafa talað með málrómi mannsins, sem nú leikur hann. P. S. Samfylking Léttúðugt og lélegt mál, leikur, sumbl og gaman, fullur magi og fátæk sál fer mjög tíðum saman. P. S.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.