Eining - 01.07.1968, Side 4
4
EINING
ÍÚT tíu ára
Afmælishóf Isl. ungtemplara 10 ára
sumardaginn fyrsta, 25. apríl sl. var í
alla staði hið myndarlegasta og unga
fólkinu til sæmdar. Alls voru veizlu-
gestir um 100, boðsgestir og félagar.
Auk félaga í Reykjavík voru félagar
ungtemplara frá Kópavogi, Hafnar-
firði, Keflavík, Akureyri, Siglufirði,
Vestmannaeyjum og ef til vill víðar að.
Á blaðsíðu ungtemplara hér í blaðinu,
er búið að greina frá heiðursgestum, er-
lendum gestum, frá ávörpum og ræðum.
Formaður ÍUT, Einar Hannesson full-
trúi, setti hófið og bauð gesti velkomna,
fól svo Gunnari Þorlákssyni sam-
kvæmisstj órnina.
Séra Árelíus Níelsson, sem verið
hafði formaður IUT 8 ár, flutti aðal-
ræðuna og sagðist vel að vanda. I ávarpi
stórtemplars, Ólafs Þ. Kristjánssonar,
voru m. a. eftirfarandi orð:
„Engum getur blandazt hugur um, að
ungtemplararnir hafa með starfsemi
sinni gert bindindishreyfingunni hér á
landi mikið gagn .... Ástæða er til að
nota tækifærið til þess að þakka íslenzk-
um ungtemplurum fyrir það, sem þeir
hafa gert, og fyrir það, sem þeir hafa
viljað gera, þakka þeim fyrir það, að
þeir hafa ekki látið hugfallast, þótt
björtustu vonir þeirra um vöxt hreyf-
ingarinnar hafi ekki rætzt. Þeim hefur
tekizt að búa félagshreyfingu sinni
traustan grundvöll. Þeir hafa sýnt al-
menningi að stefna þeirra er lífsþrótti
gædd. Þeir hafa stuðlað að aukinni
bindindissemi meðal þjóðarinnar,
kannske í ríkara mæli en unnt er að
sýna. Og starfsemi þeirra hefur verið
með þeim hætti undanfarið og er nú, að
ástæða er til að vænta mikils af þeim á
næstu árum.“
Já, ef ungtemplarar sækja fram eins
og þeir hafa gert síðustu árin, má mik-
ils af þeim vænta. Svo verðum við allir,
jafnt ungir sem gamlir, að gera sam-
vinnuna sem traustasta og bezta, og
munu þá nýir sigrar vinnast.
Ungtemplurum bárust heillaskeyti og
gjafir, veitingar þeirra voru myndar-
legar, nokkur góð skemmtiatriði, og
þar ekki sízt einsöngur Sigurveigar
Hjaltested, sem söng nokkur lög, og var
söng hennar vel fagnað. Mannfagnaður
þessi mótaðist af æskulífsþrótti og
myndarskap.
Páll Kolbeins.
Páll kolbeins
Sextugur 14. maí sl.
Stundum hef ég hugleitt, hvernig það
myndi vera, að ala aldur sinn á jörð,
sem ekki snerist. Þá væru þar engir
dagar og engar nætur, ekki ár né aldir,
og þá ættum við heldur aldrei afmæli.
Fávísleg heilabrot slíkt. Nú erum við á
jörð sem snýst. Árin hverfa líka fljótt
og hér er nóg af afmælum, bæði lifenda
og dauðra og allra hugsanlegra fyrir-
tækja og félaga.
Það hlaut að koma að því, að vinur
minn Páll Kolbeins ætti merkisafmæli,
og þegar ég nú horfi á myndina af hon-
um í Morgunblaðinu 14. maí sl. Þá skil
ég, hvers vegna hann er ávallt svo hýr
á svip. Hann er vorgróður, maíblóm.
Frá því er ég sá hann fyrst fyrir meira
en 30 árum, hefur hann verið hinn sami
broshýri, hressilegi og glaðlyndi áhuga-
maður. Slíkum mönnum er gott að kynn-
ast.
Eg gleymi því ekki þegar ég fyrr á
árum kom stundum árlega í Súganda-
fjörð, stundum gangandi yfir Klofn-
ingsheiði niður að Stað, þar var þá
bróðir Páls, séra Halldór Kolbeins prest-
ur. Hann gekk þá með mér inn á Suður-
eyri, kallaði í fyrstu mannverurnar, er
við sáum á ferli þar: „Samkoma í
kvöld!" Og það brást ekki, að þar var
fullt hús góðra áheyrenda. Það var til-
hlökkunarefni að koma á Suðureyri og
hitta bindindishetjurnar þar, glaða
menn og hressilega, trausta og áhuga-
sama — mannval, sem átti sinn þátt í
því, að enginn maður var þá þar áfengis-
neytandi. Einn þessara manna var ein-
mitt Páll Kolbeins, og síðan hefur hann
verið hinn ósvikni og áhugasami liðs-
maður bindindisstarfsins og félagi í
góðtemplarareglunni og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum þar, en lagt lið fleiri
mannúðarmálum, verið t. d. einn af
fremstu mönnum í stjórn Barnaheimil-
isins að Skálatúni frá upphafi þess. Á
vissulega þakkir skilið fyrir mikið og
gott verk þar.
Fæddur er Páll Kolbeins að Melstað
í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru séra Eyjólfur Kolbeins og
kona hans Þórey Bjarnadóttir. Páll
yngstur barna þeirra, en systkinin voru
10, hann var aðeins þriggja ára er faðir
hans dó. Sem ungur maður sinnti hann
ýmsum störfum til lands og sjávar, unz
hann hóf nám í Verzlunarskóla Islands,
brautskráðist þaðan 1930 og var svo
við framhaldsnám í Danmörku, Þýzka-
landi og Englandi. Eftir heimkomuna
gerðist hann skrifstofustjóri prent-
smiðjunnar Eddu til ársins 1944, en
síðan hefur hann verið í þjónustu Eim-
skipafélags íslands, aðalbókari þar og
nú síðustu árin aðalféhirðir.
Páll Kolbeins er maður trúr og vinn-
ur störf sín af mestu samvizkusemi og
nýtur því trausts hvarvetna. Áreiðan-
lega er mér óhætt að láta Einingu bera
honum heillaóskir reglusystkina hans og
þakkir fyrir margvísleg störf. Þá þakka
ég honum löng og góð kynni og bið hon-
um og f jölskyldu hans allra heilla á kom-
andi árum.
Pétur Sigui'Ssson.
Tilþrifamikill klerkur
í hinni ágætu bók, „Saga barnaskólans á
Eyrarbakka 1852—1952,“ eftir séra Áre-
líus Níelsson, er minnst drengilega á séra
Pál Sigurðsson, prest í Gaulverjabæ, sums
staðar ærið hressilega, eins og t.d. í eftir-
farandi orðum:
,,í Gaulverjabæ flutti hann sínar skel-
eggu ræður, sem feyktu brott skýjum hjá-
trúar og hræsni frá bjartri sól sannleiks
og frelsis. Að vissu leyti má segja um sr.
Pál, að hann hafi steypt andskotanum úr
öndvegi og slökkt í eilífum glóðum hel-
vítis.“
Óþarft mun nú orðið að vera að eyða
miklu púðri á djöfsa búinn hornum og
klaufum eða senda trúfræðilegt slökkvilið
á glóðir vítisins hið neðra. Hins mun meiri
þörf að uppvakni spámenn og kraftpré-
dikarar til að „steypa úr öndvegi“ þeim
illa anda, sem kveikir nú eldana um heim
allan, og til að slökkva þá loga.
-K-k -K -K-k