Eining - 01.07.1968, Qupperneq 5

Eining - 01.07.1968, Qupperneq 5
EÍNING 5 Ágústa Jónsdóttir og Oddur Jónsson. I Minning Oddur Jónsson VIÐ andlát Oclds Jónssonar á St. Vík- ingur, Regla Góðtemplara og bindindis- hreyfingin í heild á bak að sjá einum sinna beztu félaga, í þess orðs sannasta skilningi. Oddur Jónsson var prúðmenni til orðs og æðis. Glaður alvörumaður að lífsskoðun og áhugasamur um öll þau málefni, sem hann batzt trúnaði við. Tryggur vinur og traustur félagi. Æðru- laus og jafnhugaður. Oddur Jónsson var upprunninn úr Skaftafellssýslu — Skaftfellingur — það er sérstakur hljómur í orðinu, sem minnir á nið jök- ulvatna eða brimgný við sendna hafn- lausa strönd. Aðstæður, sem öðru frem- ur hafa alið með Skaftfellingum æðru- leysi og jafnvægi hugans, sem m. a. var svo einkennandi fyrir alla háttsemi og framgöngu hins látna bróður, hvort blítt eða strítt honum bar til handa. Oddi Jónssyni var menntaþrá í blóð borin. Hann vildi fræðast og auðga anda sinn. I æsku aflaði hann sér þeirrar fræðslu, sem honum var tiltæk á heima- slóðum, og stundaði síðan nám að Hvanneyri. Hann lagði mikla áherzlu á, að byggja sem bezt ofan á þann grunn, sem lagður var, og hann varð vissulega vel að sér gjör. Hann vildi og gjarnan miðla öðrum af þekkingu sinni og tók að sér barna- og unglingafræðslu í heimasveit sinni, og hann var í raun og veru að fræða meðbræður sína allt sitt líf með fögru fordæmi. um tryggð við æskuhugsjónir og trúmennsku í störfum, fyrir menn sem málefni. En meðal þeirra hugsjóna, sem Oddur tók trúnað við, var bindindismálið, er hann gerðist félagi í St. Eygló, sem starfaði í Vík í Mýrdal, en þar átti Oddur heima um árabil. Síðar í Vestmannaeyjum um skeið og svo aftur á heimaslóðum, þar sem hann m. a. hafði verkstjórn á hendi um fyrirhleðslu á skaðræðisvötnum, sem ógnuðu og spilltu löndum. Þannig vann Oddur jöfnum höndum, að koma í veg fyrir landbrot, firinaflanna í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Lengst bjó Oddur í Reykjavík eða allt frá árinu 1938 að hann flutti „suð- ur“ og sem félagi í St. Víkingi lágu leiðir okkar saman, allt til aidurtila- stundar. St. Víkingur og félagar henn- ar hafa vissulega nú á vegamótum margs að minnast og þakka í samstarfi við Odd Jónsson, en um leið og það er gert, er konu hans, Ágústu Jónsdóttur, sem trygg og traust stóð við hlið hans allt frá því árið 1919, að þau voru gefin saman í Klausturkirkjunni, einnig þökkuð störfin um leið og henni eru færðar innilegar samúðarkveðjur, svo og börnum þein-a og öðru skylduliði. Hið glaðværa og gestrisna heimili Odds og Ágústu, sem húsfreyjan öðru fremur mótaði, stóð alltaf Víkingsfélög- um opið, og þaðan er margra ánægju- stunda að minnast. Þetta er og þakkað nú á skilnaðarstund. Megi drottinn allsherjar blessa oss öllum, vinum Odds Jónssonar og félög- um, minningu hans og fagurt fordæmi um einlægni og trúfesti í lífi og starfi. E. B. Gulli betra Flestir erum við mennirnir þannig gerðir, að við viljum gjarnan eignast eitt og annað, sem er nokkurs virði, og eins þótt við stjórnumst ekki af neinni ágirnd. Gull hefur löngum verið eftirsótt, en til er ýmislegt gulli betra, þar á meðal fegurstu ljóðaperlur góðskálda og stór- skálda. Reynum að vekja athygli æsku- manna á þeim fjársjóði. Hvetjum þá til að læra efnisbeztu stefin. Ekki er nauð- synlegt að læra heil löng kvæði, þótt það geti oft verið ómaksins vert. Að þessu sinni skal hér bent á aðeins eitt stef í ljóði Einars Benediktssonar: Vest- mannavísur: Þeim, sem gleyma þjóð og ætt, þeim, sem hafa misst sig sjálfa, verður tóm og auö hver álfa. Andans tjón, þau verða ei bætt. Þegar bam nam móðurmál, mótuð var þess sál. Þegar barn nam móðurmál, mótuð var þess innsta sál. „Andans tjón, þau verða ei bætt.“ Margt er unnt að tryggja á vorum dögum, en andans tjón, segir skáldið, er óbætanlegt, en einmitt slíkt tjón er oft og víða umfangsmikið og á ótal stöð- um. Viðvörun því alltaf tímabær. Sá, sem gleymir „þjóð og ætt“ týnir sjálfum sér. Það er tjónið mesta. Ljóða- perlurnar geta verið gott varnarmeðal gegn slíku tjóni.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.