Eining - 01.07.1968, Side 7
EINING
7
Bæn.
Einar Jónsson.
Höndin.
Einar Jónsson.
FÖGUR
FYRIRMYND
Tvö af listaverkum Einars Jónssonar
prýða nú umhverfi Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar í Reykjavík. Þar
fer vel um þau, því að garður þessa
stóra heimilis er hinn fegursti og mikið
augnayndi.
Elli- og hjúkrunarheimilið hefur
gerst fögur fyrirmynd í því að koma
þessum listaverkum í varanlegt efni og
búa þeim veglegan stað fyrir sjónum
allra, sem framhjá fara á einni fjöl-
förnustu braut borgarinnar. Forstjóri
heimilisins, Gísli Sigurbjörnsson, hefur
ekki haft um þessa framkvæmd mörg
orð, en látið verkin tala.
Vonandi verður fordæmi hans til þess
að glæða áhuga manna á því að skreyta
borgina mörgum listaverkum Einars
Jónssonar. Þjóðin á í þeim ófölnandi
fjársjóð. Um slíka framkvæmd þyrfti
að myndast sterk samtök.
Vel á listaverkið Bænin heima við
húsvegg elztu kynslóðarinnar, sem á
áreiðanlega til í lífsreynslu sinni mátt-
ugan vitnisburð um bænina sem lausn-
armátt, sem heilsu- og hamingjugjafa
og blessunarlind í allri lífsbaráttu. Frá
dvalarstað hinna háöldruðu stíga vafa-
laust upp margar bænir og þakkarávörp,
og fyrir þeim biðja sjálfsagt margir
venzlamenn.
Listaverkið, Demanturinn eða HöncL-
in, táknar vel heilindin, styrkleikann,
kraftinn, afrekin. Höndin lyftir hinum
þungu tökum, vinnur verkin, — afrek-
in og ryður kynslóðunum og framför-
unum braut. Máttugt verður þetta tákn-
mál Handarinnar, þegar tvö stórskáld:
„höggmyndaskáldið" Einar Jónsson og
ljóðskáldið Einar Benediktsson, leggja
saman í eitt túlkun sína á þessu. Einar
Benediktsson segir um móður sína:
,,Þú vógst upp björg á þinn veika arm.“
Veikur konuarmur gat lyft björgum.
Því orkaði hinn máttuga trú, sem vissi
„ei hik né efa,“ en sem „allt kunni að
fyrirgefa." Hver viðurkennir ekki hina
voldugu og frelsandi hönd móðurelsk-
unnar, sem veldur hverju Grettistaki?
Margir vistmenn Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar hafa á ævidögum
sínum lyft þungum tökum, axlað marga
þunga byrði, rutt víða braut, unnið ýms
afrek og létt byrðar margra. Og þeir,
sem komu upp þessu stóra heimili og
hafa annast um allan þess myndarlega
búskap, hafa vissulega lyft Grettistaki.
Á allt þetta minnir höndin sterka og
fagra við húsvegg stóra heimilisins.
Pétur Sigurösson.
HVÍLD
Ég loka hurð að heimsins glysi og glaum
og gefst á vald hins milda, djúpa friðar,
og líð þá inn í ljúfan vökudraum,
þá leysast vandamálin öll án biðar,
en um mig flæða einhver dularmögn,
sem inndæl hvíld og blessuð kyrrðin veitir,
og þrekleysinu, - samkvæmt helgri sögn,
í sælukennd og nýja krafta breytir.