Eining - 01.07.1968, Page 8

Eining - 01.07.1968, Page 8
8 E I N I N G P T T^r T T^r /~i Mánaðarblað IIIII iiengismál bindindi ■*“1^ 0g önnur mcnningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétnr Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands og kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 41956. Er fjandinn aé sækja heiminn tundum spyrja menn: Hvernig lízt þér á heiminn? Jafnvel getur bólað á spurningu sem þessari: Er fjandinn að sækja heiminn? — Nei, svo er ekki, en heimurinn er á skurðarborð- inu. Guð er að gera uppskurð á heim- inum. Þess vegna þjáningar, en heim- urinn á að læknast, hann á að verða nýr. Listamaður litaðist um í fornum borgarrústum og kom þar auga á stein — marmarastein, og sagði: Það er engill í þessum steini, sem ég þarf af finna. Og hann gerði undurfagra engilmynd úr steininum. Þannig vinnur hinn um- skapandi hæfileiki í manninum. Náttúr- an breytir eldhraunum í fögur og gróð- ursæl landsvæði. Guð gerir heilagan mann úr vandræðamanni og tímarnir hnýta Guði krans úr sólkerfum himn- anna. Yfirborðsleg athugun sér ekkert nema fánýti í fornum borgarrústum, en listamaðurinn sér þar efni í dásamleg listaverk. Áreiðanlega mun fylling tím- ans og eilífðin skapa einhverja fagra guðsmynd af mannkyni upp úr öllu um- turni og allri styrjaldaeyðileggingu þessarar aldar. Nei, fjandinn er ekki að sækja heim- inn, hann veldur honum ekki. Heimur- inn er ekki í hættu, en einstakar þjóðir geta verið í hættu. Persar blönduðu blóði veiðzludrykk dansandi og drekk- andi Babýloníumanna. Húnar settust í silkisvæfla rómverskra svallara og sællífismanna, er þeir höfðu þvegið í blóði þeirra mestu vanvirðu þeirra af rómverskri jörð. Svipa byltingarinnar miklu í Frakklandi kom yfir spillta hirð. Ekkert gat afstýrt henni, ekki einu sinni ítrekaðar viðvaranir og bæn- ir móður drottningarinnar. Það hefur rignt eldi og brennisteini yfir Sódómu þessarar aldar, siðleysi, fj ármálaspillingu, stj ór nmálaglæpi, svall og lausung, yfir sundrung, sín- girni og illvígan flokkadrátt, stórveldi hafa lotið lágt og hásæti hrunið. Heim- urinn hefði átt að geta lært eitthvað af heimsstyrjöldinni 1914—1918, en svo var ekki. Á árunum milli heimsstyrjald- anna sagði forsætisráðherra Englands, David Lloyd George, að þjóðirnar væru eins og villidýr í skógi, þær væru að sleikja sár sín, og gróin sára sinna, myndu þær rjúka saman aftur, hvað þá líka varð. Á hinum hryllilegu árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar spurðu menn stundum: Er fjandinn að sækja heim- inn ? Hvernig lízt þér á heiminn ? Nei, heimurinn er ekki í hættu, en hver þjóð getur verið í hættu, og fs- land getur verið í hættu. Hungur, ein- okun, eldgos og harðindaár gat kvalið þjóðina, en ekki eyðilagt manndóm hennar. Geta nægtir og velgengni nið- urlægt menningu okkar og rýrt bæði drengskap og dáð landsmanna? Getur slíkt snúið harðfengi og karlmennsku hetjanna frá harðindaárunum í kveifar- legan dans kringum gullkálfinn? Hóglífi, svall og munaður hefur stundum lagt jafnvel stórveldi lágt. Þessi hætta er alltaf yfirvofandi, einnig yfir íslenzku þjóðinni, því er bezt að vera á verði — vaka á verði. Uppeldi kynslóðarinnar er vandasamara nú en áður. Bregðast heimilin? Bregðast feð- ur og mæður? Kýs unga konan heldur að sitja við rúm barnsins síns, tott- andi sígarettu, en að kenna því hollar og fagrar kvöldbænir? Heimurinn er ekki að fara í hund- ana, en þú getur farið í hundana í haf- villum fjármálaspillingar, stjórnmála- klækja, styrjalda, byltinga og menn- ingarhruns, svalls og alls konar laus- ungar. Þegar sjálfur grundvöllur sannr- ar menningar — trú og heilbrigð lífs- skoðun — haggast, þá þarf viturt hjarta til að rata. Hvaðan kemur hjarta mannsins vizkan ? Langt' er síðan að spaklega var sagt: „Ótti drottins er upphaf vizkunn- ar.“ En nú vilja menn helzt ekki heyra ótta nefndan, og sízt af öllu að óttast drottinn, en heimurinn hefur nú samt fyllst af ótta fremur en nokkru sinni áður, því meir sem hann hefur horfið frá því að óttast afleiðingarnar af frá- hvarfinu frá Guði. Guðsbarn á auðvitað ekki að hræðast sinn himneska föður, en það á að hræðast afleiðingar þess að brjóta lögmál lífsins, brjóta það siðalögmál, sem er undirstaða allrar mannlegrar farsældar. Slíkur ótti gerir menn hyggna. Þannig er ótti drottins upphaf vizkunnar. Hroki er undanfari falls, segir heilagt orð. Stórveldi hafa stundum hreykt sér mjög hátt, en lotið hörmulega lágt. „Upp með hið lága, niður með hið háa,“ eru orð spámannsins. í auðmýkt sannr- ar vizku eigum við að lifa. Lotningar- fyllst eigum við að standa andspænis undrum tilverunnar, þakklát og fagn- andi, og taka undir með þjóðskáldinu á beztu stundu þess og lofa Guðs „heil- aga, heilaga nafn,“ minnugir þess, að við „lifum sem blaktandi, blaktandi strá.“ Hver þjóð er í hættu stödd, ef börn hennar elska hana ekki og land sitt. Spakleg orð Hávamáls eru á þessa leið: „Hrörnar þöll, sús stendur þorpi á, hlýrat henni börkr né barr. Svá es maðr, sás manngi ann, hvat skal hann lengi lifa?“ Eins og einstakt, blaðlaust, nakið og vindbarið tré upp á hæð, svo er maður, sem enginn ann, enginn elskar. Hve lengi getur hann lifað við algeran ástríkisskort, slíka fátækt? Þannig er einnig um þjóðina, ef börn hennar elska hana ekki og föðurlandið. „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa,“ segir skáldjöfurinn Einar Benediktsson, og er hann þar í samræmi við spámenn og spekinga allra alda. Sá maður, sem heiðrar föður og móður, heldur í heiðri menningarleifð feðranna og ann bæði landi og þjóð, verður jafnframt beztur heimsborgari og vörn gegn allri menn- ingarsýkingu.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.