Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 9

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 9
EINING 9 ^JJin Lei t OLCýCL (j Bæn Salómós: Gef þú þjóni þínum gaumgæfið hjarta til að stjórna þjóð þinni og til að greina gott frá illu, því að hver gæti annars stjórnað þessari fjölmennu þjóð þinni? Og drottni líkaði vel, að Salómo bað um þetta. Þá sagði Guð við hann: Af því að þú baðst um þetta, en baðst ekki um langlífi þér til handa eða auðlegð eða líf óvina þinna, heldur baðst um vitsmuni til að skynja, hvað rétt er í málum manna, þá vil ég veita þér bæn þína: ég gef þér hyggið og skynugt hjarta, svo að þinn líki hefur ekki verið fyrir þig og mun ekki koma eftir þig. Og líka gef ég þér það, sem þú baðst ekki um, bæði auðlegð og heiður, svo að þinn líki skal eigi verða meðal konunganna alla þína daga. Og ef þú geng- ur á mínum vegum og varðveitir boðorð mín og skipanir, eins og Davíð faðir þinn gjörði, þá mun ég gefa þér langa lífdaga. Síðan vaknaði Salómó, og sjá: það var draumur. 1. Konungabók 3, 9—15. Draumur konungsins var góður. Vonandi biðja ýmsir þjóðstjórar sömu bænar og Salómó, og frem- ur öðru mættum við allir biðja Guð um gaumgæfið hjarta, hyggið og skynugt hjarta til að greina gott frá illu. Vanhyggnin er mikill skaðvaldur, en það eru hyggindi, sem í hag koma. Sigurður Gunnarsson, kennari: Ferðaþáttur Irá Vermlandi »ótt skáldkonan hlyti mikla viðurkenningu og frægð að makleikum, og nyti þess á margan hátt, bar hún alltaf, í vissu tilliti, söknuð í brjósti. Hún þráði alltaf æskuheimili sitt, þar sem foreldrar hennar höfðu sýnt henni svo mikla ástúð, og þar sem amma hafði sagt henni svo margar heill- andi sögur, sem orðið höfðu undirrót margra skáldsagna hennar. Hún þráði að eignast þetta heimili, endurbyggja það og eiga þar heima, það sem eftir væri ævinnar. Faðir skáldkonunnar dó á námsárum hennar eða fyrstu kennaraárum, og þá neyddist fjölskylda hennar til að selja jörðina vandalausum. En þegar skáldkonan hafði fengið Nóbelsverðlaunin, gat hún fyrst gert þennan gamla draum sinn að veruleika. Hún eignaðist þá ekki aðeins jörðina nokkru síðar, heldur tókst smám saman að láta endurbyggja rauðmálaða húsið gamla, þar sem hún hafði leikið sér sem barn og alizt upp. Og árið 1923 var því verki að fullu lokið. 1 þessu nýja glæsilega herragarðssetri dvaldi svo skáldkonan til æviloka, 16. marz 1940, og var þá 82 ára gömul. Þarna skráði hún öll síðari verk sín, tók á móti stórmennum þjóða og veitti viðtöku margs konar sæmd og sóma. — Hún hafði mælt svo fyrir, að heimili hennar skyldi opið almenningi, hverjum sem vildi, eftir hennar dag, — eins og hún hafði gert það og gengið frá því. Þeim fyrirmælum hefur líka trúlega verið fylgt. Márbakki var opnaður almenningi árið 1942, og mikið á aðra milljón gesta hafa síðan skoðað hið fagra og fræga heimili skálddrottningarinnar sænsku. Við, þátttakendurnir frá norræna bindindisþinginu í Karls- stað, gengum í hljóðri hrifning um þennan helgidóm Svía og hlýddum um stund, — alltof stutta stund, — á skýringar gamallar vinkonu skáldkonunnar á því, sem fyrir augu bar, meðan við gengum um heimilið. Hér að framan hefur verið vikið að sumu af því, sem hún sagði, en þó miklu meira sleppt. Það er líka mála sannast, að þegar við stöndum and- spænis því, sem er mikilfenglegt og göfugt, þá er ekki hægt að lýsa því, svo að vel sé — þá nægja ekki orð til túlkunar. Menn verða að sjá þaö sjálfir og njóta þess í orðvana hrifni. Heimili hinnar göfugu skálddrottningar Svía, MÁRBAKKI, er eitt af því. Frá Márbakka héldum við til bæjarins Sunne, sem er snot- ur bær á mörkum Efra- og Mið-Fryken. I bæ þessum þjón- aði lengi prófasturinn Anders Fryxell, en það var einmitt hann, sem orti hinn dáða byggðarsöng Vermlands, og raunar allrar Svíþjóðar: Ack, Vermeland, du sköna, — sem náð hef- ur inn að hjartarótum hvers Svía. — Eftir nokkra töf í bæ þessum, héldum við til staðar, sem nú á seinni árum er ekki aðeins mjög umtalaður í Svíþjóð, eins og Márbakki, heldur hka í öllum nágrannalöndunum og raunar miklu víðar. Þetta er stórbýlið ROTNEROS, eða m. ö. o. Ekeby í hinni frægu Gösta Berlingssögu Selmu Lager- löf. Eigandi Rotneros um langt skeið, iðjuhöldurinn mikli og hugsjónamaðurinn, Svante Páhlsson, varði miklu af auði sínum til þess að gera UO hektara svæði að yndislegum lysti- garði, frábærlega vel skipulögðum, þar sem ekki eru aðeins undursamleg tré ýmissa tegunda, gróðursett á hinn fegursta hátt, heldur dásamlegasta blómskrúð, sem hvarvetna er komið fyrir af listrænni smekkvísi. Þarna eru líka nokkur svæði, sem segja má að séu sjálfstæðir lystigarðar, kenndir við frægar persónur Svía, en þó aðeins liðir í heildarskipu- lagi hins mikla lystigarðs. En það, sem vekur athygli ferðamannsins ekki sízt, og gefur þessu furðusvæði enn listrænna gildi, eru hin undur- samlegu höggmyndalistaverk, sem hinn auðugi sænski feg- urðardýrkandi og mannvinur hefur látið koma fyrir um allt þetta stóra svæði með þeim sama listræna svip og öllu öðru, sem þarna er. I garðinum hefur nú verið komið fyrir hvorki meira né minna en 100 höggmyndum eftir ýmsa af kunn- ustu myndhöggvurum Norðurlanda, flest þeirra frábær lista- verk. Aðeins eitt verk er þarna eftir íslenzkan myndhöggvara, Móðir Jörð, eftir Ásmund Sveinsson. Við, íslendingarnir, óskuðum þess, að þarna hefðu einnig verið einhver af hin- um ágætu, sígildu verkum snillingsins Einars Jónssonar. Og vonandi rætist það innan skamms. Eins og geta má nærri, eru þarna nýtízku veitingastaðir og fáeinar fagrar byggingar, auk herragarðsins gamla og tígulega, Rotneros. Sérstök ástæða er til að geta glæsilegs samkomu- og hljómlistarsalar, sem speglast fagurlega í

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.