Eining - 01.07.1968, Síða 15

Eining - 01.07.1968, Síða 15
E I N I N G 15 Við œttum að skammast okkar. Hann bendir á, hve starf lögreglunnar sé erfitt og það vanmetið og illa stutt, hve glæpalýðurinn vaði uppi, og að yfir- völdum þjóðarinnar beri að taka á slíku hörðum höndum og reyna að uppræta sem mest illgresið. Uppgjöfum saka í meiriháttar afbrotum, segir hann, að fjölgað hafi um 14% síðan 1962. Árið 1965 hafi fjöldi þeirra manna, sem fang- elsaðir hafi verið eða settir í betrunar- stofnanir ungmenna eða fengið skilorðs- bundinn dóm, verið tvær milljónir. Sama ár voru drýgðir 14 meiriháttar glæpir á hvert þúsund landsmanna, þessa velsældar lands. Afbrotum og glæpum ungmenna fjölg- ar miklu örar en glæpunum yfirleitt. Árið 1965 var meira en helft allra þjófn- aðarafbrota, þar á meðal bíla- og inn- brotsþjófnaðar, drýgð af ungmennum í aldursflokknum 11—17 ára. Þessi glæpaiðja er talin kosta þjóðina beinlínis 20—30 milljarða dollara ár- lega. Þar með ekki talin öll hin mann- lega þjáning og eyðilögðu mannslíf í þessu glæpafári. Þarf þetta að þrífast samhliða mikilli og vaxandi skólamenntun, alls konar menntun og vísindum, velgengni, bætt- um lífskjörum og víðtækri félagsmála- starfsemi? Þessi þjóðarsjúkdómur skað- ar þjóðina meira en styrjaldir. Er ekki þörf á hreinsun? Þarf ekki yfirmann- legan mátt til að rySja musterið, eins og skáldið orðar þetta. „Sé hneykslið á stað- inn heilaga sett, guð hjálpi þeim lýðum og storðum.“ I áðurnefndri ritgerð er kafli eftir æðsta mann rannsóknarlögreglu sam- veldis Bandaríkjanna. J. Edgar Hoover heitir hann. Hvað leggur hann til mál- anna ? Hann varpar fram spurningunni: Hvað veldur þessum afbrotaófögnuði ungu kynslóðarinnar? Eina helztu or- sökina telur hann vera þá stórskaðlegu og ósönnu kenningu, sem vaðið hafi upp í skólum, réttarsölum, heimahúsum og á götum úti, að það sé samfélaginu, for- eldrum og þjóðfélaginu að kenna, að unga fólkið hegðar sér eins og það gerir. Hins vegar viðurkennir hann þá al- varlegu vanrækslu þjóðfélagsins, að hafa ekki frætt æskumenn nægilega um gildi agans, sjálfsvirðingar og virðingar fyrir lögum og rétti. Hin háskalega kenning, að eldri kyn- slóðin og þjóðfélagið eigi sökina á öllum ósóma ungu kynslóðarinnar, hefur sann- arlega stungið upp kollinum einnig á Islandi, og áreiðanlega unnið sitt ó- þurftarverk. Óþarfi er að mæla ósóm- anum bót eða ala hann upp í villingum. Hlutverk lögreglunnar er víða um lönd allt annað en auðvelt. Til dæmis, svo aft- ur sé vitnað í áðurnefnda ritgerð, urðu 18 þúsund lögreglumanna fyrir árásum glæpamanna eitt undanfarið ár í Banda- ríkjunum, 7738 voru særðir og 57 drepn- ir. Tvær meginhliðar eru á þessu mikla vandamáli, sem hér hefur verið rætt. Önnur sú, að einhver máttug hönd verð- ur að vinna hreinsunarverk. Hin hliðin er þó langt um veigameiri. Hún er sjálft uppeldi þjóða. Niðurrifsöflin eru geig- vænlega máttug, og magnari þeirra er hinn voldugi peningur — gullkálfurinn í einhverri mynd. Hitt er svo víst, að tækju ríkisstjórn- ir, löggjafarþingin, kirkja, skólar og heimili höndum saman, af vakandi ábyrgðartilfinningu og göfugmennsku, um að ala upp hverja kynslóð í guðs- hyggju og góðum siðum, hlyti árangur- inn að verða mikill og góður. Enn er það satt, að hver og einn uppsker eftir því hvernig hann sáir. P.S. -k-k -)< -x-K Unglingaregluþingið, framhald af 2. bls. hafin verði nú þegar skipuleg sókn til bæjar- og sveitarfélaga um árlegan f jár- stuðning við barnastúkurnar. Felur þingið stórgæzlumanni að hafa forgöngu um þetta. 6. Unglingaregluþingið 1968 lýsir megnri andúð á auglýsingastarfsemi tóbaks- framleiðenda og umboðsmanna þeirra hérlendis. Um leið minnir þingið á þá ábyrgð, sem þeir aðilar baka sér, sem með birtingu tóbaksauglýsinga og á annan hátt koma á framfæri áróðri fyr- ir tóbaksneyzlu. Þingið harmar, að frumvörp um bann við tóbaksauglýsingum skuli ekki hafa náð fram að ganga á Alþingi, en lýsir þeirri ósk og von, að slíkt bann verði sem fyrst í lög leitt. Þingið skorar á ríkisstjórnina að fyrir- skipa, að sett verði alvarleg viðvörun um skaðsemi tóbaksneyzlu á hvern síga- rettupakka, sem seldur er í landinu, svo sem gert hefur verið a.m.k. í Banda- ríkjunum. Unglingaregluþingið var hið ánægjuleg- asta. Það lauk miklu lofsorði á stórgæzlu- mann og skoraði mjög eindregið á hann að gefa kost á sér enn á ný. Þingið færði Þingstúku Reykjavíkur þakkir fyrir gott kaffiboð. Sennilega verð- ur nánar vikið að unglingaregluþinginu, þegar næsta tölublað Einingar kemur út. Stórstúkuþingið, framhald af 2. bls. lýsingaþjónustu meðal almennings um áfengismálin og stefnu Góðtemplara- reglunnar. 2. Stórstúkuþingið telur ástæðu til að endurtaka samþ. fyrri þinga, um að átelja það, að opinberir aðilar hafi vín- veitingar um hönd á kostnað almenn- ings, í opinberum veizlum, og beinir því til framkvæmdanefndar Stórstúku ís- lands að vinna að því við ríkisstjórn og Alþingi að bannaðar verði með lögum allar áfengisveitingar á vegum ríkisins og ríkisstofnana og annarra opinberra aðila. Jafnframt þakkar þingið bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir gerða samþ. um að ekki sé veitt vín á vegum bæjarstjórnar og stofnana bæjarins. 3. Stórstúkuþingið fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur í húsnæðismálum Regl- unnar, með byggingu hinnar nýju Templarahallar í Reykjavík og einnig þeirri stækkun og endurbótum, sem gerð hefur verið á bindindishóteli templ- ara, Varðborg á Akureyri. 4. Stórstúkuþingið lýsir ánægju sinni yfir velheppnuðum bindindismótum Um- dæmisstúkunnar nr. 1, Þingstúku Eyja- f jarðar og ísl. ungtemplara, sem haldin hafa verið undanfarin sumur. Einnig metur þingið mikils viðleitni annarra félagssamtaka að halda mót með líkum hætti. Skorar þingið á al- menning að veita öllum þeim aðstoð, sem vilja vinna að því máli í sambandi við skemmtanahald, að forða ungum og gömlum frá áfengisneyzlu, en skapa heilbrigt almenningsálit um skaðsemi áfengisnautnarinnar. 5. Stórstúkuþingið skorar á alla bindindis- menn og bindindissinnað fólk í landinu, að hefja nú þegar öfluga baráttu gegn áfengisbölinu og einnig að standa vel á verði gegn hvers konar breytingu á áfengislöggjöfinni til hins verra, þar á meðal ef fram kemur frumvarp á Al- þingi um bruggun og sölu á áfengu öli. 6. Stórstúkuþingið telur nauðsyn bera til náinnar samvinnu allra þeirra aðila, sem vinna að bindindismálum og áfengis- vörnum í landinu. Felur þingið fram- kvæmdanefnd Stórstúku Islands í sam- ráði við Áfengisvarnaráð að athuga möguleika á að koma á landsfundi þeirra aðila það árið sem Stórstúkuþing er ekki haldið. -K-K -K -K-K Auðratað Söm eru verkin, jafnt síðast og fyrst, þótt sitji menn friðarþing. Kain var myrtur. - Þeir krossfestu Krist- Kennedy skutu, Lincoln og King. Afreksmannanna ævislóð auðkennir jafnan fórnarblóð. P.S.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.