Okkar á milli - 01.01.1988, Page 6

Okkar á milli - 01.01.1988, Page 6
Kæru félagsmenn! Ég vil byrja á því aö óska ykkur öllum gleðilegs nýárs og þakka ykkur viö- skiptin á síöastliönu ári. Janúar-blaðið er fleytifullt af nýj- um bókum eftir kunna höfunda, bæði innlenda og erlenda, svo aö allir ættu aö geta fundið sér góða bók til að lesa í skammdeginu. Mánaðartilboðið sker sig úr eins og svo oft áður. Kristín Lafranzdóttir eftir Sigrid Undset er heimsbók- menntir, en jafnframt spennandi ást- ar- og ættarsaga, sem allir hafa gaman af að lesa og ætti að vera til á hverju heimili. Gosi er einnig sígildar heimsbók- menntir. Sagan um spýtustrákinn hefur heillað börn á öllum aldri og gerir það enn. Og áreiðanlega hafa mörg börn ánægju af aö hlusta á hinn vinsæla útvarpslestur Þorsteins Thorarensens á kassettu - og fylgj- ast um leið með í bókinni. Þeir sem hafa gaman af spennu- sögum hafa úr þremur góðum tilboð- um að velja: Sendiboðum næturinn- ar eftir David Morrell, Aldrei of seint eftir Phyllis A. Whitney og Hvar eru börnin og Viösjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark. Allt eru þetta bækur sem grípa lesandann um leið og hann hefur lesturinn. Að lokum vil ég þakka þeim félags- manni, sem hringdi til okkar föstu- daginn 4. desember og benti okkur á grein í DV, þar sem blaðamaður hafði skrifað um Veröld á neytendasíðu blaðsins. Fyrirsögnin var: ,,Dýrt að panta hjá Veröld - Varist skrum í auglýsingurrT. Fullyrtvar, að Veröld auglýsti fullt verð plötunnar Dögun eftir Bubba á 999 kr. í staðinn fyrir 899 kr. og okkar verð væri 849 kr., en það var 765 kr. Blaðamaðurinn hafði farið línuvillt og birti fullt verð plöt- unnar Kvöld við lækinn, en það var 999 kr. Mánudaginn 7. desember var Veröld beðin afsökunar á þess- um mistökum. Þarna var um óvand- aða blaðamennsku að ræða að ekki sé fastara að orði kveðið, og sýnir, að ástæða er til að taka fréttir og umfjöllun blaðanna með varúð - jafnvel á neytendasíðunum. Með bestu óskum um gleðilegt nýár. clóW Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri Nr.: 1671 Fullt verð: 1.880 kr. Okkar verð: 1.689 kr. Viltu láta drauma þína rætast? Bókin Sjálfstraust og sigurvissa er skrifuð til þess að sem flestir geti látið drauma sína rætast. Þetta er hnitmiðuð bók um efni sem alla varðar, því að lífið er stutt og listin að lifa margslungin. Þekktur sálfræöingur Höfundur bókarinnar, Irene Kassorla, er þekktur sálfræðingur í Bandaríkjunum. Hún leiðir lesendur sína til aukinnar sjálfsvirð- ingar og sjálfstrausts af mikilli þekkingu og fenginni reynslu. Þú getur hvað sem er, ef þú vilt - er kjarninn í kenningum Irene Kassorla, og hið eina sem getur staðið í vegi fyrir persónulegri velgengni þinni ert þú sjálfur, hvort sem þú ert karl eða kona. Leyndir hæfileikar í formála segir Irene Kassorla m.a.: ,,Við eigum mikið af hugsjónum um það sem við viljum ná fram í lífi okkar. En við þorum ekki að nálgast það sem okkur dreymir um. Þess í stað beitum við skynseminni til að eyða metnaðinum og til að sannfærast um að við séum betur komin án hans. Þannig erum við sigruð áður en við leggjum af stað, og vonirnar sem við ólum í brjósti deyja með okkur. Þú getur lært hvernig má auka leynda hæfileika þína. Þú getur bætt per- sónuleika þinn og tekið breytingum til hins betra.“ 6

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.