Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 3

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 3
ÓVENJULEGUR ÆVIFERILL JEAN M. AUEL Smásaga varð sex binda verk Jean M. Auel kom til Islands i fyrra, eins og sagt er frá á næstu opnu, og heimsótti þá Halldór Laxness. Ævi- og ritferill bandarísku skáldkon- unnar og metsöluhöfundarins Jean M. Auel er í hæsta máta óvenjulegur. Hún öðlaðist frægð og frama á ótrúlega stuttum tíma. Fyrir aðeins átta árum var hún óþekkt húsmóðir, en skrifar nú bækur, sem vekja heimsathygli og selj- ast í milljónaupplögum. Fimm barna móðir Jean giftist Ray Auel, þegar hún var átján ára, og 25 ára gömul var hún orðin fimm barna móðir. Ray var hermaður að atvinnu, en notaði tímann jafnframt til að mennta sig. En það er til vitnis um vilja- styrk Jean, að þegar hún var 28 ára vildi hún líka ganga menntaveginn og lét ekki þungt og erfitt heimili aftra sér frá því að sækja kvöldtíma í háskóla. Tóm- stundir hennar voru að sjálfsögðu stop- ular, en hún gafst ekki upp og tólf árum síðar hafði hún tekið MS-gráðu. Djörf hugmynd Kvöld eitt snemma á árinu 1977, þegar Jean var um fertugt, sótti á hana upp úr þurru sú hugmynd að skrifa smásögu um unga stúlku sem lifði á forsöguleg- um tíma. Jean hafði aldrei skrifað sögu áður, aðeins ort fáein Ijóð, en ekki þorað að koma þeim á framfæri. „Enn í dag hef ég ekki minnstu hugmynd um hvern- ig á því stóð að ég fékk þessa djörfu og í rauninni fráleitu hugmynd," hefurskáld- konan sagt í blaðaviðtali. „En ég var strax staðráðin í að gera hana að veru- leika. Auðvitað rak mig fljótt í vörðurnar. Ég komst strax að raun um, að ég vissi afar fátt um lífið á þessum tíma og gæti því engan veginn lýst því. En í háskól- anum hafði ég lært að leita heimilda og byrjaði strax á því að fletta upp í alfræði- orðabókum. Og daginn eftir fór ég á bókasafnið og kom þaðan heim með fangið fullt af alls konar bókum um forn- leifafræði og mannfræði." Bjó í snjóhúsi Jean hélt áfram að lesa allt sem hún gat náð í um þetta tímabil. Auk þess kynnti hún sér persónulega margt sem gat komið henni að gagni við skriftirnar. Hún fór með manni sínum og hópi af fólki upp á reginfjöll þar sem þau gerðu sér snjó- hús og sváfu þar eina nótt. Þannig fannst henni hún geta betur gert sér í hugarlund, hvernig Neanderdalsmenn- irnir fóru að því að lifa veturinn í slíkum híbýlum. Hún lærði að þekkja villtar plöntur og lækningamátt þeirra. Hún fór á námskeið þar sem hún lærði að verka skinn og útbúa úr þeim föt og aörar nauðsynjar. Hún lærði að kveikja eld án þess að nota eldspýtur — og svo mætti lengi telja. Frábærar móttökur Loks var svo komið, að Jean hafði aflað sér óvenju mikillar þekkingar á þessu tímabili í sögu okkar mannanna og fannst hún verða að deila henni með öðrum. Hún byrjaði að skrifa söguna af fólkinu, sem bjó í hellum fyrir 35.000 árum, sat við skriftir 12 - 16 tíma á dag, uns hún hafði skrifað rúm- lega fimmhundruð blaðsíðna bók undir nafninu Þjóð bjarnarins mikla. Bókin var gefin út og hlaut frábærar móttökur. Hún seldist í fimmtán milljónum eintaka ( Bandaríkjunum, hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála og alls staðar orðið metsölubók. Hér á landi hefur hún nú selst í meira en 6000 eintökum. Börn jaröar Síðan hafa tvær bækur bæst við, Dalur hestanna, sem nú er mánaðarbók Ver- aldar, og Mammútveiðimennirnir, sem væntanlega kemur út hér á landi fyrir næstu jól. Alls eiga bækurnar að verða sex talsins, og þessi mikli sagnabálkur ber heitið Börn jarðar. Smásagan, sem Jean M. Auel ætlaði upphaflega að skrifa er því orðin að efni í sex binda skáldsögu, sem á engan sinn líka í heimsbókmenntunum. Sá sem á trjágarð og bókasafn saknar elnskis (Ciceró) • 3

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.