Okkar á milli - 01.03.1988, Page 5

Okkar á milli - 01.03.1988, Page 5
Helgafell, sem gefur út bækur hennar á íslensku, bauð skáldkonunni í skoðunar- ferð að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli. Jean varð djúpt snortin af Gullfossi og landslag- inu umhverfis hann. Hún hafði orð á því, að það líktist djúþum dal, sem hún lýsti í öðru bindi sagnabálksins, Dal hestanna. Aftur og aftur Á blaöamannafundi, sem haldinn var dag- inn fyrir skoðunarferðina, var Jean spurð ýmissa spurninga varðandi bækur sínar. Hún sagði m.a. frá því, að þegar hún hefði lesið yfir í fyrsta skipti handrit sitt af Þjóð bjarnarins mikla, hefði hún komist að raun um að hún kynni alls ekki að skrifa. „Ég svitnaði og mér fannst handritið alveg hræðilegt,“ sagði hún. „Ég sagði barafrá, en byggði frásögnina á engan hátt upp. Það vantaði alla sviðsetningu hjá mér. Mig vant- aði alla tækni við skriftirnar. Svo að ég dreif mig á bókasafnið einu sinni enn og náði mér í handbækur um það, hvernig skrifa ætti skáldverk. Ég skrifaði Þjóð bjarnarins mikla að minnsta kosti fjórum sinnum og Vaka-Helgafell, sem gefur út bækur Jean M. Auel hér á landi, bauð skáldkonunni i skoðunar- ferð aó Gullfossi, Geysiog Þingvöllum. Hérsést hún ásamt útgefanda sínum, Ólafi Ragnarssyni — við Gullfoss, sem hún varð djúpt snortin af. suma kaflana mun oftar. Mér finnst enn, að ég hefði getað gert betur, en mér fer fram, og þriðja bókin er best af þeim sem ég hef skrifað hingað til.“ Mamma borgar Vikan birti grein og viðtal við Jean M. Auel, á meðan hún dvaldi hér á landi eftir Bryn- dísi Kristjánsdóttur blaðakonu, og hefur mjög verið stuðst við þann texta í þessari kynningu. Grein Vikunnar lýkur með þess- um orðum: „Bækurnar hafa því auðvitað fært Jean drjúgar tekjur og nú búa þau hjónin í stóru húsi niðri við sjó í Portland í Oregonfylki í Bandaríkjunum þar sem Jean hefur vinnustofu á efstu hæð með útsýni yfir Kyrrahafið. Ray starfar nú sem umboðs- maður eiginkonunnar og sér um fjármálin - „og sér um að bægja gestum frá heimilinu þegar ég er að vinna,“ segir Jean, og af öllum samskiptum þeirra er auðséð að mikil ástúð og umhyggja ríkir þeirra á milli. Vænst, sagði Jean, að sér þætti um að geta nú hringt til barnanna sinna fimm, sem öll eru flutt að heiman og búa mjög langt frá foreldrum sínum, og sagt þeim að taka næstu flugvél og koma í heimsókn með alla fjölskylduna — og að mamma borgi." Viðbrögð við Bömum jarðar eftir Jean Auel Ógleymanlegar persónur, yndislegar og átakanlegar • Sagan dáleiddi mig Það er margt merkilegt við þessa bók. Höfundurinn fléttar inn í spennandi söguþráð fróðleik sem spannar öll mannleg svið... Það er skemmst frá að segja að fimm hundruð blaðsíðurnar sleppa manni ekki fyrr en þær eru bún- ar. Og þá fór undirrituð í bókaleiðangur til að finna framhaldið á ensku. Og hvílík lesning! Það var enginn tími til að skrifa um fyrsta bindið í DV eins og ég hafði lofað því sagan dáleiddi mig.. Rannveig G. Ágústsdóttir DV, mars 1987 • Listræn hæfni Lýsingarnar á fólkinu sem kemur við sögu eru heillandi og skýrar.... Efnið verður ekki endursagt í örstuttri um- sögn. Ég verð að láta mér nægja að benda sem flestum á að lesa þessa bók, sem er ekki aðeins samin af vandvirkni og listrænni hæfni, heldur einnig af miklu viti og þekkingu. Þessar framandi persónur af ætt hellisbjarnarins stíga upp af síðunum og verða margar ógleymanlegar, yndislegar og átakan- legar... Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðið, des. 1986 • Dulúöug spenna Þjóð bjarnarins mikla er ein besta bók sem ég hef lesið lengi, einstaklega áhrifamikil, dulúðug og spennandi. Það er ótrúlegt hve vel höfundinum tekst að gera heim forfeðra okkar fyrir 35 000 árum lifandi og raunverulegan. Sérstak- lega fannst mér magnað að kynnast því gegnum aðalpersónu verksins hver staða kvenna var í þessu frumstæða karlasamfélagi Neanderdalsmanna. Þetta er stórkostleg skáldsaga... ÓlöfKolbrún Harðardóttir, Okkarámilli, mars 1987 Blindur er bóklaus maður (íslenskur málsháttur) • 5

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.