Okkar á milli - 01.03.1988, Side 7

Okkar á milli - 01.03.1988, Side 7
50% afsláttur ef þú tekur einhverju öðru tilboði í blaðinu Það er ódýrt að baka brauð — og skemmtilegt Matbrauð afbestu gerð er ein af bókunum í Sælkerasafni Vöku, en ritstjóri þess erSkúli Hansen, matreiðslumeistari á Arnarhóli, sem einnig er kunnur fyrir góða matreiðslu- þætti á Stöð 2. Það er ódýrt að baka brauð — og líka skemmtilegt, sérstaklega þegar jafn glæsileg matreiðslubók er við höndina og nú er í boði hjá Veröld: Matbrauö af bestu gerð. Alltaf vel þegið Heimabakað brauð er gott og alltaf vel þeg- ið. Og brauð er líka afar mikilvægt vegna næringargildis síns. Það inniheldur aðal- lega kolvetni í formi sterkju og sellulósa. Oft er rætt um trefjaefni í brauði, en þau er einkum að finna í grófari tegundunum. í brauði er einnig hvíta, B-vítamín og járn. Mest er af járni í grófu korni, en með járn- bætingu hefur gildi hvíta hveitisins verið aukiö. Mikilvægur þáttur Brauð er ódýrt og mettandi. Það getur ásamt mjólk, osti og svolitlu grænmeti myndað fullgilda máltíð. Satt er það, að menn þrífast ekki á brauði einu saman, en það mun alltaf verða stór og mikilvægur þáttur í mataræði almennings. Fyrir þá sem Fyrir þá sem taka einhverju taka engu ööru tilboði öðru tilboði Nr.: 1692 1693 Verð: 199 kr. 398 kr. Tveir fá WOK-pönnu í verðlaun Mars- getraunin Marsgetraunin okkar er óvenjuleg að því leyti, að nú fá tveir félagsmenn verðlaun, það er að segja ef þeir hafa greitt kaup sín fyrir 10. apríl. Verðlaunin eru tvær WOK- pönnur frá vestur-þýska fyrirtækinu Gross- ag. Þær henta mjög vel við kínverska mat- argerð, sem verður sífellt vinsælli hér á Vesturlöndum. Undir WOK-pönnunni er hitaplata, en einnig er hægt að nota hana á venjulegan hátt, t.d. við að steikja pönnu- kökur. Spurningin er lauflétt eins og venju- lega: Hvað heitir stúikan sem Dalur hest- anna fjallar um? — Skrifaöu svarið á bls. 15 og sendu okkureðahringdu inn réttalausn. Ekki aðeins bók heldur bókmenntir (Auglýsingaslagorð Ragnars i Smára) • 7

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.