Okkar á milli - 01.03.1988, Side 12

Okkar á milli - 01.03.1988, Side 12
Nr.: 2080 Fullt verð: 3.999 kr. Okkar verð: 3.490 kr. SÖNGVASAFN KALDALÓNS Sfgild lög sem allir þurfa að eiga Sigvaldi Kaldalóns er eitt allra ástsælasta tónskáld sem við Islendingar höfum átt. Hann gaf út 204 sönglög um dagana, og ótrúlega mörg þeirra eru enn á hvers manns vörum, lög eins og „ísland ögrum skorið,“ „Á Sprengisandi,'1 „Erla, góða Erla,“ „Svanasöngur á heiði,“ „Hamra- borgin“ og fleiri og fleiri. Veröld býður nú sem aukatilboð Söngvasafn Kaldalóns í sjö heftum, og auk þess fylgja með 27 sönglög eftir dóttur tónskáldsins, Selmu Kaldalóns. Starfandi læknir Sigvaldi Kaldalóns var starfandi læknir alla ævi og gat því aðeins fengist við tónsmíðar sínar í stopulum tómstundum. Hann var fyrst læknir í Ármúla við Isafjarðardjúp, síð- an í Flatey á Breiðafirði og loks í Grindavk. Árið 1971 kom út Bókin um Sigvalda Kalda- lóns eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund, og er þar ítarlega sagt frá lífi hans og list. Og árið 1986 var hans rækilega minnst í fyrra bindi endurminninga Tómasar Þorvalds- sonar útgerðarmanns eftir Gylfa Gröndal. Sannkallaöur Ijúflingur Tómas kemst m.a. svo að orði: „Sigvaldi Kaldalóns var sannkallaður Ijúflingur, prúð- ur maður og aðlaðandi, lítillátur og með afbrigðum barngóður. Hann var gæddur sérstæðum persónutöfrum, endavarævin- lega margt fólk í kringum hann. Sem læknir naut Sigvaldi trausts Grindvíkinga. Það veitti sannarlega ekki af að hafa lækni á staðnum að leita til, sérstaklega um vertíð- ina, þegar fólki fjölgaði verulega. Minnis- stæðastur er þó Kaldalóns Grindvíkingum sem listamaður og tónskáld. Þaðvarómet- anlegt að hafa slíkan mann í byggðarlag- inu." Tónar alþýðunnar Sigvaldi Kaldalóns lést sumarið 1946 og í minningarorðum um hann komst Jóhannes skáld úr Kötlum svo að orði: „Vart mun finnast sú sál á íslandi, að hún hafi ekki einhverju sinni orðið snortin af söngvum hans, vart sú rödd, sem ekki hefur reynt aö taka undir þá. Eins og mild kveðja vorboð- ans hafa þeir borist efst upp í dali, yst út á nes, bóndinn hefur raulað þá yfir fé, sjó- maðurinn á vaktinni... Þetta eru tónar al- þýðunnar í upphafningu norræns blóma, yljaðir af hjartaglóð snillingsins. Þetta eru tónar, sem allir skilja og eiga, og þess vegna geta þeir ekki dáið.“ Bókin um Vilmund Nr.: 1705 Fullt verð: 1.625 kr. Okkar verð: 1.395 kr. Bókin Löglegt en siðlaust eftir Jón Orm Halldórsson er stjórnmálasaga Vilmundar Gylfasonar. Bókin kom út fyrirjólin 1985og varð ein af metsölubókunum. Það var síst að undra, því að hún fjallaði um mann sem þjóðin þekkti og þúsundirsyrgðu. Til forustustarfa Aftan á kápu bókarinnar segir m.a. svo: „Það fór víst aldrei á milli mála, að Vilmund- ur mundi veljast til forustustarfa, þótt aldrei væri hann „every mothers dream“, eins og hann sagði sjálfur. Drengurinn var svo ódæll og baldinn í æsku, að sögur um hann flugu langan veg út fyrir heimaslóðir í vest- urbænum í Reykjavík. Hann hafði ótvíræða forystu fyrir hópi krakka í hverfinu og valdi sér þó ekki skoðanalausa menn að félög- um.“ í ætt við skáldskap Matthías Johannessen skrifaði formálafyrir Ijóðasafni Vilmundar, sem kom út að hon- um látnum. Þar segir m.a.: „Vilmundur Gylfason hafði tilfinningar skálds. Við- kvæmni hans fyrir umhverfinu kallaði á við- brögð sem voru einlæg, en síður úthugsuð, eins og oft vill verða hjá pólitískum at- kvæðaveiðurum, en fyrir bragðið komst Vil- mundur í óvenjulegt samband við kjósend- ur sína og fylgismenn, þeir mátu frískleika hans, skáldlegt ofnæmi og heilindi, sem eru meira í ætt við skáldskap en kaldrifjaðan veruleika. Andstæðingar Vilmundar skildu illa eðliskosti hans og dæmdu hann stund- um á röngum forsendum sem þeir bjuggu til sjálfir.“ Allur í því sem hann geröi Og Matthías heldur áfram: „Eins og gagn- rýnendur sem hættir til að dæma listaverk fyrir það sem þeim finnst vanta í þau, þann- ig var þess stundum krafist af Vilmundi að hann kæmi til dyranna öðruvísi klædduren hann var. En Vilmundur Gylfason var allur í því sem hann gerði, hvort sem hann orti Ijóð eða skrifaði þjóðfélagsádeilu í dagblað. Þetta vissu þeir sem hrifust af honum—og með honum. Þeir voru fleiri en aðrir stjórn- málamenn náðu til um hans daga. Það er orðið sjaldgæft að við upplifum skáldleg hughrif í stjórnmálum." 12 • Fyrir mörgu gerir békin ráð (íslenskur málsháttur)

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.