Okkar á milli - 01.03.1988, Síða 14

Okkar á milli - 01.03.1988, Síða 14
Hið fjölskrúðuga fuglalíf heimsins Hver vill ekki vita náin deili á þeim fuglateg- undum sem algengar eru hér á landi; hvað fuglarnir heita, hvernig þeir syngja, hvar þeir gera sér hreiður og hvort þeir eru far- fuglar eða staðfuglar — eða kannski sjald- séðir flækingar. Til þess þurfa menn að eignast Stóru Fuglabók Fjölva, sem Veröld býður nú félagsmönnum sínum á mjög hagstæðu verði. í grennd viö okkur Þrátt fyrir aukna ræktun, byggð og útrým- ingu villidýra á okkar dögum, halda fuglarn- ir sem betur fer áfram að vera í grennd við okkur, þótt sums staðar hafi þeim fækkað ískyggilega. Maríuerlan dintar stéli á kál- garðsvegg á sumrin, spóinn vellur graut í haganum, skógarþröstur og starri búa í trjá- görðum þéttbýlisins, fjölbreytt andalíf er á Tjörninni í Reykjavík, og við höfnina þar getum við skoðað hinarýmsu mávategund- ir. 1100 fuglamyndir Stóra Fuglabók Fjölva birtir lesendum sín- um stórbrotið yfirlit yfir allt hið fjölskrúðuga fuglalíf veraldarinnar. Þar rekur víðkunnur tékkneskur fuglafræöingur, J. Hanzak að nafni, alla helstu flokka fugla, en Friðrik Sigurbjörnsson hefur þýtt bókina og endur- sagt og lagað hana að íslenskum staðhátt- um. Þetta er eitt stærsta náttúrufræðirit, sem komið hefur út hér á landi, 600 blað- síður að stærð með 1100 Ijósmyndum af fuglum bæði svarthvítum og í litum. STÓRA FUGLA- BÓK FJÖLVA Nr.: 1707 Fullt verð: 2.375 kr. Okkar verð: 1.995 kr. i Myndskreyttar nútímafólk Fjölvi hefur gefið úr þrjár einstaklega falleg- ar bækur um uppruna mannsins. Þetta eru myndskreyttar bækur fyrir nútímafólk og þær heita: Neanderdalsmaðurinn, Kró- magnonmaðurinn og Frumlífssagan. Hægt er að fá hverja bók sérstaklega eða allar þrjár saman. Það er Time-Life útgáfan fræga sem gefur þessar bækur út, en Þor- steinn Thorarensen hefur þýtt þær. Nr.: Fullt Okkar verð: verð: Allar 3 saman 1708 4.440 kr. 3.455 kr. Neanderdalsmaðurinn 1709 1.480 kr. 1.215 kr. Frumlífssagan 1710 1.480 kr. 1.215 kr. Krómagnonmaðurinn 1711 1.480 kr. 1.215 kr. Ný vitneskja Strax í inngangi bókarinnar um Neander- dalsmanninn kemur í Ijós ný vitneskja, sem ekki er öllum kunn, en þar segir m.a.: ,,Enn er það almenningsálit ríkjandi, að Nean- derdalsmaðurinn hafi veriö lítt mannlegur. Fólk ímyndar sér, að hann hafi verið urrandi villidýr og ófreskja fremur en skynsöm mannvera. En að undanförnu hafa forn- leifafræðingar og mannfræðingar tekið þessa mynd til endurskoðunar og komist að nýrri niðurstöðu. Eigulegar bækur Það hefur komið í Ijós, að Neanderdals- maðurinn stóð á hærra ,,menningarstigi“ en áður var haldið. Hann var mannlegur og hann var forfaðir okkar nútímamannanna. Svo að það er kominn tími til að sýna hon- um þá virðingu, er hann á skilið sem greind hugsanavera." Þetta er aðeins lítið dæmi um þann mikla fróðleik sem er að finna í þessum fallegu og eigulegu bókum. 14 9 Bækumar, bækumar... þær dým membranae, íslands líf (Grinvicensis iíslandsklukku Lcixness)

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.