Okkar á milli - 01.09.1988, Síða 6

Okkar á milli - 01.09.1988, Síða 6
Lengri gjaldfrestur ef þú greiðir með krítarkorti Eins og flestir félagsmenn okkar vita býöur Veröld fé- lagsmönnum sínum aö greiöa meö krítarkorti. Þaö sem margir vita þó ekki er, aö kaup t.d. nú í september koma ekki til greiðslu fyrr en í byrjun nóvember, þ.e.a.s. félags- menn fá 25-40 daga gjald- frest í staö 15 daga. Og þaö sem ennþá færri vita, er aö Veröld er eitt af örfáum fyrirtækjum á íslandi sem þurfa ekki aö handfæra allar greiöslur er fara á krítarkort. Þar sem greiðslur með krítarkorti jukust allveru- lega á síöasta ári, lét Ver- öld útbúa fyrirsig hugbún- aö sem sér um aö koma greiðslum til krítarkortafyr- irtækjanna í tölvutæku formi. Þegar þú, félagsmaður góöur, ákveður að láta færa kaup þín í eitt skipti eða ávallt á kortið þitt, er það skráö með pöntun þinni í tölvuna. Síðan sér tölvan um aö skrifa reikn- ing á þig og kaup þín, sem og annarra, á diskling sem berst til viðkomandi krítar- kortafyrirtækis og fer þar beint inn á tölvuna. Meö þessu móti höfum við gert krítarkortagreiöslur eins öruggar, fljótvirkar og ódýrar og mögulegt er. SEPTEMBER-GETRAUN VERALDAR 10 þúsund kr. úttekt h já Koggu Þátttakendum í getrauninni fer alltaf fjölgandi enda íslendingar frægir fyrir að freista gæfunnar í happdrættum og getraunum ýmiss konar. Þess vegna viljum við hvetja alla þá sem taka þátt í getrauninni, og hina líka aö sjálfsögðu, til þess aö greiöa reikningana sína á réttum tíma. Verðlaunin að þessu sinni eru 10.000 kr. úttekt hjá listakon- unni Kolbrúnu Björgúlfsdóttur, en eins og margir vita rekur hún verslunina Koggu aö Vestur- götu 5. Kolbrún, eða Kogga eins og hún er oftast kölluö, er löngu orðin þekkt fyrir sína ein- stöku leirmunasmíö og eru þetta því verðlaun sem margir munu vilja vinna. Spurningin aö þessu sinni hljóðar svona: Hvenær á að vera búið að greiða heimsenda gíróseðla? Við vonum aö allir hafi svarið á reiðum höndum. Skrifiö rétt svar á svarseðilinn á bls. 11 eða hringið inn rétta lausn á símsvarann. Síminn er 29055. Meiri afsláttur Eigandinn að Heilsuvali, Laugavegi 92 í Reykjavík, hringdi til okkar á dögunum. Hann varð of seinn til að komast í afsláttarbókina, en býöur samt Veraldarfélögum eftirfarandi afslátt: □ Hárrækt m/lazer 10% □ Meðferð gegn hrukkum m/lazer 10% □ Meðferð gegn vöðvabólgu m/lazer 10% □ Snyrtivörurm/aloe 10% □ Aðrar snyrtivörur 10% Síminn hjá Heilsuvali er 11275. Fimm heppnir Fimm heppnir félagar unnu í maí-getrauninni og fengu senda grafíkmynd eftir listakon- una Rut Rebekku Sigurjóns- dóttur. Þessir félagar voru: □ Bjarndís Þorgrímsdóttir, Stykkishólmi □ Kjartan Páll Einarsson, Reykjavik □ Helga V. (saksdóttir, Sel- tjarnarnesi □ Ragnhildur Magnúsdóttir, Gígarhólmhvoli □ Jónas Bjarnason, Reykja- vík Starfsmenn Veraldar óska of- antöldum vinningshöfum til hamingju með vinningana. Ráð við gigtarsjúkdómum Bókin Gigtarsjúkdómar og heilsufræði alþýðunnar er eftir D.C. Jarvis, höfund bókarinnar Læknisdómar alþýðunnar, sem hefur komið út í tveimur útgáf- um á íslensku og er fyrir löngu uppseld og ófáanleg. Nýja bók- in er engu síðri og veitir ótal skynsamlegar ráðleggingar varðandi einn þrálátasta sjúk- dóm, sem læknavísindin þekkja -gigtina. D.C. Jarvis er kunnur læknir frá Vermont í Bandaríkjunum og hann hefur opnað þúsundum lesenda sinna dyrnar aö hinni alþýðlegu læknislist. Ótal bréf, sem honum hafa borist, bentu til þess, að liðagigt væri einn algengasti og kvalafyllsti sjúk- dómur heims. Hundruð gigtar- sjúklinga óskuðu að fá að vita hvaða ráð alþýðulæknislistin í Vermont ætti við þessum sjúk- dómi - og nú liggja þau fyrir í aðgengilegri bók. Nr.: 2249 Fullt verð: 688 kr. Okkar verð: 495 kr. 6 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar: 62. tölublað (01.09.1988)
https://timarit.is/issue/345518

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

62. tölublað (01.09.1988)

Gongd: