Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 6

Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 6
Lengri gjaldfrestur ef þú greiðir með krítarkorti Eins og flestir félagsmenn okkar vita býöur Veröld fé- lagsmönnum sínum aö greiöa meö krítarkorti. Þaö sem margir vita þó ekki er, aö kaup t.d. nú í september koma ekki til greiðslu fyrr en í byrjun nóvember, þ.e.a.s. félags- menn fá 25-40 daga gjald- frest í staö 15 daga. Og þaö sem ennþá færri vita, er aö Veröld er eitt af örfáum fyrirtækjum á íslandi sem þurfa ekki aö handfæra allar greiöslur er fara á krítarkort. Þar sem greiðslur með krítarkorti jukust allveru- lega á síöasta ári, lét Ver- öld útbúa fyrirsig hugbún- aö sem sér um aö koma greiðslum til krítarkortafyr- irtækjanna í tölvutæku formi. Þegar þú, félagsmaður góöur, ákveður að láta færa kaup þín í eitt skipti eða ávallt á kortið þitt, er það skráö með pöntun þinni í tölvuna. Síðan sér tölvan um aö skrifa reikn- ing á þig og kaup þín, sem og annarra, á diskling sem berst til viðkomandi krítar- kortafyrirtækis og fer þar beint inn á tölvuna. Meö þessu móti höfum við gert krítarkortagreiöslur eins öruggar, fljótvirkar og ódýrar og mögulegt er. SEPTEMBER-GETRAUN VERALDAR 10 þúsund kr. úttekt h já Koggu Þátttakendum í getrauninni fer alltaf fjölgandi enda íslendingar frægir fyrir að freista gæfunnar í happdrættum og getraunum ýmiss konar. Þess vegna viljum við hvetja alla þá sem taka þátt í getrauninni, og hina líka aö sjálfsögðu, til þess aö greiöa reikningana sína á réttum tíma. Verðlaunin að þessu sinni eru 10.000 kr. úttekt hjá listakon- unni Kolbrúnu Björgúlfsdóttur, en eins og margir vita rekur hún verslunina Koggu aö Vestur- götu 5. Kolbrún, eða Kogga eins og hún er oftast kölluö, er löngu orðin þekkt fyrir sína ein- stöku leirmunasmíö og eru þetta því verðlaun sem margir munu vilja vinna. Spurningin aö þessu sinni hljóðar svona: Hvenær á að vera búið að greiða heimsenda gíróseðla? Við vonum aö allir hafi svarið á reiðum höndum. Skrifiö rétt svar á svarseðilinn á bls. 11 eða hringið inn rétta lausn á símsvarann. Síminn er 29055. Meiri afsláttur Eigandinn að Heilsuvali, Laugavegi 92 í Reykjavík, hringdi til okkar á dögunum. Hann varð of seinn til að komast í afsláttarbókina, en býöur samt Veraldarfélögum eftirfarandi afslátt: □ Hárrækt m/lazer 10% □ Meðferð gegn hrukkum m/lazer 10% □ Meðferð gegn vöðvabólgu m/lazer 10% □ Snyrtivörurm/aloe 10% □ Aðrar snyrtivörur 10% Síminn hjá Heilsuvali er 11275. Fimm heppnir Fimm heppnir félagar unnu í maí-getrauninni og fengu senda grafíkmynd eftir listakon- una Rut Rebekku Sigurjóns- dóttur. Þessir félagar voru: □ Bjarndís Þorgrímsdóttir, Stykkishólmi □ Kjartan Páll Einarsson, Reykjavik □ Helga V. (saksdóttir, Sel- tjarnarnesi □ Ragnhildur Magnúsdóttir, Gígarhólmhvoli □ Jónas Bjarnason, Reykja- vík Starfsmenn Veraldar óska of- antöldum vinningshöfum til hamingju með vinningana. Ráð við gigtarsjúkdómum Bókin Gigtarsjúkdómar og heilsufræði alþýðunnar er eftir D.C. Jarvis, höfund bókarinnar Læknisdómar alþýðunnar, sem hefur komið út í tveimur útgáf- um á íslensku og er fyrir löngu uppseld og ófáanleg. Nýja bók- in er engu síðri og veitir ótal skynsamlegar ráðleggingar varðandi einn þrálátasta sjúk- dóm, sem læknavísindin þekkja -gigtina. D.C. Jarvis er kunnur læknir frá Vermont í Bandaríkjunum og hann hefur opnað þúsundum lesenda sinna dyrnar aö hinni alþýðlegu læknislist. Ótal bréf, sem honum hafa borist, bentu til þess, að liðagigt væri einn algengasti og kvalafyllsti sjúk- dómur heims. Hundruð gigtar- sjúklinga óskuðu að fá að vita hvaða ráð alþýðulæknislistin í Vermont ætti við þessum sjúk- dómi - og nú liggja þau fyrir í aðgengilegri bók. Nr.: 2249 Fullt verð: 688 kr. Okkar verð: 495 kr. 6 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (01.09.1988)
https://timarit.is/issue/345518

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (01.09.1988)

Aðgerðir: