Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 8
 HOlundur m.tsölubók.nM: INNn-YTJENDURWB. NÆSTA KYNSLOÐ. VALDAKLIKAN. 1 ARFURINN.I dóttir inn- flytjandans Stórbrotin skáldsaga Bókin Max er eftir Howard Fast, höfund metsölubókanna Inn- flytjendurnir, Næsta kynslóö, Valdaklíkan, Arfurinn og Dóttir innflytjandans, sem allar eru ís- lenskum lesendum að góðu kunnar. Þetta er viðamikil og stórbrotin saga, viðburðarík og spennandi; kjörin bók fyrir unn- endur góðra skáldsagna. Hún er ekki reyfari; hún er miklu meira, eins og allar bækur Howard Fast. Max er heillandi persóna. Tólf ára gamall þarf hann að vinna fyrir móður sinni og fimm syst- kinum á skuggalegum strætum New York-borgar. Átján ára hittir hann Sally Levine, gullfall- ega stúlku, og giftist henni. Og tvítugur að aldri fer hann til Hollywood til aðfreistagæfunn- ar í kvikmyndaheiminum. Áræði hans og dirfska eru með ólíkindum, og honum tekst að brjótast úr örbirgð til auðs og glæsileika. Nr.: 2252 Fullt verð: 1.998 kr. Okkar verð: 1.598 kr. Stríðsbók af bestu gerð / fremstu víglínu er ein af bestu stríðsbókum Svens Hassels. Hún gerist í Kákasus í heim- styrjöldinni síðari. Herdeildinni svokölluðu, sem kunn er úrfyrri bókum höfundar, er faliö að njósna um óvinina langt að baki víglínunnar. Þeir tefla jafnan á tvær hættur, lenda í ótrúlegustu mannraunum, en tekst að lok- um að vinna ætlunarverk sitt og komast heilir aftur heim. Sven Hassel er mest lesni stríðsbókahöfundur síðari tíma. Hann tók þátt í seinni heims- styrjöldinni og var hermaður í þýska hernum. Hann þekkir af eigin raun hörmungar stríösins og getur því lýst þeim betur en flestir aðrir. í bókum hans er ekkert dregið undan; hann leiðir lesandann á vígstöðvarnar og sýnir honum Ijóslifandi þá ógn og skelfingu, sem þar fer fram. Sagan er tileinkuð nokkrum kunningjum höfundar, sem teknir voru af lífi í herfangelsinu Torgau. Nr.: 2253 Fullt verð: 1.498 kr. Okkarverð: 1.198 kr. Úr sögu alþýðufólks Bókin Ég man þá tíð er eftir Her- mann Ragnar Stefánsson og kom út á forlagi Setbergs fyrir síðustu jól. Nafn hennar hljóm- ar kunnuglega, því að Hermann hefur um árabil annast sam- nefndan útvarpsþátt, sem notið hefur mikilla vinsælda. Bókin hefur að geyma viðtöl og þætti við fólk, sem Hermann hefur kynnst í starfi sínu; hún er einn hlekkur í merkilegri sögu ís- lensks alþýðufólks. Hermann Ragnar hefur valið sér átta viðmælendur til að koma fram í þessari fyrstu bók sinni, og þeir eru: Valbjörg Kristmundsdóttir, Akranesi, Jón Kr. Kristjánsson, Fnjóskadal, Elísabet Helgadóttir frá Grund- arfirði, Sigríður Gunnarsdóttir, Einarshöfn, Eyrarbakka, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, Ingi- björg Þórðardóttir Waage, Hrafnistu, Ásta Erlingsdóttir, grasakona og Hannes Bjarna- son frá Vestmannaeyjum. Nr.: Fullt verð: Okkar verð: 2254 1.988 kr. 1.590 kr. 8 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað: 62. tölublað (01.09.1988)
https://timarit.is/issue/345518

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

62. tölublað (01.09.1988)

Aðgerðir: