Okkar á milli - 01.09.1988, Qupperneq 8

Okkar á milli - 01.09.1988, Qupperneq 8
 HOlundur m.tsölubók.nM: INNn-YTJENDURWB. NÆSTA KYNSLOÐ. VALDAKLIKAN. 1 ARFURINN.I dóttir inn- flytjandans Stórbrotin skáldsaga Bókin Max er eftir Howard Fast, höfund metsölubókanna Inn- flytjendurnir, Næsta kynslóö, Valdaklíkan, Arfurinn og Dóttir innflytjandans, sem allar eru ís- lenskum lesendum að góðu kunnar. Þetta er viðamikil og stórbrotin saga, viðburðarík og spennandi; kjörin bók fyrir unn- endur góðra skáldsagna. Hún er ekki reyfari; hún er miklu meira, eins og allar bækur Howard Fast. Max er heillandi persóna. Tólf ára gamall þarf hann að vinna fyrir móður sinni og fimm syst- kinum á skuggalegum strætum New York-borgar. Átján ára hittir hann Sally Levine, gullfall- ega stúlku, og giftist henni. Og tvítugur að aldri fer hann til Hollywood til aðfreistagæfunn- ar í kvikmyndaheiminum. Áræði hans og dirfska eru með ólíkindum, og honum tekst að brjótast úr örbirgð til auðs og glæsileika. Nr.: 2252 Fullt verð: 1.998 kr. Okkar verð: 1.598 kr. Stríðsbók af bestu gerð / fremstu víglínu er ein af bestu stríðsbókum Svens Hassels. Hún gerist í Kákasus í heim- styrjöldinni síðari. Herdeildinni svokölluðu, sem kunn er úrfyrri bókum höfundar, er faliö að njósna um óvinina langt að baki víglínunnar. Þeir tefla jafnan á tvær hættur, lenda í ótrúlegustu mannraunum, en tekst að lok- um að vinna ætlunarverk sitt og komast heilir aftur heim. Sven Hassel er mest lesni stríðsbókahöfundur síðari tíma. Hann tók þátt í seinni heims- styrjöldinni og var hermaður í þýska hernum. Hann þekkir af eigin raun hörmungar stríösins og getur því lýst þeim betur en flestir aðrir. í bókum hans er ekkert dregið undan; hann leiðir lesandann á vígstöðvarnar og sýnir honum Ijóslifandi þá ógn og skelfingu, sem þar fer fram. Sagan er tileinkuð nokkrum kunningjum höfundar, sem teknir voru af lífi í herfangelsinu Torgau. Nr.: 2253 Fullt verð: 1.498 kr. Okkarverð: 1.198 kr. Úr sögu alþýðufólks Bókin Ég man þá tíð er eftir Her- mann Ragnar Stefánsson og kom út á forlagi Setbergs fyrir síðustu jól. Nafn hennar hljóm- ar kunnuglega, því að Hermann hefur um árabil annast sam- nefndan útvarpsþátt, sem notið hefur mikilla vinsælda. Bókin hefur að geyma viðtöl og þætti við fólk, sem Hermann hefur kynnst í starfi sínu; hún er einn hlekkur í merkilegri sögu ís- lensks alþýðufólks. Hermann Ragnar hefur valið sér átta viðmælendur til að koma fram í þessari fyrstu bók sinni, og þeir eru: Valbjörg Kristmundsdóttir, Akranesi, Jón Kr. Kristjánsson, Fnjóskadal, Elísabet Helgadóttir frá Grund- arfirði, Sigríður Gunnarsdóttir, Einarshöfn, Eyrarbakka, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, Ingi- björg Þórðardóttir Waage, Hrafnistu, Ásta Erlingsdóttir, grasakona og Hannes Bjarna- son frá Vestmannaeyjum. Nr.: Fullt verð: Okkar verð: 2254 1.988 kr. 1.590 kr. 8 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar: 62. tölublað (01.09.1988)
https://timarit.is/issue/345518

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

62. tölublað (01.09.1988)

Iliuutsit: