Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 9

Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 9
Nr.: 2299 Fulltverö: 2.250 kr. Okkarverö: 1.800 kr. Nr.: 2300 Fulltverö: 1.988 kr. Okkarverð: 1.690 kr. Nr.: 2301 Fulltverö: 2.250 kr. Okkarverð: 1.790 kr. Saga byggingar- listar Myndskreytt Biblía Fjölva Lýsingar á þúsund skipum Byggingarlistasaga Fjöiva er vegleg bók sem óhætt er aö mæla meö. Hún er fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku og mun veröa æ verömætari eftir því sem tímarlíða. Fjöldi sérfræöinga Bókin er meö meira en 800 skýringamyndum og mikill hluti þeirra er í sérlega vandaöri lit- prentun. Fjórtán af fremstu fræðimönnum Breta í bygging- arlistasögu skráöu bókina, en síðan var þaö verk aðalritstjór- ans, John Julius Norwich, að samhæfa verkið, fella inn í það myndir og gera flókin tækniat- riöi augljós og lifandi. Myndskreytt Biblía Fjölva hefur aö geyma kjarna heilagrar ritn- ingar. Biblían hefur veriö gerö eins aögengileg til lestrar og mögulegt er, til dæmis meö því aö prýða hana litfögrum mynd- um. Fyrir unga lesendur Myndskreytt Biblía varfyrstgef- in út 1974 og síðan endurprent- uð 1981. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst sá að laða unga lesendur að hinni helgu bók og þessu ómetanlega und- irstöðuriti í menningu okkar. Frásagnir Biblíunnar þurfa nú sem fyrr að vera öllum í senn hugljómun og tiltækt ívitnunar- efni í daglega lífinu. Skipabók Fjölva er næstum tæmandi upplýsingarit um skip og siglingar. Hún er mikil aö vöxtum, á fjóröa hundrað blað- síður í stóru broti og rækilega myndskreytt. íslensk skipasaga Rakin er saga siglinga frá upp- haf i vega til okkar daga og birtar myndir og lýsingar á rúmlega þúsund skipum allra tíma og allra landa, herskipum og kaup- skipum, bæöi gömlum og nýj- um. Sérstakur kafli er um ís- lenska skipasögu, tæknilegar upplýsingar um herskip og reg- istur yfir skipanöfn. Þetta er efn- ismikil og vönduö handbók. OKKAR Á MILLI 9

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.