Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 12
Þrjátíu jóla- söngvar Klukku- bókin vinsæla „Meistari Jakob, meistari Jak- ob,/sefur þú, sefur þú?/Hvaö er klukkan, hvaö er klukkan?/Hún sló þrjú, hún sló þrjú.“ - Þegar krakkar hafa lært þennan gamla og góöa húsgang, þurfa þau aö læra á klukku og þá er Klukkubókin ómissandi. Meö færanlegum vísum Það er Vilbergur Júlíusson sem hefur endursagt þessa góðu og viðurkenndu bók, en hún er með afar léttum texta og skýr- um myndum varðandi helstu at- burði hins daglega lífs og tíma- setningu þeirra. Mikilvægast er þó að í bókinni er stór klukka með færanlegum vísum, sem auðveldar börnum mjög að læra á klukku, svo að þau geti vitað hvað tímanum líður eins og fullorðna fólkið. Bangsimon kominn aftur Hver man ekki eftir hinum bráð- skemmtilegu söguhetjum bókanna um Bangsimon eftir A.A. Milne: Jakobi, Kaninku, Grislingnum og Asnanum? Nú hefur Vaka-Helgafell hafið nýja útgáfu á þessu sígilda lesefni, og fyrsta bókin heitir Bangsi- mon kemst i klípu. Á öllum aldri Það er Hulda Valtýsdóttir sem þýtt hefur Bangsimon, en lestur Huldu og systur hennar Helgu á sögunum í útvarpi naut al- mennra vinsælda á sínum tíma. Með nýrri útgáfu á þessum sög- um gefst yngstu kynslóð íslend- inga tækifæri til að kynnast þessum bráðskemmtilegu bók- um og víst er að margir hinna eldri munu rifja upp gömul kynni. í bókinni Við hátíð skulum halda eru 30 jólasöngvar frá ýmsum löndum. Textarnir eru allir eftir Hinrik Bjarnason, en sonur hans, Bjarni Hinriksson mynd- listarmaður, hefur myndskreytt bókina á skemmtilegan hátt. Á hverju heimili Hinrik Bjarnason hefur um ára- bil fengist við söngtextagerð, og margir jólasöngvar með textum hans hljóma á hverju heimili á jólunum. Þekktastir þeirra eru Snæfinnur snjókarl, Jóla- sveinninn kemur í kvöld og Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Með hverjum texta fylgir laglína skrifuð með nótum. Tónsetn- inguna hefur Jón Kristinn Cort- es annast og er hún ætluð fyrir almennan söng í heimahúsum. 12 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.