Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 4
Gleðileg jól, félagsmenn! Starfsfólk Veraldar talið frá vinstri: Gisli Hrafnsson, Ásta Hjartardóttir, Bryndís Hreinsdóttir, Jóna R. Gunnarsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Grétar Ásmundsson. Við óskum félagsmönnum Veraldar gleðilegra jóla og þökk- um þeim ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Aldrei hefur Veröld boðið jafn mikið úrval góðra bóka og nú í desember og því vonum við að allirfélagsmenn finni jólagjafir við hæfi. Síðasti pöntunardagur 9. des. Allar pantanir verða að berast klúbbnum fyrir tíunda desem- ber til þess að við getum komið þeim til þín fyrir jól, því hvetjum við þig til þess að panta upp úr jólablaðinu sem fyrst og gera jafnframt upp hug þinn gagnvart bók mánaðarins. Breyttur opnunartími Við munum lengja opnunartímann síðustu vikuna fyrir jól (19. - 23. des.), en þá verður opið frá átta til sjö á kvöldin, en venjulegur opnunartími er frá átta til fjögur á daginn. Eins og flestir félagsmenn okkar vita er lítil verslun hjá okkur að Bræðraborgarstíg 7, þriðju hæð. Þar eru til sölu allar þær vörur sem á boðstólum eru hverju sinni og einnig ýmsar aðrar bækur og vörur. Góðan jólamánuð, starfsfólk Veraldar. Taktu bók mánaðarins og sparaðu 1600 krónur Bónusverð: 590 kr. Bónusnr. 5015 Verð: 2.190 kr. Nr.: 5016 Vandaður dúkur á jólaborðið Bónustilboð Veraldar að þessu sinni er vandaður matardúkur. Jóladúkur- inn, sem er úr 50% bómull og 50% polýester, er með sérstakri áferð þannig að hann hrindir frá sér. Dúk- urinn er frá breska fyrir- tækinu Dorma, sem þekkt er fyrir vandaðar og góðar vörur, og er í stæröinni 132x228 cm. Hann má þvo í 50 gráðu heitu vatni. 10.000 kr. úttekt hjá Koggu Sigrún Halldórsdóttir frá Neskaupsstað vann 10.000 kr. út- tektina hjá versluninni Koggu að Vesturgötu 5 í Reykjavík. Eins og margir vita er listakonan Kolbrún Björgúlfsdóttir, eða Kogga eins og hún er oftast kölluö, löngu orðin þekkt fyrir sína einstöku og fallegu leirmunasmíð og því erum við viss um að Sigrún á eftir að finna fallegan listmun hjá henni Koggu. Til hamingju Sigrún! 4 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.