Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Okkar á milli - 01.12.1988, Blaðsíða 17
Nr.: 2319 Fulltverö: 750 kr. Okkar verö: 595 kr. Hvaðá barnið að heita? Þegar von er á barni velta for- eldrar og aörir ástvinir strax fyrir sér spurningunni: Hvað á barn- ið að heita? Þá er ekki ónýtt aö hafa viö höndina samnefnda bók, sem séra Karl Sigur- björnsson hefur tekið saman og birtir 1500 stúlkna- og drengja- nöfn meö skýringum. Ýmsan annan fróöleik er aö finna í bókinni varðandi manna- nöfn ásamt upplýsingum um lög, reglur og siövenjur sem varöa nafngjöf og skírn í ís- lensku þjóðfélagi. Til dæmis kemur fram, aö tíu vinsælustu stúlknanöfnin nú á dögum eru: Kristín, Guðrún, Björk, Sigríöur, Anna, Margrét, María, Helga, Dögg og Ósk. Og tíu vinsælustu drengjanöfnin eru: Þór, Örn, Jón, Sigurður, Már, Gunnar, Ingi, Ólafur, Guðmundur og Freyr. Nr.: 2320 Fulltverð: 688 kr. Okkarverö: 550 kr. Kokkteilar við allra hæfi Bókin Kokkteilar og aðrir blandaðir drykkir, sem Símon Sigurjónsson fyrrum barþjónn í Naustinu hefur útbúiö, er góö handbók fyrir þá sem þurfa aö standa fyrir hvers konar mann- fagnaði, smáum og stórum. Hér er um að ræöa úrval af sígildum og spennandi uppskriftum drykkja viö allra hæfi. Kokkteilar eiga sér nokkra sögu. Þeir þekktust snemma á nítjándu öld bæöi í Bretlandi og Bandaríkjunum, en uröu fyrst tískufyrirbrigöi um 1920. Bann- lögin í Bandaríkjunum stööv- uöu þróun þeirra á yfirborðinu, en þegar því var aflétt 1933 kom í Ijós, aö margir skemmti- legir kokkteilar höfðu einmitt oröiö til á dögum heimabruggs- ins. Á árunum 1950 - 1960 var kokkteiltískan aöallega ráöandi í Bandaríkjunum, en nú hefur hún náð vaxandi vinsældum um allan heim. Nr.: 2321 Okkarverð: 450 kr. Kettir eru dásam- leg dýr Bókin um köttinn eftir Helgu Fritzsche er fyrsta ritið sem gef- ið hefur veriö út á íslensku um ketti, eðli þeirra og hinar ýmsu tegundir, umhiröu, næringu og sjúkdóma. Óskar Ingimarsson hefur þýtt bókina, sem er prýdd 80 litmyndum og teikningum. Þetta er ómissandi handbók fyrir þá sem eiga ketti, því aö í henni fást svör viö öllum hugs- anlegum spurningum, sem varöa þetta vinsæla húsdýr. Eftirmála bókarinnar skrifaöi Guðrún Á. Símonar óperu- söngkona og segir þar meðal annars: „Loksins er komin út bók á íslensku um ketti. Þetta er góö bók; hún leiöbeinir fólki um meðferð á köttum, en þaö hefur veriö mikill skortur á slíkri fræöslu... Kettir eru falleg og dásamleg dýr, þaö er ekkert vafamál.“ OKKAR AMILLI 17

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.