Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1949, Blaðsíða 3

Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1949, Blaðsíða 3
Séra Helgi KonráSeson: >U»/, JÓLANÓTT Þar sem 'bœnir margre manna eemeii ast og stefns. í eina átt,þar gerist kraftaverk. fyrir löngu þráði heil þj6ð að Messías kæmi,hánn, sem mundi daema réttvíslega,hrákaðan reyrinn mundi hann ekki brj6ta,en líkna og hjálpa; með mætti sínum,guðsmætti,mundi hann gera kraftaverk og frelsa þjóö sína úr viðjum ánauðar og kúgunar, f fylling tímens mundi ha.nn koma. W Endur Og hann kom. Hann kom sem svar við margra alda þrá,margra alda bæn heillar þjóðar, Og nógu margir þekktu hann til þess að við vitum,að það var hann# Við eigum vitnisburð þeirra, Við erum líka sjálf vottar þess,að hann kom, Eihu sinni á ári kalle kirkjuklukkur kristinna manna með sérstökum helgiblæ og við komum og sjáum j ötuna, barnið og móður þess, englana, og heyrum dýrðarsong þeirra. í kvöld opnast eyru mannanna og augu. Jafnvel þeir,sem annars byrgja þau í önn daganna,hrífast í kvöld eins og börn og'koma þangað.sem ljósin loguðu, englarnir sungu,ba^nið fæddist. Við skiljum,hvernig^hann var frelsari^manna { lífi sínu og stárí'i,þjáning sinni og dáúða og í^dýrð sinni um aldir"á.’ÍSaV En þegar hann va.r horfinn og ský nam hann frá augum vina hans,fengu þeir boð um það,að hann kæmi aftur. Þann boðska.p fluttu fyrstu vottarnir: Hann mun koma aftur í ský^um himins í mætti^og mikilli dýrð. Sumir héldu,að endurkoma hans væri svo nálæg,að þeir,sem bá lifðu,yrðu ekki sofnaðir,þegar hann kæmi,og fengju að ganga. beint inn til dýrðer hans,ummyndast án þess að finna brodd dauðans. Og þeir hrópuðu til annara manna: Vakið,því að þér vit- ið ekki daginn né stundina. Mikil var þrá þessara manna. Ef þið munið enn ykkar eigin bernsku og tilhlökkun ykkar til jólanna eða hafið horft í full- um skilningi á börnin^ykkar og séð hina geysilegu þrá þeirra,eftirvæntin^u þeirra og oró.þeger jólin taka að nálgast,þá getið þið skilið,hvílíkur mátt- ur það hefur verið 1 lífi fyrstu vottanna,að eiga á hverri stundu von á Kristi, Þessir hrjáöu og smáðu og ofsóttu menn,allt gátu þeir þolað,af því að bráðum mundi Kristur koma og breyta öllu, Þa mundu hinir grátnu gleðjast, en hjá því yrði heldur ekki komizt,að hinir hrokafullu hlytu að skammast sín, En allt annað yfirgnæfði gleðin. Það yrði meiri fögnuður en kjarni allr ar jólagleði margra alda,margra kynslóða. Þessi tiátning, sjálfur lifi ég ekki framar,heldur lifir Kristur í mér,hún var þó aðeins huglæg,hversu yndis leg og fögur sem hún var,hitt mundi vera svo óendanlega miklu fyllra,að vera með Kristi sjálfum. Slíkum fögnuði var í rauninni ekki unnt að lýsa. Svo dofnaði hún,trúin á það,að Kristur mundi koma aftur, Þeð var mikið t^ón. Og nú er sennilega ekki mikil þrá eftir degi DrottinsjOg fárra eyrum na þessi áminningarorð:Vakið,því að þér vitið ekki daginn ne stundina,ende taka fáir hana sem boðun nýrrar jólahátíðar,himneskrar gleði o^ - ægilegs dóms, Þetta er,eins og svo margt annað,aðeins falleg orð,sem fair taka al- varlega. En þessi orð eru beinlínis töluð til okkar: Vakið,því að þér vitið ekki daginn né stundina. Drottinn kemur. Ég veit,að henn kemur með ósýnilegum hætti til hvers manns, sem á hann trúir, í kyrrð næturinnar og önn dagsins er yndislegt að finna nálægð hans, En eins sannfærður er ég um það,að þráðum við öll,allir kristnir menn, að Kristur kæmi,ef við ættum öll þá bæn,allir hinir þjáðu og hröktu,allir þair, sem vona á betri tima,annað betra en það,sem þeir hafa - og mun ekki flest,- um vera þannig farið - ef við bæðum nógu heitt og nógu samtaka og nógu lengi þá mundt Kristur koma. og búa með okkur á ný.

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.