Reykvíkingur - 18.10.1928, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 18.10.1928, Blaðsíða 4
628 REYKVÍKINGUR Kú-Klúx-Klan var endurreist 1916, og gerði pað Meþódista- prestur, er William Simmons hét, og var liann nefndur »keisari« Kú-Klúx-Klans. Halda félags- menn fundi um miðja nótt, og eru pá hjúpaðir hvítum serkjum og með grímu fyrir andliti. Peir beita, ef peir geta, allskonar of- beldi gegn peim, sem vinna á móti peim, ráðast á pá á nóttu og lemja pá nreð prikum til ó- bóta, eða velta peim í tjöru og fiðri. Peir ráða yflr miklu fé; ekki vita menn hve ársgjaldið er mikið, en inntökugjaldið er um 45 krónur. Pegar »keisarinn«, sem fyr var getið, lét af starfi 1924, fékk hann hjá félaginu landsetur í Georgiu, nálægt 700 púsund krónur í peningum og um 4500 krónur á mánuði í eftirlaun meðan hann lifrr. Persneskt leynifélag. Að lokum má nefna hér »Ass- assinana«, sem venjulega eru nefndir; pað var persneskt leyni- félag snemma á miðöldunum, og fyrirlitu meðlimir pess kvalir og dauða. Er sagt að íélagsmenn pess hafi orðið sjötíu púsund að tölu. Peir hlýddu skilyrðislaust formanninum, og er mælt að liann hafi einu sinni, til pess að sýna ókunnugum mátt sinn, Bókaverzlun Einars Por- gilssonar er seld Valdimar Long, og liefur hann flutt hana á Strandgötu 26. Verzlar Valdimar Long par einnig með allskonar ritföng og ýmislegt fleira. Par fæst líka Reykvíking- ur. klappað sainan höndunum; en þeir tveir varðmenn, er næstir voru, hafi pá komið inn og rek- ið sig sjálfa í gegn, fyrir frain- an hann, og dottið dauðir niður. Wolfi í Kaupmannahöfn. Wolfi Schneiderhan, flðlusnid' ingurinn litli, er Reykvíkingai kannast við, hélt hljómleika 1 Kaupmannahöfn 2. septembei> ásamt Klasen prófessor. Spilaði AVolfl A-Dur sónötu Brahms, DP- 100, D-moll konsert Wieniawskis? og lög eftir Bach, Schubert, Sara- sate og Hubay, og fékk framui- skarandi viðtökur.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.