Reykvíkingur - 18.10.1928, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 18.10.1928, Blaðsíða 2
REYKVIKINGUR 626 Leynifélög. Snemma á öldinni sem leið mynduðu fangarnir í fangelsinu í Napólí með sér félagsskap, til I>ess að verjast ágangi og órétt- vísi fangavarðanna. Félagsskap- ur pessi varð auðvitað að vera leynilegur, en svo vel var um hnútana búið, að hann útbreidd- ist fljótt meðal allra glæpamanna í Suður-ltalíu og varð yfir 100 ára gamall; segja surnir að hann sé jafnvel lifandi enn. Félags- skapur pessi hefur orðið alræmd- ur um allan heim og er kallaður »Kamorra« af mönnum útífrá. Átti glæpafélag petta svo mikið undir sér um tíma, að pað var sama og að kveða dauðadóm yfir sjálfum sér, að tala opin- berlega á móti pví. Sá sem gerði pað, mátti eiga vist að fá í sig byssukúlu úr fyrirsát, eða rýt- ing í bakið; einkum var hið sið- arnefnda mjög tíðkað. Lögroglan í Napóli handtók einu sinni mann að nafni Tobia Basile, er sakaður var um að hafa myrt konu sína. Fanst dag- bók hjá honum, og hafði hann ritað eitthvað í hana hvern dag. Pótti lögreglunni einkennilegt livað í liana var ritað, en grun- aði pó ekki hvað pað merkti. Er hér litið sýnishorn af pví, Iivað stóð í bókinni: 1. maí. Fjólurnar sprungnar út. 7. maí. Lét vatn á baunirnar. 11. júni. Hef vökvað garðinn. 10. ágúst. En hvað sólin er falleg! 12-. september. Margar laglegar beljur fara hér framhjá. Um pessar mundir hafði lög' reglan pað upp úr einum með- lim Kamorrunar, að hver með- limur yrði að læra hér um bil 500 orð utanað, sem voru látin merkja alt annað en í daglegu tali. Pýddu orð pau, sem tilfæi'ð voru hér að framan úr dagbók Basiles, pví í raun og veru petta: 1. maí. Búið að fremja morð- ið. 7. maí. Hún er grafin í veggi1' um. 11. júní. Ég er búinn a>D hlaða fyrir vegginn. 10. ágúst. Mér er nú algerlega óhætt. 12. sept. Ég get valið úr mörgu111 fallegum stúlkum. Á Sikiley var leynifélag glæpu- manna, er hét Mala Vita (ilt bf- erni). Sá sem gekk í pað félag? var látinn standa um nótt í °P' inni gröf, hlekkjaður á höndum og fótum, og par var hann hd inn sverja félaginu hollustueið, og að hann afneitaði föður og móður, konu og börnum, ef fé' lagið krefðist pess. Pað parf víst ekki að taka pað fram, að dauða refsing lá við að svíkja felagið-

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.