Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Þegar VERA hringdi í Guörúnu Láru Ásgeirs- dóttur og baö um viötal varö stutt þögn en svo sagöi hún: „En undarleg tilviljun, ég var á Þorrablóti í sveitinni minni um helgina og Kvennalistakonurnar vilja endi- ________________________ lega fá mig í fyrsta sœti og svo hringir þú!" Guörún hugsaöi um hvort tveggja í nokkra daga og játaöi svo báöu, enda hafði hún heitiö því á Kvennaárinu 1975 aö segja aldrei nei þegar óskaö vœri eftir starfskröftum hennar. „Fyrst og fremst til þess aö kona vœri meö í sem flestu." Guðrún hefur svo sann- arlega staöiö viö heitið og komiö víða viö. Hún segir oft frá „auglýsingu" sem var einu sinni lesin á Þorrablóti í Skagafiröi: „Feröast hvert sem er, hvenœr sem er. Guörún á Mœlifelli." „Og þetta er alveg rétt! Ég var meira aö segja fyrsta sveita- konan sem send var á þing Sameinuðu þjóöanna og skemmti mér svo vel." Oröstír Guðrúnar hefur borist víöa. Þegar rœtt var um um- hverfismál á VERU-fundi stakk ein ritnefndarkona uppá því aö eitthvað yrði fjallaö um átak prestskonu í Skagafirði. Haföi hún heyrt að prestskonan heföi ekið um allan Skagafjörö á vörubíl og hirt drasl og heföi m.a.s. hentsplunkunýjum hrein- lœtistœkjum sem stóöu á bœjarhlaðinu og biöu þess aö eigandinn kœmi þeim á réttan staö! Þegar útsendari VERU bar þetta uppá Guörúnu kannaðist hún ekkert viö þessa sögu og sagðist auk þess aldrei hafa ekið um á vörubíl! Tœp tuttugu ár eru frá hreinsunarátaki Guðrúnar og því kannski ekki aö furöa þó goðsögur hafi myndast í kringum þaö. Guörún Lára er borin og barnfœddur Reykvíkingur en hefur búiö meira og minna úti á landi frá því aö hún gjfti sig og „hœtti aö ráöa búsetu minni sjálf." Hún er gift séra Ágústi Sigurðssyni og eiga þau tvö börn. Þau hafa búiö víöa um land en lengst á Mcelifelli í Skagafiröi i ellefu ár. Þegar þau kvöddu var viðtal við Guörúnu í landshlutablaðinu Feyki þar sem segir m.a.: - Guörún er fyrir margra hluta sakir merkileg kona. Veröur skarö fyrir skildi þegar hún hverf- ur úr samfélagi okkar Skagfirö- inga. Störf hennar í almenn- ingsþágu eru svo víötcek aö þau snerta flest alla í þessu héraði. Fátcekleg orö megna aldrei aö lýsa því sem býr hjarta ncer og hygg ég aö fleirum en mér vefjist tunga um tönn þegar kveöja skal Guðrúnu á Mcelifelli. Þó vil ég geta þess aö fáir sam- ferðamenn okkar hafa í jafn ríkum mceli og hún hjartahlýju og heiöarleika. - Frá Mcelifelli lá leiöin í Jóns- hús í Kaupmannahöfn þar sem Ágúst var sendiráðsprestur í sex ár. Fjölskyldan tók virkan þátt í safnaðarstarfinu því aö María, dóttir þeirra, lék á orgelið, Lárus, sonur þeirra, var meðhjálpari og Guörún hélt utan um kirkjukórinn og gaf honum kaffi á cefingum. Sem endrancer var Guörún í fullu - ólaunuöu— starfi sem prestskona, en hún segist alltaf hafa litið það starf alvarlegum augum. Þau hjón komu heim áriö 1989 og búa nú á Prestbakka í Hrútafirði. Guörún kennir viö Laugabakkaskóla og sér um bókasafnið. Hún kennir auk þess ensku og þýsku í fullorðins- frceðslu og „konunum í sveitinni minni - og einum karli" ensku. Á meöan Guörún Lára veitti VERU viötal bakaöi hún fyrir kirkjukaffi, sauö slátur og undir- bjó útvarpsviötal. Guörún er húsmœðrakennari aö mennt og segist hafa valið þaö starf til aö geta sagt öörum aö taka til í kringum sig! Guörún Lára segist hafa hlotiö tvö virðingarheiti á lífsleiöinni og er annað Rusla-Gunna. Segist hún aldrei kunna betur viö sig en meðan hún tekur til og hún getur varla beöiö eftir því aö komast á þing til aö taka almennilega til á þjóðarheimilinu. VERA óskar henni alls hins besta og þakkar góöar móttökur í Hrútafiröi. 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.