Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 27
ALÞINGISKOSNINGAR 1991
HVERJU VILJUM VIÐ KOMA TIL LEIÐAR?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristín Einarsdóttir,
Kristín Ástgeirsdóttir og Guörún Halldórsdóttir
skipa fjögur efstu sœtin í Reykjavík.
Þannig hljóðar þeirra svar:
Nú í vor ganga Kvennalistakonur í Reykjavik til Alþingis-
kosninga í þriðja sinn. Enn sem fyrr er það meginmarkmið
okkar að láta rödd kvenna heyrast jafnt í sölum Alþingis
sem annars staðar, koma kvennapólitískri sýn á þjóðfélagið
á framfæri og beita okkur fyrir bættri stöðu kvenna og
barna. Þetta síðasttalda hefur verið tilgangur okkar og
takmark frá upphafi og er hið raunverulega erindi okkar inn
i valdastofnanir þjóðfélagsins.
Við Kvennalistakonur í Reykjavík erum býsna uppteknar
af stjórn landsins og vanda landsbyggðarinnar, en okkur
ber þó að horfa sérstaklega á stöðu kvenna hér í höfuð-
borginni, enda erum við að bjóða okkur fram sem fulltrúar
þeirra. Það er margt sem brennur á meirihlutanum hér í
Reykjavík, (þ.e. konum), hvort sem um er að ræða ungar
konur eða gamlar, giftar eða ógiftar, barnlausar eða með
börn.
Þegar við stöndum upp eftir kjörtímabilið 1991-1995
viljum við sjá eftirfarandi umbætur:
1 Launakjör kvenna verði stórbætt og konum jafnt sem
körlum tryggð mannsæmandi laun fyrir dagvinnu. Fjöl-
breytt vinna standi til boða og brugðist verði við vaxandi
atvinnuleysi með endurmenntun og atvinnuleysisbótum
sem duga til framfærslu. Horfið verði frá þeirri láglauna-
stefnu sem rikt hefur um árabil, ríkisvald gangi ekki á gerða
samninga og samningsrétturinn verði virtur. Skattleysis-
mörk verði hækkuð. Lífeyrismál eldri kvenna verði skoðuð
sérstaklega, þannig að þær sitji við sama borð og karlar.
2 Staða fjölskyldna verði bætt, sérstaklega þeirra sem hafa
lítil börn innan sinna vébanda, með nægu framboði á
leikskólum, einsetnum skóla, samfelldum og lengri skóla-
degi. Tekið verði tillit til þess við álagningu skatta hvað það
kostar að framfleyta börnum. Vinnutími verði styttri og
sveigjanlegri til að fjölga samverustundum ljölskyldnanna.
Það er löngu tímabært að íslenskt samfélag viðurkenni
breyttar aðstæður, taki mið af þeim og bæti aðstöðu barna,
framtíðinni til heilla.
3 Öllu gömlu fólki og fötluðu verði tryggð viðunandi þjón-
usta, lífeyrir, vinna sem hentar þeim og aðstaða til tóm-
stundastarfs og líkamsræktar.
4 ísland er hlekkur i lífs- og þjóðakeðjunni og þvi.ber okk-
ur að taka þátt í vemdun jarðarinnar og lífríkisins. Það vilj-
um við gera með því að endurskoða ríkjandi mat á lífsgæð-
um (hagvaxtardýrkunina) sem ræður rikjum með endalausri
eyðslu og rányrkju, svo og með því að stórbæta umgengnina
um okkar eigið land. Mennimir (einkum Vestulandabúar)
hafa öldum saman gengið á gæði Móður Jarðar og má ekki
lengur við svo búið standa eigi ekki illa að fara. Þvi þarf að
koma aftur til vegs og virðingar lífsháttum sem ganga út frá
nýtni, endurnýtingu, sparnaði og virðingu við jarðargæðin.
5 Við viljum sjá heiminn allan stíga fleiri skref í átt til friðar
og afvopnunar, með banni á kjarnorkuvopnum og öllu þvi
sem þeim fylgir. Þær gífurlegu fjárhæðir sem varið er til
vígbúnaðar ber að nota til að draga úr fátækt, sjúkdómum,
misrétti og barnadauða í fátækum löndum heims. Við
teljum komið að þeirri stund að íslendingar taki aftur upp
þá hlutleysisstefnu sem lýst var yfir árið 1918.
6 Markmið Kvennalistans hefur frá upphafi verið að
hrinda af stað hugarfarsbyltingu hvað varðar stöðu kvenna,
barna og þess hvernig samfélagið hér á að vera. Allt er þetta
spurning um vilja og lýðræðishugsun. Það er ekki nema
eðlilegt að konur hafi mikil og margvisleg áhrif á mótun
samfélags okkar, við eigum að vera alls staðar þar sem
ráðum er ráðið. Það kostar hugrekki að breyta og reyndar
peninga líka. Við Kvennalistakonur viljum nota sameigin-
lega sjóði okkar til uppbyggingar atvinnulífs, félagslegrar
þjónustu og velferðar einstaklinganna.
Konur góðar, ef þið viljið vera með í að bæta stöðu
kvenna og búa börnum betri veröld, þá eigið þið samleið
með Kvennalistanum. Er sigur Kvennalistans ekki besta
leiðin til að stiga eitt skref enn í kvennabaráttunni?
27