Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 33
ÞETTA ER MITT LÍF fræðimannsíbúðinni í Jónshúsi og séra Jóhann Hlíðar var alltaf að hvetja okkur til að sækja um embættið, sem Ágúst og gerði. Við fórum þvi í Jónshús 1983 og það voru mikil viðbrigði að koma úr sveit í stórborg. Nú þurfti ekki lengur að bíða eftir næstu Króks- ferð! Lárus var þá búinn með tvo vetur í Menntaskólanum í Reykjavík og við vildum vera hjá Maríu meðan hún væri í mennta- skóla. Við gátum það í Kaup- mannahöfn en áttum ekki margra kosta völ á íslandi. Því miður gátum við ekki narrað Lárus með okkur, en hann bjó hjá pabba og mömmu og kom út þegar hann hafði lokið við stúdentinn en María er með danskt stúdents- próf. Þannig gátum við haft stúlk- una okkar lengur hjá okkur. Lárus varð auðvitað líka að vera að heiman í vinnu yfir sumarið meðan við vorum í Mælifelli. Þannig er það með sveitafólk, sérstaklega fólk sem er með lítinn eða engan búskap - eins og embættismenn - að við missum börnin svo snemma frá okkur. Við völdum Mælifell meðal annars vegna þess að þaðan var börn- unum ekið í skólann og þau þurftu því ekki að fara í heima- vist. Mágur minn sagði einhvern tima að starf sendiráðsprestsins í Kaupmannahöfn hefði verið mjög rólegt og þægilegt uns ég kom og breytti því í hörku vinnu! Ég veit ekki hvort nokkuð er til í þvi hjá honum en þörfin fyrir prest var mikil. Starflð var mjög fjölbreytt og við kynntumst ýmsu. Við heimsóttum gamla fólkið reglu- lega, en margir voru einmana og ég er enn þeirrar skoðunar að enginn eigi að verða gamall í útlöndum. Ég hafði reyndar lýst því yflr áður en ég fór út að ég ætlaði í félagsmálafrí og mér finnst ég hafa staðið við það. Ég saknaði þess að hafa ekki kirkju- kaffl eins og ég var vön, en félagsheimilið sá um það og var ég ekkert að skipta mér af því. Ég kynntist góðu fólki í Höfn og það var gaman hvað íjölgaði í kirkju- kórnum og hve andinn var góður þar. Einnig fannst mér skemmti- legt að kynnast fólkinu sem dvaldi í fræðimannsíbúðinni og við höfðum mikil samskipti við aðstandendur sjúklinga sem komu til Hafnar. Samstarfið við fólkið í Jónshúsi var einkar skemmtilegt og hafði ég mjög miwAU m\ f I * > ■jiríí.'Í'l T Æ m Ivrn- ■ v. I '7 ■ WamgmSM (2.m 1 J 1 Viö kennslustund í Laugabakkaskóla 1991 Mágur minn sagöi einhvern tíma aö starf sendiráðs- prestsins í Kaupmannahöfn heföi verið mjög rólegt og þœgilegt uns ég kom og breytti því í hörku vinnu! gaman af að sjá um safn Jóns Sigurðssonar og reyndi að fá alla sem komu í húsið til að kíkja þar við. Án Jóns Sigurðssonar væri ekkert Jónshús. Ég á svo sannar- lega marga góða vini eftir dvölina í Kaupmannahöfn. Nú er ég aftur orðin prestskona í sveit. Ég hef alltaf litið það alvar- legum augum að vera prestskona, eins og ég sagði áðan. Þetta er mikið starf þó svo að það sé ekki launað. Hér á Prestbakka þurfti alldeilis að taka til hendinni þegar við komum og þá naut ég mín! Mér líkar kennslan á Laugabakka vel og nú er ég i fyrsta skipti elst í kennaraliðinu! Ég er líka komin á kaf í pólitík aftur. Ég varð mjög glöð þegar mér var boðið sæti á Kvennalistanum því mér flnnst hann vera lýðræðisleg hreyflng þar sem allir hjálpast að. Stefnuskrá Kvennalistans fellur líka vel að skoðunum mínum! Þó svo að ég hafl átt ríkan þátt í þvi að Blanda var virkjuð var það aldrei með stóriðju í huga, ég er algjörlega á móti álveri. Staða kvenna i dreifbýli er mér einnig hugleikin. Konur eiga fárra kosta völ i atvinnumálum hér, ég þarf til dæmis að aka 55 kílómetra til vinnu núna svo það verða lítil viðbrigði þegar ég fer á þing! RV Ég varö mjög glöö þegar mér var boöiö sœti á Kvennalistanum því mér finnst hann vera lýðrœðisleg hreyfing þar sem allir hjálpast að. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.