Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 29
ÞETTA ER MITT LIF
Ég er fædd í Ási við Sólvallagötu í
Reykjavík, þann 14. nóvember
1940. Mamma mín heitir Kirstín
Lára Sigurbjörnsdóttir en kallar
sig alltaf Láru. Pabbi minn er
Ásgeir Ó. Einarsson dýralæknir.
Þau eru bæði í starfl ennþá þó að
þau séu orðin fullorðin enda
ákaflega dugleg. Pabbi passar
bókasafnið á Elliheimilinu
Grund, sem afl minn stofnaði, og
mamma kennir alltaf handavinnu
í félagsstarfl aldraðra. Mamma
lærði handavinnu í Danmörku og
þó hún hafl ekki réttindi sem
handavinnukennari hefur hún
kennt lengi. Þau pabbi kynntust
þegar hún kenndi við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað en
hann var héraðsdýralæknir fyrir
austan. Það var alltaf mikið að
gera hjá honum enda voru bara
sex dýralæknar á landinu þegar
hann kom frá námi og mamma
hjálpaði honum alltaf mikið,
blandaði lyf, svaraði í síma og
fleira.
Mamma er líka fædd í Ási. Afl
minn séra Sigurbjörn Ástvaldur
Gíslason og kona hans, Guðrún
Lárusdóttir alþingismaður,
byggðu Ás 1906 og bróðir ömmu,
Pétur, byggði Hof, húsið við hlið-
ina á.
Afl minn bjó alltaf hjá okkur í
Ási. Eftir lát ömmu minnar fluttu
foreldrar mínir til hans og hafa
búið þar síðan. Amma drukknaði
ásamt tveimur dætrum sínum í
Tungufljóti árið 1938. Önnur
dóttir hennar var nýgift og barns-
hafandi svo að það má eiginlega
segja að Qórir hafi farist. Afl, sem
sat frammí hjá bílstjóranum
komst út úr bílnum. Þetta var
hræðilegt slys. Þau eignuðust tíu
börn en aðeins flmm náðu
fullorðinsaldri. Ég fæddist tveim-
ur árum eftir slysið og var geflð
nafn ömmu minnar. Ég kom að
vissu leyti í stað ömmu og ólst
upp í skugga þessa hræðilega
slyss.
Við erum flmm systkinin, fjórar
systur og einn bróðir. Systur
mínar búa allar i sömu götu í
Mosfellsbæ en líklega mun ég
aldrei búa við sömu götu og þær
þvi ég vil alltaf vera aðeins öðru-
vísi. Síðan ég flutti úr Reykjavik
hef ég verið alveg einlægur dreif-
býlingur. Við erum mjög samhent
systkinin og börn systra minna
alast mikið upp saman. Ás hefur
alltaf verið miðpunktur fyrir alla
fjölskylduna, það er fjölskyldu
Einar Hildibrandsson hefur þarna leyft mér aö sitja á hestinum
sínum og Guöbjörg Pálsdóttir barnfóstra mín horfir á. Einar
var meö síöustu kerrumönnum í bœnum. Ég er tveggja ára.
Mamma meö okkur þrjú elstu börnin, öll í heimasaumuöum
kápum.
mömmu. Reyndar kom líka
fjölskylda pabba mikið þangað
þegar ég var barn, en það er nú
stundum svo að fjölskylda
föðurins fjarlægist meira en
fjölskylda móðurinnar. Alveg frá
því að ég man eftir mér hefur verið
haldið uppá afmæli afa
Sigurbjarnar með þvi að allir
afkomendurnir safnast saman.
Við höfum því haldið ættarmót
árlega í um hálfa öld. Mig hefur
oft vantað, líka í hinn árlega
laufabrauðsskurð, en þau eru
orðin svo vön þvi. Ég reyni þó
alltaf að koma þegar ég get.
IVIamma var lengi formaður KRFÍ
og amma var önnur konan sem
tók sæti á alþingi. Ég er þvi alin
upp við umræður um kven-
réttindi og það hefur eflaust haft
mikil áhrif á mig. Ég hef aldrei
haft neina minnimáttarkennd
gagnvart karlmönnum. Mér hefur
alltaf þótt svo sjálfsagt að allir
væru jafnir eða jafnvel að litið
væri á stúlkur sem hæfari til svo
margra hluta. Það var ekki bara í
bernsku og æsku sem það var alið
upp i mér heldur líka í hjóna-
bandi mínu. Maðurinn minn segir
svo oft að konur séu miklu fljótari
að fatta, miklu skýrari í hugsun!
Mér flnnst jafnrétti þvi alveg
sjálfsagt. Samt valdi ég hefð-
bundið kvennastarf og fór í hús-
mæðrakennaranám. Ég var i
Kvennaskólanum og þar var
landspróf, en þessi ár lögðust
einhvern veginn ekki nógu vel í
mig og ég hætti við að fara í
landspróf en tók gagnfræðapróf.
Þá var orðið of seint að fara í
stúdentspróf. Ég vissi þvi ekki
almennilega hvað ég átti að læra
en ég hafði alltaf verið svo óskap-
lega „myndarleg“. Ég segi mynd-
arleg innan gæsalappa þvi ég
hataði það! Systkini mömmu og
pabba voru alltaf að segja: Sjáiði
hana Guðrúnu Láru, hún er svo
myndarleg, svona ættir þú að
vera. Ég var mjög dugleg að baka
fyrir mömmu og gera allt mögu-
legt á heimilinu. Hún saumaði
mikið og þá gat ég, sem elsta
barn, frekar séð um ýmislegt ann-
að á heimilinu. Það var reyndar
stúlka heima þangað til ég var
tólf, þrettán ára. Þannig að það lá
einhvern veginn beint íyrir að fara
í Húsmæðrakennaraskólann. Það
tók heldur ekki svo langan tíma
en ég mátti alls ekki vera að þvi að
fara í langt nám þvi ég átti eftir að
skoða heiminn. Mér lá svo á að
29