Vera - 01.10.1991, Síða 31

Vera - 01.10.1991, Síða 31
ÞINGMAL við að nota f'jölmiðlana eins og hægt er. Ingibjörg Sólrún: Fjöl- miðlarnir sinna upplýsinga- skyldu sinni af þinginu ekki nógu vel. Þeir eru fyrst og fremst að hugsa um hvað er frétt og í þeirra huga er það eitt fréttnæmt sem einhver hasar er í kringum. Hitt er svo annað mál að það er ekki hægt að búast við að allar konur sem styðja Kvennalistann liggi í pælingum í kringum þingmál. Ég held að það sé hreinlega ekki áhugi fyrir því og að það sé algerlega óraunhæft að ímynda sér að hægt sé að gera hlutina þannig að konur sitji í hópum og lesi frumvörp. Það væri öruggasta leiðin til að drepa þessa hreyfingu að gera þá kröfu til kvenna að þær leggist í slíkan lestur. Það verður alltaf ákveðin verka- skipting á milli hreyfingar og þingflokks - ég held að ekki verði komist hjá þvi. Það verður hins vegar að tryggja að það sé ílæði þarna á milli. Ég held að það sé alveg hægt að sameina kvennahreyfingu og stjórnmálaflokk undir einum hatti ef við erum með raun- hæfar hugmyndir um hvernig á að gera það. Kristín: Það er hins vegar alveg staðreynd að mikið af orku okkar fer í pólitíkina og lítið hefur verið um það sem við getum kallað starf í kvennahreyfingu, sem hið póli- tiska starf ætti að byggja á. Það sést best þegar haldið er laug- ardagskaffi. Þá mæta kannski tugir kvenna sem hafa áhuga á að ræða eitthvað allt annað en pólitík dagsins, eins og bók- menntir eða hugmyndafræði. Þetta þurfum við að rækta Jónn Valgerður er fœdd í Reykjafirði á Hornströndum en hefur átt heima í Isafjarð- arkaupstað frá 7 ára aldri. Hún hefur unnið á bókhaldsskrifstofu þar í bœ síðastliðin níu ár. Hún hefur alla tíð verið mjög virk í félagsstarfi með kvenfélögum og kvenfélagasamböndum. Fyrir fjórum árum fór hún í framboð fyrir Þjóðarflokkinn og munaði litlu að hún fœri þá á þing. Jóna er gift og fimm barna móðir. miklu betur. Vonandi fer þetta að breytast, við þurfum virki- lega að fara að skipuleggja annað starf en þessa bein- hörðu pólitík. Ingibjörg Sólrún: Við þurfum að reyna að finna ein- hverjar leiðir til þess að koma meira hugmyndaflæði í gang á milli hreyfingarinnar og þing- flokksins. Lilandi hreyíing skapar umræðu og vekur hug- myndir sem þingkonurnar gætu þá borið inn á þing. Þetta á ekki að vera öfugt, þ.e.a.s. að þingkonurnar eigi sífellt að vera að láta sér detta eitthvað í hug og fá svo stimpil á það hjá hreyíingunni. Jóna Valgerður: Konur eru í svo mörgum mismunandi hópum þar sem verið er að ræða þessi sömu mál og Kvennalistinn var í upphafi stofnaður um. Kvennalistinn hefur hins vegar fyrst og fremst beitt sér á pólitískum vettvangi. Kannski vantar tengsl á milli þessara hópa. Það getur auðvitað verið jafn erfitt að ná þeim saman og að sameina lítil sveitafélög hingað og þangað um landið. Stjórn- málastarf Kvennalistans hefur að mínu mati skilað nokkrum árangri þó manni íinnist hlut- irnir stundum ganga hægt fyr- ir sig. Þingkonur listans hafa ætíð verið til fyrirmyndar i stjórnmálum, ábyrgar og mál- efnalegar. Við erum kannski búnar að gangast svo mikið upp í þeirri ímynd að allir vita við hverju má búast frá okkur og þess vegna þykjum við ekkert spennandi lengur og málflutningur okkar bitlaus. Ingibjörg Sólrún: Það er vissulega mjög mikilvægt að Kristín Ástgeirsdóttir er fœdd og uppalin í Vestmanna- eyjum. Hún er sagnfrœðingur og hefur undanfarin ár kennt sögu við Kvennaskólann í Reykjavlk og fengist við kvenna- sögu og kvennarannsóknir í frístundum, Hún hefur tekið þátt í starfi Kvennalistans frá upphafi, m.a. var hún varaþingkona fyrir listann kjörtímabilið 1983-1987. Kristín er ógift og barnlaus. Kvennalistinn hefur skapað sér þá ímynd að eiga góðar þingkonur. Við verðum hins vegar að velta þvi fyrir okkur hvernig við getum nýtt Alþingi sem starfsvettvang til þess að vekja sem mesta athygli á málefnum kvenna og okkar málflutningi. Við erum ekki búnar að finna neina endan- lega lausn á þvi ennþá. Þau mál sem verða efst á baugi hjá okkur konum á næsta þingi eru etlaust velferðarmálin. Konur eiga svo mikið undir góðu velferðarkerfl að hug- myndir ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á framlögum til félagslegrar þjónustu hljóta að setja mikinn svip á málflutning okkar. Við verðum þó að gæta okkar á því að verða ekki eins konar varðhundar fyrir það kerfi sem er til staðar, og er ekkert endilega sniðið að þörfum kvenna, heldur reyna að hugsa upp á nýtt hvaða gæði við viljuni að konur hafl í þessu velferðarkerfi og standa vörð um þau ef þau eru til staðar en sækja þau ella. Kristín: Efnahagsmálin al- mennt og staða landsbyggðar- innar verða einnig ofarlega á baugi. Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð komust til valda öfl sem framfylgja stefnu sem hefur hingað til ekki átt upp á pallborðið á íslandi. Frjáls- hyggjan sem nú ríkir gerir það að verkum að það verður mjög harður slagur um velferðar- kerflð. Jóna Valgerður: Það lítur mjög illa út með margt á landsbyggðinni. Það má segja að það hafi verið þörf á breytt- um áherslum í byggðamálum og mér fannst að með breytt- um lögum um Byggðastofnun Ingibjörg Sólrún er sagn- frœðingur að mennt, en hefur lítið unnið við fagið því hún „lenti" í pólitík um leið og hún lauk námi og sat í Borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Kvennaframboð og Kvennalista frá 1982-1988. Síðastliðin tvö ár hefur hún unnið fyrir Veru og einnig unnið sjálf- stœtt í blaðamennsku. ingibjörg er í sambúð og á tvo stráka, 5 og 8 ára. sem rædd voru á síðasta þingi hafl verið stigið spor i rétta átt. Samkvæmt þeim átti Byggða- stofnun að hafa frumkvæði að þvi að efla byggðarkjarna með bættum samgöngum. Ég held að það sé frumskifyrði fyrir þvi að hægt sé að halda uppi virkri byggðastefnu. Þessi rikisstjórn sem nú situr ætlar að breyta starfsemi Byggðastofnunar í þá veru að hún verði meiri ráð- gjafastofnun en hafi minni peninga til ráðstöfunar. Til þess að byggja upp þjónustu- svæði þarf mikla peninga og peningastofnanir koma ekki til með að sjá um slíka upp- byggingu. Kristín: Kjaramálin verða örugglega mjög ofarlega á dag- skrá og ef verkalýðshreyfing- unni er einhver alvara með þvi sem hún er að segja um að launamenn njóti góðs af þjóð- arsáttinni, þá verður að stokka upp launakerflð og jafna kjör- in. Það eru ýmsar leiðir til að jafna lífskjörin í gegnum rík- iskerfið ef vilji er fyrir hendi, eins og t.d. að setja á hátekju- skatt, skattjeggja fjármagns- tekjur og hækka skattleysis- mörkin. Ingibjörg Sólrún: Það sem ég hef kannski mestar áhyggj- ur af við að byija svona ný inni á þingi er mitt eigið óþol. Ég veit að það verður ekki alltaf auðvelt að koma sínum mál- flutningi að í þessu kerfl sem er í eðli sínu ihaldssamt. Ef- laust verður þetta svipuð tilflnning og hjá krakka sem er að byrja að læra sund og vill iljóta við fyrstu sundtök en ekki eftir einhveijar vikur eða mánuði. Jóna Valgerður: Við verð- um bara að gefa okkur tíma. Þó við séum byrjendur þarna held ég að við höfum síst verri bakgrunn til þess að ná góðum sundtökum en þeir sem starfa nú á Alþingi. Það félagsstarf sem ég hef unnið fram að þessu hefur byggst á þvi að ná samstöðu um ýmis mál. Ég býst við að á þingi sé þetta gjörólíkt, þá „eigi“ menn að vera ósammála þótt þeir séu svo sammála þegar út úr þingsölum er komið. DHK 31

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.