Vera - 01.06.1992, Side 33
Lauslátir karlmenn
eru ekki taldir eiga
við heqðunar-
vandamál að stríða
og fáir munu láta sér
til hugar koma að
vana þá.
til að yíirgefa æskuheimili sitt svo
ung, þvi að faðir hennar beitti
hana kynferðislegu ofbeldi allt frá
því að hún var á barnsaldri.
Myndin er ekki beint um siíjaspell
en þungamiðja hennar er líf Rósu
og samskipti hennar við karl-
menn. En þótt það hafl e.t.v. ekki
verið ætlun höfundar handritsins
að fjalla um sifjaspell er þó á
vissan hátt verið að ijalla um það
í myndinni, eða öllu heldur afleið-
ingar slíks ofbeldis. Margir þol-
endur sifjaspelia eiga síðar á
æflnni við ýmsa örðugleika að
stríða í samskiptum við karlmenn
líkt og Rósa. Hér er þó alls ekki
verið að halda þvi fram að það eigi
við um allar konur sem hafa orðið
fyrir slíku ofbeldi.
Sjálfsímynd Rósu er heldur bág-
borin, hún er í sífelldri vörn og
skynjar sig sem vonda stúlku.
Hún lýsir sjálfri sér oft með
þessum orðum: „ég veit að ég er
vond stúlka, en ég er aðeins
mannleg" eins og þegar hún biður
húsbóndann um að leyfa sér að
vera, þrátt fyrir að hann hafl
komið að henni með karlmann
hjá sér. Það að Rósa hefur svo
lélega sjálfsímynd, endurspeglar
auðvitað ríkjandi viðhorf í sam-
félaginu, bæði þá og nú - stúlka
sem sængar hjá mörgum karl-
mönnum fær slæmt orð á sig, en
karlmaður sem hegðar sér á sama
hátt er hinsvegar hetja. Lauslátir
karlmenn eru ekki taldir eiga við
hegðunarvandamál að striða og
fáir munu iáta sér til hugar koma
að vana þá.
Þessi lélega sjálfsímynd Rósu
segir einnig sína sögu um sektar-
kennd hennar, en algengt er að
þolendur sifjaspella telji sig eiga
sök á ofbeidinu og taki á sig
ábyrgðina. Þetta ranga mat veld-
ur því iðulega að samskipti þol-
enda siíjaspella við karlmenn
síðar á ævinni verða „rugluð“ á
ýmsan hátt. Slikt „rugl“ kemur
stundum fram í því sem oftast er
nefnt lauslæti. Slíkt hátterni er í
raun ekkert órökrétt þegar litið er
til jDess, að þolendur siíjaspella
eiga oft í erflðleikum með að
mynda tilfinningatengsl við karl-
menn, enda hafa þær sem börn
verið sviknar af karlmanni. Leitin
verður lengri og erfiðari þar sem
traustið skortir, en það er alltaf
undirstaða náinna tilfinninga-
tengsla við annað fólk.
Heiti myndarinnar vísar til þess
að Rósa er sífellt í leit að ást og
viðurkenningu. Þvi miður hefur
þýðandi myndarinnar kosið að
íslenska heiti myndarinnar sem
„Léttlynda Rósa“, sem er rang-
nefni. í eðli sinu er Rósa ekki
léttlynd í þeirri merkingu, að hún
sækist eftir kynmökum við karl-
menn kynmakanna vegna, heldur
eru þessi kynni viðleitni Rósu til
að fá það sem hún þráir - ást.
Þegar Rósa yfirgefur fjölskylduna
kveður hún sögumanninn m.a.
með þeim orðum að „stelpur
sækjast ekki eftir kynlífl, þær þrá
ást“. Á vissan hátt má taka undir
það að Rósa sé léttlynd eða fjöl-
lynd í hefðbundinni merkingu
þeirra orða, en það er ekki það,
sem ég tel vera þungamiðju
myndarinnar, heldur leit hennar
að ást og viðurkenningu, sem hef-
ur greinilega tilvisun í heiti mynd-
arinnar á frummálinu „Rambling
Rose“. □
Sjöfn Kristjánsdóttir
Höfundur er í framkvœmdahópi Stígamófa,
en VERA bað samtökin um að skrifa um
myndina.
EINN BILL A MANUÐI
í ÁSKRIFTARGETRAUN
1
SVARSEÐILL
Vinsamlegast notiö prentstali:
□ Já takk. Ég vil svo sannarlega
gerast áskrifandi að DV. Ég fæ
eins mánaðar áskrift ókeypis
og það verður annar áskriftar-
mánuðurinn.
Áskriftargjald DV er aðeins
1.200 kr. á mánuði. eða 48 kr.
á dag.
NAFN_________________________________
HEIMILISFANG/HÆO ____________
PÓSTSTOD_______________SiMI__________
KENNITALA I I I I I I 1 ~ i I I I I
d Já takk. Ég vil greiða með:
Athugið!
' Núverandi áskrifendur þurfa ekki
að senda inn seðil. Þeir eru sjálf-
krafa með í áskriftargetrauninni
Slarislólk, FRJAL3RAR FJOLMIOLUNAR og mokum
þctrra er ekki heimil þálftaka i ósknftargetraun blaðsins
□ VISA n EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLADBERA
I
KORTNÚMER
I I I I r
J—1—I I I l l I I I I 1 I I I
GILDISTiMI KORTS_______
UNDIRSKRIFT KORTHAFA
SENDIST TIL: DV, POSTHOLF 5380, 125 REYKJAVlK, EDA HRINGID I SlMA 63 27 00
- GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 632727
33