Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 22

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 22
• • UM FJOLL & FIRNINDI Liggjandi upp í afdölum að kvöldlagi i svefnpoka, drekkandi heitt súkkulaði og virða fyrir sér hrikalega íslenska náttúru í sumarbirtunni er nokkuð sem margar konur dreymir um. Fáar láta hinsvegar drauminn rætast heldur láta sér nægja að fara inn í Þórsmörk eða Landmannalaug- ar. Þaðan er þó stutt í ótrúlega fallega staði sem fáir vita af, þvi að þangað verður að ganga og bera allan farangur. Hingað til hafa fáar konur litið fegurstu staði landsins augum vegna þess að þær hafa hvorki þá þekkingu sem þarf né eiga nauðsynlegan útbúnað. En nú geta konur ráðið bót á þessu, því að í júlí og ágúst mun Vilborg Hannesdóttir vera með helgar- ferðir um hálendið fyrir konur. Tilgangurinn með sérstökum kvennaferðum er að gera konur sjálfbjarga á hálendinu með því að miðla ákveðinni þekkingu til þeirra. „Það eru alltof fáar konur á fjöllum og of margar halda að þetta sé svo erfitt," segir Vilborg og bætir við „að auðvitað er þetta ekkert erfitt þegar maður hefur nauðsynlega þekkingu." Ævin- týrið byrjar á þvi að hópurinn hittist viku fyrir brottför og Vilborg útskýrir hvernig á að útbúa sig fyrir þriggjadaga bak- pokaferð, hvaða fatnaður er nauðsynlegur, hvernig matur er hentugastur og hvernig á að pakka niður í bakpoka svo hann verði ekki of þungur. Hópurinn ákveður ferðaleiðir en sú ferð sem hefur verið hvað vinsælust byrjar í Landmannalaugum. Þar er gist eina nótt og svo er haldið af stað næsta morgun upp í Hrafn- tinnusker og tjaldað á fallegum bala skammt frá rótum Torfa- jökuls. Næsta dag er gengið yfir jökulinn og niður í Strútslaug þar sem konur geta baðað sig í heitri laug. Seinasta daginn er svo gengið meðfram Svartahnúks- íjöllum um Ófærudal inn í Álfta- vatnskróka og áfram að Eldgjá. „Á

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.