Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 26

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 26
HREYFA SIG Þrátt fyrir niðurskurð ríkisstjórnarinnar á þeim stöðum sem síst skyldi og slæmt útlit í atvinnumálum lands- manna um þessar mundir er óhætt að segja að við liíúm í vel- ferðarþjóðfélagi og að við höfum það bara gott. Tækniþróun og vélvæðing síð- ustu ára og áratuga hefur haft í för með sér að verulega hefur dregið úr líkamlegri erfiðisvinnu og sumir vilja halda þvi fram að heilbrigðisástand almennings hafi jafnvel versnað. Sjúkdóm- arnir hafa breyst í samræmi við lifnaðarhætti og orsakast nú af: ■ Streitu. ■ Óhollu mataræði. ■ Skorti á hreyfingu. Heilsugæsla okkar hefur aðal- lega miðast við að lækna sjúk- dóma - ekki að koma í veg fyrir þá. Þess vegna verður HVER OG EINN að sinna heilsu sinni sjálfur. ENGINN HÆTTIR AÐ REYKJA EÐA FER í LÍKAMSRÆKT FYR- IR ANNAN EN SJÁLFAN SIG. Þú ert eins ung og þú lítur út fyrir að vera - eru orð að sönnu. Lífaldur einn og sér skiptir ekki mestu máli fyrir þig, heldur það hvernig þú ert líkamlega á þig komin - í hversu góðu „formi" lungu, hjarta og æðakeríi eru. Með því að hugsa um heilsuna og stunda líkamsrækt getur þú hæglega verið ung í mörg, mörg ár!!! Nokkra líkamlega eiginleika er nauðsynlegt að bæta eða halda þeim í góðri þjálfun þegar um heilsuna er að ræða. Gott ÞOL er þó það mikilvægasta og er grunnurinn að góðu likamsformi. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess að halda góðu þoli eða auka við það er að SKOKKA. Aðrir möguleikar eru: ■ skiðaganga ■ skautahlaup ■ hjólreiðar ■ leikfimi/eróbikk ■ sund ■ ýmsir boltaleikir m.a. knattspyrna. Ég ætla í lokin að gefa ykkur góða þjálfunaráætlun fyrir byrjendur í skokki. Hún er mjög einföld, < maður verður bara sjálfur að 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.